Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 60
F Ó L K
Fleiri íslensk börn!
Atvinnurekandinn, frambjóðandinn og
formaður Félags íslenskra iðnrekenda:
Víglundur Þorsteinsson
„VIÐ VERÐUM að lengja fæðingarorlof í
eitt ár og það jafnt fyrir karla og konur. Við
verðum að byggja fleiri dagheimili."
Það var Víglundur Þorsteinsson, formað-
ur Félags íslenskra iðnrekenda, sem varpaði
fram þessari skoðun á stjórnmálafundi í
Hafnarfirði fyrir fáum vikum.
Hann er frambjóðandi í sjötta sæti fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi — og þótti
nú ýmsum skjóta skökku við að atvinnu-
rekandi í framboði fyrir hægri flokk skyldi
leggja þunga áherslu á félagsleg umbótamál
af þessu tagi. „Þetta er akútmál fyrir at-
vinnulífið og hagvöxt í framtíðinni," segir
hann.
Kosningaslagorð - eða rökstudd og út-
færð hugmynd?
„Það sem ég er í rauninni að segja er að
nú stefnir allt í þá átt að þjóðinni fari að
fækka um næstu aldamót,“ segir Víglundur.
„Nú þegar sjáum við að fæðingartala ársins
1986 er komin niður í sömu fæðingartölu og
1947 og þá er það borðleggjandi að þegar
stóru stríðsáraárgangarnir komast á
úrgöngualdurinn hefst hér fólksfækkun —
nema eitthvað verði að gert. Fækkun þjóð-
arinnar þýðir auðvitað gífurlega röskun í
atvinnulífinu og fyrir alla starfshætti þjóðar-
innar. Það geta allir séð fyrir sér hvaða áhrif
það hefði á skólakerfið, heilsugæsluna,
lífevriskerfið, og svo mætti lengi telja.
Eg gef mér það, að ungt fólk í dag setji
nám og starfsframa á oddinn, en barneignir
komi fyrst til þegar þessum markmiðum er
náð. Mér sýnist þetta vera orðið algengt
viðhorf og þar á ofan bætist, að reynslan frá
nágrannalöndunum sýnir okkur að jafnvel
þegar starfsframanum er náð vilja barn-
eignirnar gleymast. Ef við ætlum að snúa
þessari þróun við verðum til að grípa til
nokkurra aðgerða - og það strax.“
Víglundur segir ennfremur: „Útgangsfor-
sendan er veruleg lenging fæðingarorlofs. í
fyrstu lotu verðum við að lengja fæðingaror-
lofið upp í eitt ár á næstu fimm til sex árum,
og þó er ég ekkert viss um að það sé nóg.
Einhvers staðar verðum við þó að byrja og
þarna er ég að tala um fæðingarorlof sem er
á sameiginlegri ábyrgð vinnuveitenda beggja
foreldra. Réttur karla og kvenna til þess sé
jafn og foreldrar hafi sjálfir val um hvernig
þeir skipta því sín á milli.“
Ríkisvaldið hefur ekki hlutverki að gegna
í þessu að mati Víglundar. Hann vill milli-
liðalausar greiðslur milli atvinnurekenda og
launafólks. „Ég vil ekki núverandi kerfi þar
sem atvinnulífið er skattlagt til að dreifa
peningunum gegnum tryggingakerfið,“ segir
hann. „Ég sé engan kost við það að borga
ríkinu fyrir að veita þjónustuna. Atvinnu-
vegirnir geta gert þetta sjálfir, því eiga ekki
að fylgja nein sérstök vandamál.
í öðru lagi þurfum við fleiri dagheimili og
leikskóla. Það kostar mikið fé og því verðum
við að skoða tvennt: Annars vegar verðum
við að ryðja úr vegi þeim lúxusstöðlum, sem
notaðir eru við byggingar dagheimila í dag.
Við þurfum að byggja góð dagheimili sem
veita alla þá þjónustu sem nauðsynleg er, en
það getum við gert miklu hagkvæmar en gert
hefur verið til þessa. Hins vegar verðum við
að gera það upp við okkur að hve miklu leyti
við viljum niðurgreiða dagheimilin eins og
gert er fyrir forgangshópa í dag. Við verðum
að líta á þetta mál á raunsæjan hátt, því hér
er um að ræða mikinn kostnaðarauka fyrir
þjóðfélagið ef þetta á að greiðast af skattfé.
Fólk verður þá að gera það upp við sig hvort
það kýs að eiga þennan kost á að samræma
nám og starfsframa stofnun fjölskyldu og
leggja mcira á sig í þeim efnum en það hefur
gert.
í þriðja lagi þarf að endurskoða grunn-
skólakerfið í tengslum við þetta. Ég tel, að
börn eigi að hefja grunnskólanám fimm ára
og hefja þá raunverulegt nám en sitji ekki í
fleiri mánuði við að kveða að nokkrum stöf-
um, eins og sex ára börn gera nú. Ég hef
grun um að íslenska skólakerfið sé orðið
lélegt og þá verðum við að spyrja okkur að
því hvort við viljum stytta grunnskólatímann
með þessum hætti og útskrifa stúdenta
hraðar eða bæta inn einu ári til viðbótar til
að auka gæði grunnskólanámsins. Með því
að færa grunnskólanámið fram um eitt ár
drögum við svo nokkuð úr dagheimilisþörf-
inni.
Þetta eru í meginatriðum þær samræmdu
aðgerðir sem ég tel að þurfi að grípa til, en
eins og ég sagði í upphafi þá er ég stórlega
efins um að þetta muni duga til.“
Nú hefur þú sagt brýnasta verkefni kom-
andi ríkisstjórnar vera það að koma jöfnuði á
rikisbúskapinn með því að skera niður ríkis-
útgjöld en ekki með aukinni skattheimtu.
Stangast það ekki á við þessar fyrirœtlanir?
„Nei. Hvað fæðingarorlofið varðar þá
borga atvinnurekendur það hvort sem er í
dag í tryggingagjöldum til almannatrygg-
ingakerfisins. Það þarf heldur ekki að veraí
mótsögn við aukna uppbyggingu dagvistar-
heimila. Ríkisútgjöldin eru ekki svo heilög
að það þurfi að verja sömu krónunni til
sömu verkefnanna á hverju ári. Það þarf að
gera meira af því að endurskoða áherslur í
fjármálum ríkis og sveitarfélaga frá ári til
árs, því vandinn er sá að of stór hluti af
öllum útgjaldaáformum er bundinn í lög.
Fyrir bragðið verður takmarkaður sveigjan-
leiki til að taka upp nýjar stefnur og fella
niður útgjaldaflokka. Þessu þarf að breyta."
Þegar talið berst að umsvifum ríkisins
minnum við á að Þorsteinn Pálsson viður-
kenndi í sjónvarpsþœtti í haust, að trauðla
yrði beinlínis dregið úr ríkisútgjöldum; málið
vœri að koma í veg fyrir aukningu þeirra.
Þessu er Víglundur ekki sammála.
„Við getum tekið orkurannsóknir sem
dæmi,“ segir hann. „Á síðustu árum höfum
við varið gífurlegum fjármunum til þess
verkefnis og eigum nú fullrannsakaðar virkj-
anir sem duga okkur sem virkjanakostur um
langa framtíð. Margt bendir til að þessar
virkjanir verði úreltar í hönnun ef þær verða
byggðar vegna örra tæknibreytinga. Orku-
stofnun er verkefnalaus í dag og þar má
stórlega skera niður stöðugildi. Á sama tíma
og þúsundir manna vantar á vinnumarkað-
inn sýnir ríkisvaldið tregðu í að skera þar
niður störfin. Þetta er erkidæmi um þann
furðulega, lögbundna ósveigjanleika sem
einkennir ríkisreksturinn."
Fylgir það ekki uppbyggingu „góðra dag-
heimila", eins og þú segir, að jafnframt verði
að stórbœta kjör fóstra?
„Nú þekki ég ekki kjarasamninga fóstra
náið en tel að skrefið sem stigið var nýverið
til að færa samningsréttinn til einstakra fé-
laga opinberra starfsmanna hafi verið
skynsamlegt. í kjarasamningum síðustu ára
á almenna vinnumarkaðnum hefur sú við-
leitni verið ofarlega hjá vinnuveitendum, í
samstarfi við launþega, að breyta sanming-
um til aukinnar hagræðingar fyrir atvinnu-
lífið sem jafnframt umbunar með launa-
hækkunum. Þetta hefur vantað í opinbera
geiranum. Þar hafa verið gerðir stórir, mið-
stýrðir heildarsamningar, sem ekki hafa gef-
ið svigrúm til að skoða kjör f einstökum
greinum og fá fram það sem við köllum í
atvinnulífinu aukin framleiðni, bœtt afköst
og betri nýting, sem hægt er að launa fyrir
með sérstökum launahækkunum svo kostnað-
arauki þurfi ekki að hljótast af. Ég treysti mér
ekki til að ræða náið launakjör fóstra, en þær
eru hluti af þessum lúxusstöðlum þar sem í
lögum er áskilið að tiltekinn fjöldi fóstra
skuli starfa miðað við ákveðinn hóp barna á
hverju dagheimili. Með tilfærslu samnings-
réttar til einstakra félaga gefst möguleiki á
að skoða sérmál fóstra út frá þessum sjónar-
miðum. Þar við bætist að ef eftirspurn eftir
sérhæfðum vinnukrafti eykst, leiðir það af
eðli málsins að þjóðfélagið ætti að vera
reiðubúið að greiða meira fyrir þjónustuna.
Ég sé líka fyrir mér annað rekstrarform á
dagheimilum en nú ríkir. Foreldrar og starfs-
fólk dagheimila ættu að koma mun meira
inn í rekstur þeirra og stjórnun, og það
kemur þá jafnframt inn í umræðuna um að
hve miklu leyti og hvort á að niðurgreiða
þessa þjónustu í framtíðinni."
Er raunsœtt að œtla sér að gera þessar
stórbreytingar nú þegar, eða ertu aðeins að
60