Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 62

Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 62
F Ó L K ■Þjó&lff brá sér á stórgó&a tónleika Léttsveitarinnar á Hótel Sögu. Þegar allt var komi& á su&upunkt kom djassfrömu&urinn Jón Múli Árnason á svi& og söng sitt Ijúfa lag, Me& rau&an skúf í peysu..., vi& stórsveitarundirleikinn og mikinn fögnuö djassgesta. Ungir fréttamenn Meöalaldurinn 14 ár MEÐALALDUR fréttamanna á fréttastofu Fréttahornsins á Stöð-2 er 14 ár. Þetta eru krakkarnir sex sem sjá um fréttir fyrir aðra krakka og unglinga sem geta fylgst með læstri dagskrá á Stöð-2 og eru þær sendar út á laugardagmorgnum. Þörf nýjung í fjöl- miðlum og hefur mælst nokkuð vel fyrir hjá sjónvarpsnotendum á öllum aldri, að sögn forsvarsmanna stöðvarinnar. Þessir yngstu fréttamenn landsins eru Kristján Eldjárn, Sólveig Arnarsdóttir, Páll Hjálmtýsson, Oddný Ævarsdóttir, Ragn- hildur Sara Þorleifsdóttir og Ásthildur Guð- mundsdóttir. Sverrir Guðjónsson kennari og tónlistarmaður er umsjónarmaður Fréttahornsins og nokkurskonar fréttastjóri liðsins. Hann segir ÞJÓÐLÍFI að krakkarn- ir komi oft með hugmyndir að efni til úr- vinnslu en svo sjái hann um að afla upplýs- inga um viðburði sem teknir skuli fyrir. „Þau taka svo að sér að semja spurningar um viðkomandi mál. Stefnan hefur verið sú að taka fyrir fréttatengd atriði, fréttaskýr- ingar og fá útskýringar á starfsemi t.d. stofn- ana. Við tókum Alþingi fyrir í einum þætti en það hefur komið í ljós að það er oft erfitt fyrir þá sem taka að sér að skýra slík málefni fyrir krökkunum, að gera það á svo einföldu máli að þau skilji það fullkomlega. Formið á þessum þætti er mjög knappt, sem gerir þetta þó spennandi um leið, því þátturinn er mjög frábrugðinn venjulegum magasínþátt- um fyrir krakka í sjónvarpi," segir Sverrir. „Það hefur verið ofsalega gaman að vinna að þessum þáttum,“ segir Sólveig Arnars- dóttir sem hefur verið með frá byrjun í Fréttahorninu. „Það eru tveir með hvern þátt og sér annar um viðtölin en hinn les upp fréttirnar í stúdíóinu, svo hjálpumst við að við undirbúningin,“ segir hún. Sólveig er í Austurbæjarskólanum en hefur varla nokk- urn tíma til að stunda námið því auk frétta- mennskunnar leikur hún í því stórvinsæla leikriti Þjóðleikhússins Rympa á rusla- haugnum. En iiggur ekki beint við að hún geri fréttamennskuna að ævistarfi seinna meir? „Jaa, ég veit ekki. Þetta er svolítið spennandi, en ég held að ég stefni samt frekar á leiklistina,“segir hún. Þroskuð, alvöru djass- stórsveit Léttsveit ríkisútvarpsins með því besta í músíklífinu Þar eru samankomnir margir af fínustu djassspilurum okkar — þeir vinna saman sem einn maður — í samleiknum gætir blæ- brigða af ætt klassískra stórsveita djassins að viðbættri fágun og frumleika - undir niðri kraumar stórsveitarsveiflan og þegar sveifluspennan nær hámarki rísa einleikarar upp, hver á fætur öðrum, í óaðfinnanlegum sólóum. í vönduðum, fínstilltum djassstór- sveitum gengur allt upp. Léttsveit ríkisút- varpsins kemur nú æ oftar fram sem þrosk- uð, alvöru djassstórsveit. Djassfólki og flestu öðru músíkfólki finnst sveitin nú með því öflugasta og besta í hérlendu músíklífi. Léttsveitin er að æfa sérstakt prógram fyrir sjómannadaginn og eins eru hljóm- leikaferðir um landsbyggðina í deiglunni. í haust verður starfsemin enn efld og aukin og er þá von á merkum gestum frá Svíþjóð sem ætla að starfa með sveitinni í nokkra daga. Það eru þeir Pétur Östlund og básúnuleikar- inn Mikael Raberg. Að sögn hins drífandi famkvæmdastjóra Léttsveitarinnar, Ólafs Þórðarsonar, er jafnvel hljómleikaferð til Skandinavíu á næsta starfsári í bígerð, svo fátt eitt sé nefnt af fjölbreytninni.... MAGNUS REYNIR JONSSON ■ Sólveig Arnarsdóttir: Ofsalega gaman. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.