Þjóðlíf - 01.05.1987, Qupperneq 62
F Ó L K
■Þjó&lff brá sér á stórgó&a tónleika Léttsveitarinnar á Hótel Sögu. Þegar allt var komi& á
su&upunkt kom djassfrömu&urinn Jón Múli Árnason á svi& og söng sitt Ijúfa lag, Me&
rau&an skúf í peysu..., vi& stórsveitarundirleikinn og mikinn fögnuö djassgesta.
Ungir
fréttamenn
Meöalaldurinn 14 ár
MEÐALALDUR fréttamanna á fréttastofu
Fréttahornsins á Stöð-2 er 14 ár. Þetta eru
krakkarnir sex sem sjá um fréttir fyrir aðra
krakka og unglinga sem geta fylgst með
læstri dagskrá á Stöð-2 og eru þær sendar út
á laugardagmorgnum. Þörf nýjung í fjöl-
miðlum og hefur mælst nokkuð vel fyrir hjá
sjónvarpsnotendum á öllum aldri, að sögn
forsvarsmanna stöðvarinnar.
Þessir yngstu fréttamenn landsins eru
Kristján Eldjárn, Sólveig Arnarsdóttir, Páll
Hjálmtýsson, Oddný Ævarsdóttir, Ragn-
hildur Sara Þorleifsdóttir og Ásthildur Guð-
mundsdóttir. Sverrir Guðjónsson kennari
og tónlistarmaður er umsjónarmaður
Fréttahornsins og nokkurskonar fréttastjóri
liðsins. Hann segir ÞJÓÐLÍFI að krakkarn-
ir komi oft með hugmyndir að efni til úr-
vinnslu en svo sjái hann um að afla upplýs-
inga um viðburði sem teknir skuli fyrir.
„Þau taka svo að sér að semja spurningar
um viðkomandi mál. Stefnan hefur verið sú
að taka fyrir fréttatengd atriði, fréttaskýr-
ingar og fá útskýringar á starfsemi t.d. stofn-
ana. Við tókum Alþingi fyrir í einum þætti
en það hefur komið í ljós að það er oft erfitt
fyrir þá sem taka að sér að skýra slík málefni
fyrir krökkunum, að gera það á svo einföldu
máli að þau skilji það fullkomlega. Formið á
þessum þætti er mjög knappt, sem gerir
þetta þó spennandi um leið, því þátturinn er
mjög frábrugðinn venjulegum magasínþátt-
um fyrir krakka í sjónvarpi," segir Sverrir.
„Það hefur verið ofsalega gaman að vinna
að þessum þáttum,“ segir Sólveig Arnars-
dóttir sem hefur verið með frá byrjun í
Fréttahorninu. „Það eru tveir með hvern
þátt og sér annar um viðtölin en hinn les upp
fréttirnar í stúdíóinu, svo hjálpumst við að
við undirbúningin,“ segir hún. Sólveig er í
Austurbæjarskólanum en hefur varla nokk-
urn tíma til að stunda námið því auk frétta-
mennskunnar leikur hún í því stórvinsæla
leikriti Þjóðleikhússins Rympa á rusla-
haugnum. En iiggur ekki beint við að hún
geri fréttamennskuna að ævistarfi seinna
meir? „Jaa, ég veit ekki. Þetta er svolítið
spennandi, en ég held að ég stefni samt
frekar á leiklistina,“segir hún.
Þroskuð, alvöru djass-
stórsveit
Léttsveit ríkisútvarpsins með því
besta í músíklífinu
Þar eru samankomnir margir af fínustu
djassspilurum okkar — þeir vinna saman
sem einn maður — í samleiknum gætir blæ-
brigða af ætt klassískra stórsveita djassins að
viðbættri fágun og frumleika - undir niðri
kraumar stórsveitarsveiflan og þegar
sveifluspennan nær hámarki rísa einleikarar
upp, hver á fætur öðrum, í óaðfinnanlegum
sólóum. í vönduðum, fínstilltum djassstór-
sveitum gengur allt upp. Léttsveit ríkisút-
varpsins kemur nú æ oftar fram sem þrosk-
uð, alvöru djassstórsveit. Djassfólki og
flestu öðru músíkfólki finnst sveitin nú með
því öflugasta og besta í hérlendu músíklífi.
Léttsveitin er að æfa sérstakt prógram
fyrir sjómannadaginn og eins eru hljóm-
leikaferðir um landsbyggðina í deiglunni. í
haust verður starfsemin enn efld og aukin og
er þá von á merkum gestum frá Svíþjóð sem
ætla að starfa með sveitinni í nokkra daga.
Það eru þeir Pétur Östlund og básúnuleikar-
inn Mikael Raberg. Að sögn hins drífandi
famkvæmdastjóra Léttsveitarinnar, Ólafs
Þórðarsonar, er jafnvel hljómleikaferð til
Skandinavíu á næsta starfsári í bígerð, svo
fátt eitt sé nefnt af fjölbreytninni....
MAGNUS REYNIR JONSSON
■ Sólveig Arnarsdóttir: Ofsalega gaman.
62