Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 72

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 72
TÆKNI O G VÍSINDI Spáð í tölvumarkaðinn fyrir 20 mb tölvu með 360 kb vinnsluminni eða 84.700 kr. Innifalið er grafískt skjákort, klukka og gulbrúnn skjár. Fylgiforrit eru Turbo Prolog, Planner, Ritvinnsla 2 og MS- DOS ásamt bók. Síminn er: (91) 621163. Þetta er „oríginalinn" — frumritið sem allir aðrir reyna að líkja eftir og samhæfa sínar tölvur. Söluaðilar eru þrír og bendum við á skrifstofur IBM til að fá nánari upplýsingar um þá. Ótrúlega misjafnt verð - og gæði BÓKABÚD BRAGA birti í síðasta tölu- blaði Þjóðlífs, og einnig í þessu, auglýsingu sem vakti þegar í stað mikla athygli. Búðin auglýsir Amstrad PC-tölvur á hreint ótrú- lega lágu verði: 20 mb Amstrad PC 1512 á aðeins 67.900 krónur. Margir höfðu sam- band við blaðið til þess að grennslast fyrir um tölvuna og verðið. Því miður gátum við ekki gefið neinar upplýsingar, enda ekki á okkar færi eða valdsviði að gefa upplýsingar um vörur sem auglýstar eru í blaðinu. Þessi viðbrögð urðu til þess að við ákváð- um að kanna verð á sambærilegum tölvum sem bjóðast á íslenska markaðnum í dag. Mismunurinn á verðinu kom verulega á óvart. 20 mb PC-tölvur eru boðnar á verð- bilinu 44.000 kr. upp í 134.000 kr. Nú er nokkuð mismunandi hvað fylgir með í þessu verði, svo sem hvers konar skjár er á ferð- inni, hvaða forrit eru innifalin o.s.fv. Sá eða sú sem er í tölvuleit skyldi því athuga vel sinn gang og kynna sér málin nákvæmlega áður en farið er af stað. Þær upplýsingar sem við gefum hér að neðan má ekki skoða sem tæmandi — aðeins sem leiðbeiningar gegnum frumskóg tilboðanna sem okkur berast frá þeim sem selja tölvur. Fái fólk áhuga á að kynna sér einhverja þeirra tölva sem nefndar eru hér, er vissara að afla sér enn fekari upplýsinga um gripinn hjá um- boðsaðilum. Atari. Ódýrasta 20 mb PC-tölvan á mark- aðnum virðist tvímælalaust vera Atari, sem Marco hefur umboð fyrir. Hún er seld á 44.000 krónur sléttar. Með í þessu verði fylgir mús, íslensk ritvinnsla undir heitinu Fast Word og TOS-stýriforrit. Að sögn um- boðsaðila má keyra Mackintosh-forrit í henni og einnig DÖS-stýrikerfi, en hvorugt fylgir þessu verði. Tölvan er ekki alveg til- búin í bókhaldsvinnslu á íslensku en fá má enskt bókhaldsforrit hjá umboðinu. Sími umboðsaðila er: (91) 687971. Amstrad. Með svart-hvítum sk.já kostar 20 mb tölva 67.900 kr. Vilji menn litaskjá kostar hún 79.800 kr. í þessu verði er inni- falið MS-DOS og Basic 2. Vinnsluminnið er 512 kb og skjárinn 14 tommu. Sími umboðs- aðila: (91) 621122 og 29311. Atlantis. Það góða við þessar tölvur er að þær eru settar saman hérlendis, þ.e. ef menn vilja „íslenskt". Verðið er einnig gott Corona. PC-tölva, 20 mb með 521 kb vinnsluminni og grafískum skjá kostar hjá Microtölvunni 89.000 kr. Skjárinn er 14 tommur og innifalið í verði hvort heldur grænn eða brúnn skjár. MS-DOS og Basic fylgja með. Þessar tölvur hafa getið sér gott orð, m.a. fyrir að vera hljóðlátar og með góðum skjá. Sími umboðsaðila: (91) 688944. Victor. Victor-tölvurnar eru komrar íram með 30 mb hörðum diski og kosta ekki meira en tölvurnar með 20 mb. Verðið er 92.900 kr. og innifalið er stýriforrit og Basic. Hægt er að fá Victor með litaskjá og þá er verðið 123.000 ki. Nefna má, að skjárinn á Victor þykir hafa mun fínni upplausn en aðrir skjáir á markaðnum í dag. IBM. PC-tölva með 20 mb hörðum diski, 640 kb vinnsluminni, 360 kb disklingadrifi og 12 tommu grænum skjá kostar hjá sölu- aðilum 97.970 kr. Meðfylgjandi er DOS 3.2. Greiða þarf aukalega fyrir forritið Basic kr. 2.725 og vilji fólk heldur brúnan skjá en grænan kostar hann 7.000 kr. aukalega. Wang. Fyrir 20 mb PC-tölvu með 512 kb vinnsluminni greiðast kr. 134.000. Innifalið er stýrikerfi, valmyndakcrfi og Wang-rit- vinnsla. Menn geta valið um grænan skjá eða brúnan og greiða ekki aukalega fyrir brúnan skjá. Verðið er hátt miðað við það sem gengur á markaðnum. Rök umboðs- aðilans, Heimilistækja h.f., eru þau að mun- urinn á Wang og öðrum tölvum sé eins og sá hvort maður kaupir sér bfl með dekkjum eða án - og benda þá á ritvinnslukerfið og valmyndakerfið sem fylgja tölvunni. Nokk- uð til í þessu, því öll kerfi eru dýr og vert að hugsa sinn gang örlítið áður en lagt er í kaupin. Sími umboðsaðila: (91) 27500. Fleiri tölvur en þessar eru á markaðnum og við viljum benda fólki á að hafa augu og eyru opin. Af dæmunum hér að ofan má sjá að mikil breidd ríkir í verði á PC-tölvum 20 mb — og eflaust í gæðum líka en á það er ekki lagður dómur hér. Þetta fer einnig eftir þeim kröfum sem hugsanlegur kaupandi gerir, svo og þeirri notkun sem hann ætlar sinni tölvu. 72

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.