Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 79

Þjóðlíf - 01.05.1987, Page 79
L I S T I R Valinn í Nordjazz Djassverk Stefáns S. Stefánssonar til einnar frægustu djasssveitar heims STEFÁN s. stefánsson tónlistar- jnaður þykir ekki aðeins prýðilegur saxófón- eikari - hann hefur líka verið lofaður sem ®ði afkastamikill og vandaður tónsmiður í lslensku djasslífi. Hann vakti fyrst athygli meö hljómsveit sinni Ljósin í bœnum sem §af út plötu með lögum Stefáns. Gammarnir úafa hljóðritað mörg góð djasslög hans og svo hefur Léttsveit ríkisútvarpsins verið að 'y'ja verk eftir Stefán upp á síðkastið, svo n°kkuð sé nefnt. Hann hefur nú fengið sitt Jtærsta verkefni til þessa: hann er að semja ‘u fil 15 mínútna djassverk fyrir ekki minni Jveit en sjálfa stórsveit danska útvarpsins, adioens Big Band, í Kaupnrannahöfn. Og er fyrsti fslendingurinn sem verður þessa e'öurs aðnjótandi. Fróðustu menn í djassmálum fullyrða að anska útvarpsstórsveitin sé meðal fremstu stórsveita djassins í veröldinni. Eru þá fjórar sveitir tilnefndar í fyrsta flokki: Basiebandið Undir stjórn Thad Jones (hann stjórnaði Ra- 'oens Big Band um árabil), stórsveitin ennar Toshiko Akiyoshi, Baddy Rich-stór- g.e,í,n (íslenski gítarleikarinn Jón Páll Jarnason er þar innanborðs) og svo Radio- ens Big Band. ■ LVeir íslendingar hafa fengið tækifæri til ? 'e*ka með útvarpshljómsveitinni dönsku, Pen Gunnar heitinn Ormslev og Rúnar Ge- rgsson, en ekki er vitað til þess að íslenskt Jassverk hafi fyrr komist á efnisskrá þessar- r neimskunnu djasssveitar. h(.”^er er um að ræða nokkurskonar vinnu- P eða workshop, sem danska útvarps- aðT'tin *lefrlr staðið fyrir og gengur út á það fenginn hefur verið einn djassleikari frá ^Hntörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi til q. jkrifa sérstaklega djassverk fyrir dönsku r arP?sve‘tina. Nordjazz, sem eru samnor- n djasssamtök, senda nordjazznefndum ejm starfa í hverju landi boð um að tilnefna hvn.djasstónlistarmann fyrir sína hönd á s> .erJ.u ári og nú býðst íslendingum í fyrsta tíulptl Þátttaka og var ég valinn til að skrifa , u 15 mínútna verk til flutnings síðar á Þ^su ári,“ segir Stefán. onhstarmennirnir munu koma saman í ejnuPrnannahöfn 5. —10. október og hver og stjón fær að vinna verkið með hljómsveitar- hh ranurn og sveitinni í einn dag í útvarps- Sjö 'nu- Par verða þau einnig hljóðrituð en á leik a verða svo öll verkin flutt á tón- Urn í Jazzhus Montmartre. Þeim verður og e.t.v. sjónvarpað líka, en ekki utvarPað er 'i o njunvaipau uiva, veðið hvort upptökurnar verða gefnar út á hljómplötu. „Upptökugæðin ættu þó ekki að standa í vegi fyrir því, þar er allt eins og best verður á kosið,“ segir Stefán. „Það sá ég þegar ég fór ásamt fulltrúum hinna Norðurlandanna á fund með forsvars- mönnum útvarpssveitarinnar og við kynntum okkur aðstæður.“ Hljóðfæraleikararnir í Danmarks Radio Big Band eru hver öðrum betri og spila nánast hvað sem fyrir þá er lagt, segir Stef- án. „Svo er stjórnandinn okkur fslendingum vel kunnur en það er píanóleikarinn og út- setjarinn Ole Koch Hansen.“ Hann segir ennfremur, að sú hugmynd hafi kviknað á fundinum að þeir tækju auk þessa höndum saman, djassleikararnir fimm, og semdu einn blús í sameiningu sem yrði þá fluttur í lok tónleikanna í Montmartre. „Þessu var slegið fram í gríni en er nú að verða að alvöru. Daninn byrjar og sendir svo blúsinn til fulltrúa Finnlands sem bætir við hann og sendir til mín og svo koll af kolli.“ Hinir djassleikararnir eru allir vel þekktir og hafa mikla reynslu á þessu sviði. Þeir eru Peter Gullin frá Svíþjóð, en hann er sonur RUT HALLGRlMSDÓTTIR ■ Stefán S. Stefánsson: Hans stærsta verkefni til þessa. eins þekktasta tónlistarmanns þar í landi um áratuga skeið. Knut Riisnes er frá Noregi, en hann er ásamt Jan Garbarek fremsti saxó- fónleikari þar í landi. Fulltrúi Dana er Kim Christensen sem einnig hefur hlotið tilnefn- ingu sem píanóleikari dönsku útvarps- sveitarinnar, og frá Finnlandi kemur Kari Komppa en hann starfaði áður með útvarps- sveitinni. Þeim stendur öllum til boða að leika með í verkunum. Stefán segist hins vegar ekki hafa ákveðið hvort hann láti verða af því, „læt það liggja milli hluta um sinn því nógar eru nú áhyggjurnar og spenningurinn þótt þetta bætist ekki ofan á! Hins vegar er ákveðið að við munum allir leika með stórsveitinni í samnorræna blúsnum á tónleikunum." Hann segist hafa losnað við mesta stressið þegar hann hitti Danina að máli. „Þarna ríkti góður og jákvæður andi,“ segir hann. „Ég hafði af því nokkrar áhyggjur í upphafi að ég þyrfti að semja djassverk sem félli að djasshefðinni í stfl við stórsveitadjass Count Basie og Thad Jones, en komst svo að því að þeir vilja fyrst og fremst að persónueinkenni höfundarins komi fram í verkinu en ekki sé um neinar „stokkútsetningar" að ræða. Eftir að ég gerði mér grein fyrir þessu fór mér bara að þykja þetta allt reglulega skemmti- legt, enda er þetta mjög spennandi því þarna er um frábæra tónlistarmenn að ræða og gaman fyrir okkur íslendinga að fá að taka þátt í þessu, því væntanlega verða fleiri full- trúar tilnefndir héðan á næstu árum.“ Ég spyr hvernig kompóneringin gangi. Stefán brosir. „Ég er rétt að mjakast af stað, hef verið að sánka að mér hugmyndum en þetta er allt á lausum blöðum ennþá og ég get varla sagt að ég sé farinn að semja af neinu viti. Er líka haldinn þeim sjúkdómi íslenskra músíkanta að vera sífellt upptekinn við vinnu á öllum tímum sólarhrings í allskonar verkefnum." Stefán er þekktastur sem tenórsaxófón- leikari en hefur einnig leikið töluvert á flautu og svo baritón í seinni tíð, m.a. í Léttsveit ríkisútvarpsins. Hann tók BM- gráðu á þremur árum við Berklee-tónlistar- háskólann í Boston í Bandaríkjunum, sneri heim árið 1983 og hefur haft nóg að gera í músík síðan - en lifir hann á listgreininni? „Ég hef haft fulla vinnu af tónlistinni - það hefur ekki alltaf verið svo gott — en ég held að flestir íslenskir músíkantar hafi mik- ið að gera um þessar mundir. Ég starfaði lengi með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar á Broadway og hef verið viðloðandi mörg músík- og skemmtiprógrömm sem sett hafa verið upp á skemmtistöðum borgarinnar. f vetur starfa ég með hljómsveit Grétars Ör- varssonar á Sögu. Hins vegar hefur verið minna að gera í djassinum því djasslífið hér hefur verið frekar bágborið í seinni tíð. Létt- sveit ríkisútvarpsins hefur þó lyft þessu tals- vert upp. Ég spila með henni og var líka við upptökur á djassplötu með Gömmunum fyrir jól. Þessu til viðbótar kenni ég á daginn við Tónlistarskóla Félags íslenskra hljóm- listamanna." ■ Eftir Ómar Friftriksson L 79

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.