Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 85

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 85
L í F S S T í L L Rökréttur, lipur, þægilegur Þjóðlíf prófar Peugeot 309 Profil pEUGEOTINN er vissulega sýn sem gleð- Ur augað; rennilegar línur, fimm dyra limós- l.na’ nema hvað sitthvað vantar upp á lengd- lna til að hann geti kallast raunveruleg lim- °sína. Dyrnar að aftan og rúðan opnast í c'nu lagj sem gerj að verkum að bíllinn fær góða straumlínulögun. Peugeot 309 Profil var kjörinn bfll ársins 1987 í Danmörku og settur f flokk með Kadett, Golf og Escort. ^kki dónalegur selskapur það. »Ég gerj þær kröfur til bíla að það sé Pægilegt að sitja í þeim, allt sé vel innan seflingar og öryggisbúnaður í hæsta flokki,“ Anna (Jlafsdóttir Björnsson, sem , . ÐLÍF bauð að prufukeyra bflinn. Anna á Álftanesi ásamt manni og tveimur °rnum, er þar í hreppstjórn og skipar ann- ? sæí‘ó á lista Kvennalistans á Reykjanesi í °ntandi kosningum. Hún ferðast mikið um °g vegna búsetu þarf hún að geta treyst þeim 1 sem hún hefur undir höndum. Barnanna egna hefur hún auga með öryggisútbúnaði 1 reiða og fjölskyldan spennir ávallt beltin. eugeot 309 Profil eru einnig belti í aft- Ursætum sem stærri börn geta hæglega notað. Anna varð strax hrifin af öryggisútbúnaði eugeotsins. Því auk barnalæsingar innan í urðum sem verkar þannig að aðeins er ægt að opna afturdyr utan frá, eru ljósin Pe'm eiginleikum búin að því aðeins er hægt d slökkva þau að drepið sé á bflnum. Peug- eotinn ekur því um með ljósin stanslaust á. Að þessu hljóta allir bifreiðaframleiðendur að keppa áður en langt um líður. Við ókum frá Jöfri, sem hefur nú umboð fyrir Peugeot, út á Álftanes — hægt og ró- lega meðan Anna áttaði sig á bflnum. Hún átti fyrst í erfiðleikum með gírstöngina; fannst gírarnir liggja of nálægt hver öðrum. Hún vandist þessu þó fljótt og að ökuferð- inni lokinni var hún orðin fyllilega sátt við þá. Annað mál var með bakkgírinn. Hann er við hlið fyrsta gírs og Anna hafði margsinnis á orði að þetta væri stór galli við bflinn því hætt væri við að ökumenn kynnu að ruglast á Tæknilegar upplýsingar 4-5 manna, fimm dyra, framhjóladrifinn, fimm gíra beinskiptur. Lengd: 4.05 Hæð: 1.63 Breidd: 1.38 Þyngd: 800 kg Vél: 4ra strokka, 1294 rúmsm. Þjöppun: 9.4:1. 1-100 km/klst: 14.8 sek. Hámarks- hraði: 162 km/klst. Framleiðandi: Automobiles Peugeot, Frakklandi. Umboð: Jöfur h.f. Nýbýlavegi 2 Kóp. Sími:42600. þessum tveimur gírum í aðgátsleysi og aka áfram í stað þess að bakka — eða öfugt. Þegar hún hins vegar reyndi að bakka frá húsinu sínu á Álftanesi kom babb í bátinn. Það reyndist nefnilega ekkert auðvelt að ruglast á fyrsta gír og bakkgírnum; reyndar var þetta svo erfitt að við urðum að lokum að kalla ljósmyndarann á vettvang og annan karlmann til. Ljósmyndarinn var kunnugur Peugeot-bflum og sagði að það væri alltaf eitthvað eitt við þessa bfla sem væri ekki eins og í öðrum bflum. Og það reyndist rétt vera! Ýta þarf litlu handfangi sem er á gírstöng- inni upp til þess að geta sett í bakkgír! Þegar þetta var komið á hreint hrósaði Anna þess- ari hönnun á gírunum. Anna ók bflnum eftir þröngum malar- troðningi með háum kambi á Álftanesinu. „Þetta er minn mælikvarði á það hvort bfll sé nógu hár fyrir íslenskar aðstæður," sagði hún og renndi bflnum eftir slóðanum. Hann stóðst prófið með glans. Börn Önnu sátu í aftursætunum dágóða stund og sögðu að aðstæður þar væru hinar bestu. Þau voru sett af við barnaskólann énda áttu bæði að mæta þar í tíma, og þá var bflinn prófaður á góðum, löglegum hraða. Anna hrósaði bflnum að því loknu. „Á þess- um vegi eru tveir afskaplega slæmir kaflar þar sem jafnvel bestu bflar nötra eins og tómar blikkdósir," sagði hún. „Þessi fann ekki fyrir þessu.“ Bfllinn reyndist einnig góður í hraðahindr- un í Hafnarfirði, sem Anna sagði að væri mesti skelfir ökumanna þar í bæ, enda ein- staklega úfin. Plássið í aftursætum var mjög gott þannig að leggjalengstu menn geta teygt vel úr sér, en e.t.v. eiga mjög háir menn erfitt með að reka ekki höfuðið uppundir. Farangursgeymslan reyndist gríðarstór. „Fínn fjölskyldubfll,“ var einkunn Önnu Ól- afsdóttur Björnssonar. Endanlegur dómur hennar var sá, að Peu- geot 309 Profil væri spennandi bíll með af- skaplega góða kosti. Stýrið fannst henni gott og bfllinn stöðugur, „liggur eins og klessa!“. Útsýnið reyndist mjög gott úr bflnum og engir dauðir blettir. Speglakerfið eins og best verður á kosið, reyndar hægt að stilla hliðarspegla innanfrá sem alltaf er mjög góð- ur kostur. „Það er mjög rökrétt skipan á öllu innandyra; maður er fljótur að átta sig á öllu og allt er innan seilingar,“ sagði Anna. „Bfll- inn fær því mín bestu meðmæli, en e.t.v. er hann í hærri kantinum hvað verð snertir ef hann er hugsaður sem fjölskyldubfll fyrir almenning. En hann er líka í háum gæða- flokki. Þá finnst mér galli að ekki skuli vera snúningshraðamælir í bflnum, því ég vil geta fylgst með því hvort ég er að pína bflinn. En hönnuðir fá hrós fyrir klukkuna í mælaborð- inu — hún er nauðsynleg stressuðu nútíma- fólki!“ Geta má þess að unnt er að fá útgáfu af Peugeot 309 Profil með snúningshraðamæli, en þá er hann orðinn nokkuð dýrari, eða 496.200 í stað 460.400, en í þeirri gerð eru framsætin upphituð og betra áklæði í sætum. ■ Eftir Aubl Styrkársdóttur 85

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.