Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 87

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 87
'-=*31 L í F S S T í L L ■ Margrét og Bolli í fremri stofunni. ■ í innri stofunni er horft á sjónvarpiö. ■ í forstofunni er þessi fallegi gluggi. MAGNÚS REYNIR JÓNSSON ■ Bolli aÖ lesa viö eldhúsboröiö. Miöstræti 5 í HÚSINU ERU þrjár íbúðir, neðri hæð, efri hæð og ris. Húsið vekur þegar í stað athygli vegfarenda fyrir stærð og yfir því hvílir undarlegur og seiðandi þokki, þótt ekki sé það ásjálegt að utan. Það var byggt árið 1907 úr norskum tilhöggnum viði og má kalla það einingahús á nútímavísu. Sveinn Jónsson í Völundi byggði húsið en bjó aldrei í því. Efri hæðina byggja Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskóla íslands og tveir synir hennar, Björn Ársæll Pétursson 18 ára og Bolli Thoroddsen fimm ára. Björn Ársæll var reyndar að heiman þegar myndin var tekin, stundar nám við Menntaskólann á Akureyri. Margrét keypti íbúðina árið 1979 og flutti inn á árinu 1980. Húsið var fremur illa farið og hafði viðhaldi verið illa sinnt, enda varð að skrapa upp og mála alla íbúðina og setja ný áhöld á bað og eldhús. Ómæld vinna liggur að baki þeirri mynd sem blasir hér við lesendum. Margrét kveinkar sér við tilhugs- unina um vinnuna sem að baki liggur, en sér reyndar ekki eftir henni. „Ég heillaðist af timburhúsum þegar ég kom eitt sinn í heim- sókn í slíkt hús og langaði eftir það ekki í önnur hús,“ segir hún. „Og svo finnst mér það sérstök tilfinning að búa í miðbænum.“ Margt er enn ógert í Miðstræti 5, einkum að utan. Myndirnar tala sínu máli um bygg- ingarlag gamalla tíma, þ.e. hinna efnameiri þess tíma - þeirra sem gátu haft vítt til veggja og hátt til lofts. Glæsileiki gamalla tíma, í stuttu máli. 87

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.