Þjóðlíf


Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 92

Þjóðlíf - 01.05.1987, Side 92
og skemmtanalíf allt margfalt fábreyttara en nú. Áhuginn einangraðist enda að mestu við Reykjavík á þessum bernskuárum knatt- spyrnunnar hér á landi — þótt íþróttin breiddist smám saman útum landið var höf- uðborgin aðalvígi hennar áratugum saman — allt þar til Akurnesingar hrepptu íslands- bikarinn fyrstir utanbæjarliða árið 1951. f dag dugar ekki að nefna hráa höfðatölu þeirra sem mæta á hvern einstakan leik til að meta áhuga almennings. Alls eru leiknir 90 leikir í 1. deildarkeppninni, um helming- ur þeirra á höfuðborgarsvæðinu, og það seg- ir sig sjálft að knattspyrnuáhugamenn velja og hafna. Stórleikirnir, þeir sem mestu máli skipta, draga að sér 2-3000 manns, aðrir minna. Á bikarúrslitaleik mæta 4000-7000 og á meiri háttar landsleiki 5000-15000. En heima situr stór hluti áhugamannanna og fylgist með í gegnum sjónvarp, útvarp og blöð. Þeir eru til sem þekkja hvern einasta 1. deildarleikmann með nafni, en fara samt aldrei sjálfir á völlinn. Áhugi manna á knattspyrnunni einskorð- ast síðan alls ekki við það sem er að gerast innanlands. í auknum mæli fáum við heim í stofu stórleiki hvaðanæva að úr heiminum. „Enski boltinn" var nær einráður í 12-14 ár en síðustu misserin hefur úrvalið stóraukist. Allir markverðustu leikir heimsmeistara- keppninnar í Mexíkó 1986 voru sýndir beint í íslenska sjónvarpinu og þar og á Stöð 2 gefur að líta í hverri viku enska, ítalska, vestur-þýska og franska knattspyrnu. Þetta hefur óumflýjanlega áhrif á áhuga og aðsókn að leikjum íslenskra liða. Það segir sig sjálft að þegar þér nægir að kveikja á sjónvarpinu og getur horft í makindum þínum heima í stofu á bestu knatt- spyrnumenn heims leika listir sínar í völdum og niðurklipptum bútum úr þýðingarmestu leikjunum — þá eru minni líkur á að þú farir í lopapeysuna og kuldastígvélin og norpir úti í tæpa tvo tíma við að horfa á tvö íslensk lið sem standast engan samanburð við Juvent- us, Liverpool, Bayern eða önnur í þeim dúr. Áhuginn eykst en aðsóknin minnkar. Þetta er þversögn sem samt stenst fyllilega og aðalástæðurnar hafa þegar verið raktar. Á tímum vaxandi samkeppni um frístundir og áhugamál almennings er þróunin í ís- lenskri knattspyrnu síðan sú að allir sem ná verulega góðum árangri leita hófanna er- lendis og þeir bestu eru keyptir til atvinnu- liða. Ekki hjálpar það til. Það er því fagnað- arefni þegar atburðarásin snýst við og snjall- ir leikmenn ganga til liðs við íslensk félög. Pétur Pétursson sneri heim úr atvinnu- mennskunni í fyrra og gerði Skagamenn að bikarmeisturum. Nú er hann genginn til liðs við KR-inga og leikur með þeim í sumar. Það er öruggt að á hvern leik Vesturbæjarl- iðsins munu mæta heldur fleiri áhorfendur ella — til að sjá Pétur. Einstaklingar sem skara framúr hafa nefnilega meira aðdrátt- arafl en jafnar og sterkar liðsheildir, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þegar þetta er skrifað eru uppi vangaveltur um hvort Ragnar Margeirsson, Guðmundur Torfason eða Guðmundur Steinsson komi ______________í Þ R Ó T T I R________________ heim í sumar og leiki í 1. deildinni. Því fleiri, því betra, frá sjónarhóli íslenskra áhorf- enda. Snúum okkur þá að sjálfu íslandsmótinu 1987 og því sem þar má búast við. Við fyrstu sýn virðist hægt að skipta liðunum tíu í 1. deildinni i þrjá flokka. Valur, Fram og KR sem berjist um íslandsmeistaratitilinn, Akranes, Keflavík og Þór verði um miðja deild og Víðir, FH, Völsungur og KA heyji baráttu fyrir lífi sínu. { heild er ekki við því að búast að stórvægilegar breytingar verði á þessari flokkun þegar upp verður staðið. En knattspyrnan er óútreiknanleg, topplið get- ur hrunið saman, miðlungslið orðið ósigr- andi eða fallkandídat gert usla. Þannig er knattspyrnan og einmitt þetta eykur vin- sældir hennar. Það er aldrei hægt að sjá allt fyrir. Framarar eiga meistaratitil að verja í fyrsta sinn í 14 ár. Þeir munu tefla fram nokkuð breyttu liði, Guðmundur Torfason og Guðmundur Steinsson sem skoruðu 29 af 39 mörkum liðsins í 1. deild í fyrra eru horfnir á vit ævintýra erlendis og Gauti Lax- dal, sem var kjörinn efnilegasti leikmaður 1. deildar í fyrra, er farinn til KA. í staðinn eru Þróttararnir Kristján Jónsson og Pétur Arn- þórsson komnir í Safamýrina og ekki útilok- að að annar Guðmundurinn eða báðir skjóti upp kollinum á ný á miðju sumri. Framarar hafa burði til að vera í fremstu röð en óviss- uþættirnir eru nokkuð margir. Valsmenn misstu af titilinum í fyrra á óhagstæðri markatölu og í ár tefla þeir fram mun sterkara liði, a.m.k. á pappírunum. Landsliðsmiðvörðurinn Sævar Jónsson er kominn heim frá Noregi, Njáll Eiðsson er kominn aftur eftir fjögurra ára fjarveru, Guðmundur Baldursson fyrrum landsliðs- markvörður úr Fram er genginn í Val og sömuleiðis Ólafur Jóhannesson, harðjaxlinn úr FH. Og ekki má gleyma Inga Birni Al- bertssyni, markakóngi íslandsmótsins frá upphafi, sem hefur þjálfað og leikið með FH síðustu þrjú árin. Hann er orðinn 35 ára en hefur samt burði til að slást um marka- kóngstitilinn. Miðað við mannskap yrðu það vonbrigði fyrir Valsara að hafna í öðru sæti. Seinni hluta síðasta sumars voru KR-ing- ar ósigrandi. Slakt gengi framanaf varð til þess að þeir máttu sætta sig við fjórða sæti en þann árangur ættu þeir að bæta í ár. Gunnar Gíslason, landsliðsmiðvörðurinn öflugi, er reyndar farinn til Noregs og mikið veltur á hvort skarð hans verður fyllt. KR- inga hefur vantað afgerandi markaskorara undanfarin ár en nú hafa þeir fengið Pétur Pétursson, og Víkinginn Andra Marteinsson að auki en hann skoraði 17 mörk í 2. deild í fyrra. Veikari varnarlega, sterkari sóknar- lega - Vesturbæingar gera sér vonir um að fyrstu íslandsmeistararnir hampi bikarnum á ný eftir 19 löng ár. Ákurnesingar hafa orðið bikarmeistarar fjórum sinnum og {slandsmeistarar tvisvar það sem af er níunda áratugnum. Meira en flest félög geta státað af í allri sinni sögu. En hvað gera þeir án Árna Sveinssonar, Guð- jóns Þórðarsonar, Péturs Péturssonar og Júlíusar Ingólfssonar sem allir eru horfnir á braut frá síðasta keppnistímabili? Á pappír- unum er þetta of stórt skarð til að það verði fyllt í einni svipan og því má búast við tíðindalitlu ári umsköpunar á Akranesi. Lið Keflvíkinga er frægt fyrir baráttuvilja sinn og elju, frekar en fíngerða og áferðar- fallega knattspyrnu. Það skorar ekki mikið en Þorsteinn Bjarnason fær ekki mörg mörk á sig. Leikir ÍBK eru jafnan tvísýnir og reikna má með liðinu svipuðu og í fyrra. Þar getur brugðið til beggja vona en Keflvíkingar eru líklegri til að halda sér réttu megin við miðja deild. Þórsarar náðu ekki í fyrra að fylgja eftir þriðja sætinu sem þeir hrepptu árið 1985. Þeir virtust staðnaðir og skorta fyrri metn- að. Jóhannes Atlason er tekinn við þeim á ný eftir árshvíld frá störfum og gjörþekkir þann mannskap sem hann hefur í höndun- um. Takist honum að fylla í holurnar sem mynduðust í fyrra geta Þórsarar á ný ógnað efstu liðum, en annars er liðið orðið nægi- lega leikreynt til að halda sínum hlut í deildinni. Víðismenn eru merkilegasta fyrirbæri í íslenskri knattspyrnu síðustu árin. Hvernig þokkalega sterkt 3. deildarlið gat orðið að 1. deildarliði á mettíma er mörgum hulin ráð- gáta, en það segir sitt um piltana úr Garðin- um að þeim skuli hafa tekist að halda sæti sínu í deildinni í tvö ár. Þeim er spáð fallbar- áttu sem fyrr en það er ekki jafn sjálfgefið og áður. Hafnarfjörður virðist seint ætla að verða tekinn alvarlega sem knattspyrnubær, og ekki eru fyrirsjáanlegar miklar breytingar á því í ár. Með Inga Birni Albertssyni og Ólafi Jóhannessyni eru farnir tveir þeir máttar- stólpar sem mest héldu FH-Iiðinu á floti í fyrra og erfiður róður virðist framundan. Állt annað en hörð fallbarátta reiknast sem ágætur árangur hjá FH. Húsavík státar nú af 1. deildarliði í fyrsta skipti. Völsungar tóku 2. deildina með trompi í fyrra eftir áralanga baráttu og verð- skulda að fá að spreyta sig á því erfiða verkefni sem við þeim blasir. Ýmsir snjallir leikmenn hafa verið orðaðir við Völsung í vetur, án þess að úr hafi orðið, og kannski er það happ fyrir Húsvíkinga. Með framtíð- ina í huga er mesti ávinningurinn fólginn í því að heimamenn fái sem mesta reynslu — takist þeim að halda sínum hlut í sumar standa þeir enn betur að vígi næst. KA hefur hoppað á milli 1. og 2. deildar í 10 ár án þess að finna fótfestu. Samkvæmt þeirri reynslu er einfalt að spá liðinu fallbar- áttu, Akureyrarliðið gæti samt orðið sýnd veiði en ekki gefin. Mikið veltur sennilega á því hvernig Tryggva Gunnarssyni tekst upp gegn vörnum 1. deildarliða. Hann hefursíð- ustu fjögur árin skorað yfir 100 mörk á íslandsmóti fyrir ÍR og KA í 4. og 2. deild og hann og KA-liðið standa í svipuðum sporum þurfa að sanna sig. Sem sagt, loðnir spádómar um liðin 10 í 1. deild og aðeins eitt er öruggt: Þeir koma ekki allir fram! ■ Eftir Ví6i Sigurðsson 92

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.