Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 9
j*ær eni þar enn
Konurnar í Greenham Common
það
VAR ÁRIÐ 1981 að
^ nmu iioi ou hópur breskra
. fnna hóf mótmælaaðgerðir við banda-
efS, herstöðina í Greenham Common, sem
r 1 Berkshire-héraðinu í Englandi, um eitt
nurað kílómetrum fyrir vestan Lundúni.
otmælin beindust þá gegn þeim áformum
Setja þar upp kjarnorkueldflaugar. Eld-
augarnar komu 1983 og eru þar enn. Þrátt
o in[' Vosbúð umhleypinga, frosthörku vetrar
g barsmfðar lögreglu hafa konurnar ekki
lst UPP og hætt sinni mótmælastöðu. Þær
svo í*ar enn Þær se£)ast ætta a^ vera Þar
lengi sem vopnin ægilegu leynist þar í
tirgröfnum hervirkjum. Sumar konurnar
ga jafnvel enn lengra og segja að þær
þa^nu berjast áfram þó svo að vopnin hverfi
q0 an ÞVI að barátta kvennanna í Greenham
. rnmon sé friðarbarátta allra kvenna í
hn°tskurn.
q Þegar hugur manns leitar til kvennanna í
þa en"am Common — þessara valkyrja
va|< Unnar gegn kjarnorkuvopnum -
spurningar. Hvað vakir
ejgar Þeim ■ Hvers vegna bara konur? Hvað
°K f sameiginlegt með öðrum kvenna-
n arhreyfingum? Eru þær leifar þess
hugsunarháttar friðar, frelsis og félags-
hyggju, sem setti mikinn svip á síðasta áratug
en straumar gagnsemis- og einstaklings-
hyggju hafa nú skolað á brott?
Til þess að fá svör við einhverjum þessara
spurninga heimsótti ég konurnar nýlega. Þær
tóku á móti mér með hæfilegri tortryggni, en
þegar ég kannaði möguleikana á heimsókn
var mér sagt, að þar sem ég væri karlmaður
gæti mér reynst erfitt að vinna traust þeirra
og að ég væri hreint og beint óvelkominn
eftir að rökkva tæki.
AÐGERÐIRNAR OG TILGANGURINN.
Það sem sameinar konurnár í Greenham
Common er andstaðan við kjarnorkuvopn
og viljinn til að láta hana í ljós opinberlega.
Að öðru leyti er afstaðan til markmiða og
leiða og forsendur þeirra mjög einstaklings-
bundnar. Flestum þeim sem ég talaði við bar
saman um að mikilvægur tilgangur með að-
gerðunum væri að sýna fram á að þarna ætti
sér stað skrípaleikur.
í fyrsta lagi telja þær þetta skrípaleik því
þær leynilegu kjarnorkuvopnaæfingar og at-
hafnir sem þarna fara fram eru augljósar
• Konurnar í Greenham Common
ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON
• Jean Hatchinson, ein af þremur áhrifamestu
konunum í Greenham Common
hverjum þeim sem áhuga hefur. Að þeirra
sögn hafa æfingar af þessu tagi farið fram 37
sinnum frá 1983. Herflutningalestir með
kjarnorkueldflaugar eiga að laumast í skjóli
nætur á stað einn þar sem skjóta á flaugunum
á loft. Allt á þetta að fara fram með mikilli
leynd. Konurnar segjast hins vegar sjá það á
athöfnum herliðsins þegar æfingar eiga að
fara að hefjast og þær segjast einnig hafa
9