Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 68
FÓLK Hvað er á seyði? Athyglisverd eldhússýning í Þjóöminjasafninu HIÓÐIR, LANGELDUR, seyðir og Rafha eldavél eiga það sameiginlegt að vera sýn- ingargripir á bráðskemmtilegri yfirlitssýn- ingu um eldhúsið frá landnámi og fram á þessa öld. Sýningin er í senn mjög fróðleg og skemmtilega sett upp. Við sýningagripina eru viðeigandi tilvitnanir í íslenskar bók- menntir frá hverjum tíma og málshættir sem eiga ættir að rekja til eldhússins. Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur og starfsmaður Þjóðminjafnsins á heiðurinn að sýningunni. Eldhúsið er aðaláhugamál hennar innan sagnfræðinnar og segist hún geta hugsað sér að vinna að frekari rannsóknum um elda- mennsku íslenskra kvenna í gegnum tíðina. Lítið hefur verið unnið að slíkum rannsókn- um og það sem hefur verið gert er aðallega frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Til dæmis hefur Skúli Guðjohnsen skrifað bók um mataræði fornmanna og Baldur Johnsen einnig. Það er margt ólíkt með Islendingum og öðrum þjóðum hvað eldamennsku varð- ar. Þróunin hefur verið mun hægari á íslandi en annarsstaðar í Evrópu og geymsluaðferð- ir aðrar. Saltleysi hrjáði íslendinga og var matur því súrsaður og reyktur til geymslu. • „Ekki rjúka allir seyðar senn.“ Forn seyðir. Harðfiskur kom að mestu í stað brauðs því mjölhnefinn var bæði dýr og fágætur. Um þetta og margt annað fróðlegt má lesa í mjög vandaðri sýningaskrá. Sjón er sögu ríkari og má segja sýningin sé fyrir alla þá sem ein- hvern áhuga hafa á lifnaðarháttum íslend- inga í gegnum aldirnar. • Ragheiöur Óladóttir SIGRÍÐUR S. GUNNARSDÓTTIR SIGRÍÐUR S. GUNNARSDÓTTIR • „Sumir eiga ekki að miklum kolum að blása. Husqvarna kolaeldavél með ýmsum eigulegum fylgihlutum. QinpímiRC miMWABQnnTTIR • „Ég á ekki baun.“ Kaffibrennari á hlóðaþrífæti og kaffikanna úrtini frá 18. öld. • „Að vera hvorki hrár né soðinn." Moðsuðukassi frá fyrri hluta aldarinnar. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.