Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 41
FÓLK
>
Hef stefnt að þessu
starfi
SEGIR Ólöf Magnúsdóttir, útibússtjóri
Búnaðarbankans í Kringlunni. Hún telur að
em ástæðan fyrir því að konur ná svo sjaldan
valdastöðum sé sú að þær stefni ekki hátt á
vmnustöðurn. En það er aðeins ein ástæðan,
Segir Ólöf. Konum er yfirleitt haldið niðri og
Þ®r þurfa að hafa meira fyrir stöðuhækkun-
Ufn en karlmenn.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sæki
um stöðu," segir Ólöf. „Annars held ég að
Búnaðarbankinn standi sig vel í að ráða
konur í ábyrgðarstöður." Ólöf er gift
Ljartani Thors jarðfræðingi og eiga þau þrjú
börn.
• Norræni sumarháskólinn sólar sig á Hvanneyri
Norrænn Sumarháskólí
Tengirsaman háskólafólk úrýmsum greinum
starfa um sameiginlega verkefnaskrá á öllum
Norðurlöndum. Menn kynna sér málin og
hittast einu sinni í mánuði til þess að bera
saman bækur sínar. Svo hittast fulltrúar allra
hópanna einu sinni á vetri og kynna hvað
hóparnir hafa verið að gera. Á sumrin er svo
haldið þing þar sem allir hóparnir mætast og
það eru haldnir fyrirlestrar, umræður og
ýmsar uppákomur aðrar. Á þessum þingum
verða oft til nýir hópar. Hver hópur starfar í
þrjú ár og hætta menn þá yfirleitt að starfa
við háskólann.
Verkefnið sem íslenski hópurinn er með
að þessu sinni heitir Æstetik, kön og kultur,
eða kynbundin fagurfæði. Hópurinn er fjöl-
mennur eða um fimmtán manns, ýmist há-
skólafólk eða fólk úr ýmsum stéttum. Það er
séreinkenni á íslensku hópunum að það taka
fleiri þátt í þessu starfi en háskólafólk.
Reynt er að halda breidd hvað fög varðar
og hafa starfandi í hópunum fólk í félags-
vísindum, hugvísindum og raunvísindum.
Það er einnig stefnt að því að taka fýrir mál
sem eru ofarlega á baugi. Fjölmennasti
hópurinn núna fjallar um sálfræðileg efni og
þá vakningu sem á sér stað um norðurlönd í
þeim efnum. Þá er litið á málin á breiðum
grundvelli en ekki faglegum, sem þýðir að
það er reynt að svara spurningunni hvað er
að gerast í þessum málum og hvers vegna, en
ekki verið að deila um hvort einhver aðferð
er betri en önnur.
Þeir sem eru í þessum hópum eru í fullri
vinnu. Þetta er áhugamannastarf sem tengist
oftast fögum þáttakenda, þótt hitt sé reyndar
til að menn starfi við eitthvað allt annað en
það sem þeir fást við í N.S.U. Menn eru að
halda sér við og víkka sjóndeildarhringinn.
Þessi skóli er opinn fyrir alla en það er yfir-
leitt þannig að mönnum er boðin þáttaka."
• Ragnheiöur Óladóttir
Holiday Inn á íslandi
fJýLEGA var opnað nýtt hótel við Sigtún í
eykjavfk. Það er hluti af Holiday Inn
, eöjunni sem er með 1700 hótel um allan
Clrn °g er ísland fyrst Norðurlanda til að
Pia slíkt hótel. Hótelið fær afnot af nafninu
j^gn því að uppfylla vissan staðal sem
oiiday Inn keðjan setur. Þetta mun vera
lna Holiday Inn hótelið í heimi sem hefur
eúan pott.
Herbergin eru 100 talsins, þar af þrjár
svítur, tíu eins-manns herbergi og 87 tveggja
manna herbergi. Gisting í svítu kostar 6.200
ísl krónur. Salir eru stórglæsilegir og eru
ætlaðir fyrir listýningar og til fundarhalda.
Matsalurinn er opinn öllum almenningi svo
og barirnir Skáteigur og Háteigur.
Eigandi Holiday Inn er Guðbjörn Guð-
jónsson en hótelstjóri er Jónus Hvannberg.
* Ólöf Magnúsdóttir útibústjóri
SUMARHÁSKÓLI hefur verið starfandi á
Norðurlöndum síðan 1951 á vegum
Norðurlandaráðs. Árlegt sumarmót skólans
var haldið að Hvanneyri í byrjun ágústmán-
aðar. ÞJÓÐLÍF kom að máli við Gest Guð-
mundsson sem hefur starfað við skólann
undanfarin ár til þess að kynnast þessari
starfsemi nánar. Það lá beinast við að byrja á
byrjuninni og spyrja: Hvað er norrænn
sumarháskóli?
„Norænn Sumarháskóli eru samtök undir
verndarvæng Norðurlandaráðs og starfa við
hann yngri háskólamenn," segir Gestur.
„Tilgangur skólans er að brjóta nýjum efn-
um braut, tengja saman fólk sem er að vinna
að nýjungum á sínu sviði og ná saman fólki í
ólíkum greinum. Sem dæmi má nefna æsku-
lýðsrannsókn sem ég vann við í þrjú ár. Það
er svið sem fólk í mörgum greinum fékkst
við, t.d. fólk í uppeldisgreinum og tónlistar-
fræði. Þetta fólk var í ýmsum greinum og
þarna var vettvangur fyrir það að hittast og
rannsaka sameiginlegt mál sem var nýtt svið í
öllum þessum greinum. Upp úr þessum
rannsóknum var sett á fót stofnun sem sér
um rannsóknir á æskulýðmálum.
Starfsemin fer þannig fram að hópar
41