Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 71
(ÞRÓTTIR ur eru á að einhverjir þeirra verði mættir til leiks eftir eitt ár. Það er ekki spurning að uppgangur og frammistaða landsliðsins á sinn þátt í þessari þróun. Landsliðsmennirnir standa betur að vígi í undirbúningnum fyrir ólympíuleikana með því að leika hér heima og hugarfarið hefur breyst. Eftir því sem 1. deildin styrkist hafa leikmenn minna að sækja til útlanda, getan og breiddin aukast hér heima, áhugi alniennings blossar upp á ný og 1. deildar- keppnin ætti aftur að skipa þann sess sem hún á skilinn. Breytt fyrirkomulag leggur líka sitt af mörkum til þess að gera deildina skemmtilegri og áhugaverðari. í fyrra léku 10 lið í 1. deild hefðbundna tvöfalda umferð, °g það gaf góða raun. Áhorfendum fjölgaði á ný í Reykjavík og ekki síst við uppgang »nýju“ liðanna, KA og Breiðabliks. Á Ákureyri var sérstaklega ánægjuleg þróun, hvað eftir annað um eða yfir 1000 manns á heimaleikjum KA, og áhuginn þar ætti enn að aukast þar sem Þór mun líka leika í 1. úeildinni í vetur. Mótið í vetur verður einnig heillegra en aður, ekki sundurslitið eins og brunnið hefur v'ð síðustu árin. Nú verður 1. deildin leikin í tvennu lagi, fyrri umferðin frá 30. september úl 15. nóvemberogsúsíðarifrá24.janúartil ^O. mars. Lokaumferðir bikarkeppninnar lara síðan fram í apríl. Á þessum tveimur hrnabilum verða engin löng hlé, mest 9 dagar ^rir jól og einu sinni 13 dagar í febrúar. Landsliðið verður í aðalhlutverki frá miðjum nóvember framí janúar, annars leikur það 'úest í miðri viku á milli umferða meðan úeildin er í gangi. Þetta hefur mikið að segja hyrir áhuga almennings á mótinu, fólk hefur stUndum gleymt stöðunni og hvað var að §erast í löngum hléum og hætt að fylgjast 'heð. Þjálfarar hafa verið í mestu vandræð- Urn með að fá lið sín til að „toppa" á réttum tlIna, því útilokað er að gera það oft á sama keppnistímabilinu. Nú hafa þeir tvær dag- Setningar til að miða við í þjálfuninni, 30. September og 24. janúar. Það er athyglisvert að svona vel skuli hafa tekist til við niðurröðun 1. deildarinnar ein- rtlltt núna þegar landsliðið er í löngum og rr'arkvissum undirbúningi fyrir ólympíuleik- ar,a haustið 1988. Landsliðið stefnir að ein- ^111 „toppi“ í vetur, heimsbikarkeppninni í ^VtÞjóð í janúar, og hefur frið og tíma til Pess. 'ai • Bogdan hefur stefnt á fjóra „toppa" hjá hdsliðinu á tveggja ára tímabili, Eystra- jPhskeppnina í janúar 1987, Júgóslavíu- 'karinn í júní 1987, heimsbikarinn í janúar y88 og ólympíuleikana í september 1988. ,°num hefur verið gefinn þokkalegur j'nnufriður, án þess að það bitnaði um of á s|andsmótinu. V/ERI EKKI úr vegi að staldra aðeins við 8 nfja Upp hvernig leikar fóru síðasta vetur. 'kingar urðu íslandsmeistarar með nokkr- 111 yfifburðum og höfðu tryggt sér titilinn • í vetur gefst íslenskum handknattleiksunnendum kostur að sjá þjóðhetjuna Einar Þorvarðarson verja mark Vals þegar enn voru þrjár umferðir eftir. Þeir fengu 29 stig úr leikjunum 18, Breiðablik fékk 26, FH 25, Stjarnan 22, Valur 22, KA 20, KR 13, Fram 12, Haukar 10 og Ármann aðeins 1 stig. Haukar og Ármann féllu í 2. deild en sæti þeirra taka í R og Þór Akureyri. Það má búast við harðri keppni í 1. deild karla, á toppi og botni. Ef reynt er að flokka liðin niður eftir styrkleika virðist við fyrstu sýn líklegt að Víkingur og Valur verði í fremstu röð og lið FH, Stjörnunnar, Fram, Breiðabliks og KA geti öll veitt þeim keppni í efri hluta deildarinnar. KR-ingar gætu átt í erfiðleikum og ekki ólíklegt að þeir berjist í neðsta hlutanum ásamt nýju liðunum tveim- ur, ÍR og Þór. Svona flokkun er þó alltaf varasöm og getur verið fljót að riðlast. í fyrra var t.d. Stjörnunni af flestum spáð meistara- titlinum en liðið var mestan part vetrar fyrir neðan miðja deild. Fáir höfðu trú á miklum afrekum Víkinga í upphafi síðasta keppnistímabils og almennt var reiknað með þeim um miðja deild. Ann- að kom á daginn, Víkingar virtust hafa mesta metnaðinn og seigluna og sigldu gegnum mótið með glæsibrag. Guðmundur Guð- mundsson og Kristján Sigmundsson voru þeirra homsteinar og verða það vafalítið einnig í vetur, að ógleymdum Sigurði Gunnarssyni. Til viðbótar eru landsliðs- mennirnir Karl Þráinsson, Árni Friðleifsson og Bjarki Sigurðsson, allir ungir að árum en mikil efni og t.d. Karl og Árni komnir með óhemju mikla reynslu miðað við aldur. Hilmar Sigurgíslason og Siggeir Magnússon eru heldur ekki fjarri landsliðsklassanum. Árni Indriðason stjórnar Víkingum áfram og hefur þegar sannað ágæti sitt sem einn okkar hæfustu þjálfara. Víkingar verða við topp- inn, á því leikur varla vafi. Breiðablik var spútniklið 1. deildarinnar í fyrra og vann sér sæti í Evrópukeppni eftir að 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.