Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 22
Schliiter gerir út á óttann
Ná verkalýdsflokkarnir meirihluta í
Danmörku?
POUL SCHLUTER forsætisráðherra Dana
kom pólitískum keppinautum sínum í opna
skjöldu með því að rjúfa þing snögglega og
boða til kosninga 8. september. Augljóslega
hefur hann talið hag sínum best borgið með
því að forðast tvennt: langa kosningabaráttu
og að takast á við fyrirsjáanlega efnahags-
örðugleika haustsins.
Kjörtímabil minnihlutastjórnar hægri
flokkanna rcnnur ekki út fyrr en í janúar, og
stjórnin hafði marg oft lýst því yfir að hún
hygðist sitja út það tímabil, svo að allir
bjuggust við kosningum á tímabilinu
nóvember-janúar. Hins vegar hafa óveðurs-
skýin hrannast upp á spákortum efnahags-
sérfræðinganna, þannig að Schluter hefur
séð fram á að þurfa að grípa til óvinsælla
efnahagsaðgerða skömmu fyrir vetrarkosn-
ingar. Þess utan telur hann stjórn sína munu
hagnast á því að gengið sé til kosninga án
langs fyrirvara, því að stjórnarandstæðingum
muni ganga erfiðlega að hanna kosninga-
baráttu sem nái til almennings. Kjósendur
muni hneigjast til að kjósa stöðugleika og
óbreytt ástand, einkum þar sem efnahags-
örðugleikar steðja að, fremur en að velja þá
óvissu sem fylgir stjórnarskiptum. Schluter
hyggst greinilega höfða til ótta almennra
launþega og smáatvinnurekenda, en veit að
væntanlegar stjórnaraðgerðir hans mundu
vekja óánægjuöldu, sem verkalýðsflokkarnir
gætu hagnýtt sér.
HELSTA TROMP Schluters er stöðugleiki
stjórnar hans, en hún hefur setið að völdum í
fimm ár - síðan Anker Jörgensen ákvað í
opinberri heimsókn á íslandi að rétta
Schluter stjórnartaumana. Þar með lauk ára-
tugs skeiði óstöðugra minnihlutastjórna,
sem oftast lutu forystu krata.
Pólitískur stöðugleiki hægristjórnarinnar
og kjaraskerðingar hennar hafa vakið bjart-
sýni atvinnurekenda og þannig leitt til auk-
innar athafnasemi. Hagtölur hafa litið ögn
skár út en áratuginn á undan, og nokkuð
hefur dregið úr atvinnuleysi. Hins vegar hef-
ur verið dregið mjög úr opinberri þjónustu,
kjör atvinnuleysingja og annarra fátæklinga
hafa skerst verulega og kjör almennra laun-
þega versnað nokkuð. Hinn gífurlegi efna-
hagsbati sem Schluter lofaði, hefur þó ekki
sést enn, enda fann einn fréttaskýrandi upp á
nýrri kennisetningu í stjórnmálum: „Póli-
tískur stöðugleiki er kominn undir gleymsku
almennings".
Síðastliðinn vetur kom það fram að al-
menningur virtist vera að fá minnið aftur og
að sívaxandi hluti Iaunþega hugsaði Schluter
þegjandi þörfina. Samkvæmt nær öllum
könnunum njóta stjórnarflokkarnir og
stuðningsflokkur þeirra, Róttæki Vinstri-
flokkurinn, ekki lengur meirihlutafylgis
kjósenda. Sumar kannanir benda til þess að
stjórnin yrði að styðja sig við Framfaraflokk
Glistrups, en það væri eitur í beinum sóma-
kærri hægrimanna. Aðrar kannanir benda
hins vegar til þess að verkalýðsflokkarnir
muni hljóta meirihluta, - í þriðja sinn í sögu
Danmerkur.
I hin tvö skiptin varð þessi meirihluti til
lítils vegna samskiptaörðugleika krata og
Sósíalíska þjóðarflokksins. Því hafa forystu-
menn síðarnefnda flokksins lagt allt kapp á
að ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir sam-
starfi flokkanna. Þeir hafa étið í sig kröfur
flokksins um verulegan niðurskurð á
hernaðarútgjöldum og um róttæka atvinnu-
og kjarastefnu. Sósíalíski þjóðarflokkurinn
virðist reiðubúinn að ganga til stjórnar-
samstarfs við krata um stefnuskrá krata
einna, en þótt undarlegt megi virðast, hefur
einungis vinstriarmur krata viljað þekkjast
þetta bónorð. Miðjumenn Ankers og hægri-
armurinn hafa lýst því yfir að þeir treysti ekki
sósíalistum til stjórnarþátttöku - þeir muni
hlaupast undan merkjum. í raun vilja kratar
fyrir alla muni höfða til kjósenda á miðjunni
og forðast ótvíræðan vinstristimpil. Þótt
verkalýðsflokkarnir hafi færst nær hvor öðr-
um, hafa kratar lýst því yfir að þeir gangi
ekki til stjórnarsamstarfs við sósíalista nema
kratar auki fýlgi sitt við kosningar. -
Kannanir benda þó til hins gagnstæða en
sósíalistar virðast munu auka fylgi sitt meira
en nemur tapi krata.
HIN EINDREGNU BÓNORÐ sósíalista til
krata hafa leitt til þess að „villta vinstrinu"
hefur aukist ásmegin. Á tímabili virtust
Vinstrisósíalistar vera á leiðinni að þurrkast
út af þinginu og ýmsir helstu forystumenn
þeirra eru gengnir í raðir Sósíalíska þjóðar-
flokksins. Nýrri skoðanakannanir sýna hins
vegar að þeir eiga góða möguleika á að ná
2% atkvæða en það nægir til að fá þingmenn.
Á vormánuðum skaut upp nýjum róttækum
verkalýðsflokki, sem virðist eiga möguleika
á að ná þingmönnum. „Fælles Kurs“
flokkurinn myndaðist við klofning út úr
kommúnistaflokknum, en hann nýtur hins
• Poul Schluter - boðaði til kosninga með
skemmsta mögulega fyrirvara.
vinsæla formanns síns, Preben Möller Hcw-
sen, sem hefur leitt farmannasambandið í tvo
áratugi og náð miklum árangri. Flokkurinn
mótaði stefnu sína með því að búa til sam-
nefnara úr stefnuskrám allra flokksbrota á
vinstri vængnum og hefur góða möguleika á
að safna atkvæðum þeirra, en þau hafa num-
ið samanlagt yfir 2% í undanförnum kosn-
ingum. Auk þess geta Preben og félagar
höggvið stórt skarð í raðir Vinstrisósíalista,
og róttækt verkafólk mun hugsanlega Iýsa
yfir andstöðu við linku krata og sósíalista
með því að kjósa „villta vinstrið". Græningj-
ar, sem nú bjóða fram í fyrsta sinn, munu
höggva skarð bæði í raðir vinstrimanna og
miðjumanna og að öllum líkindum fá nokkra
þingmenn.
Á HÆGRI VÆNGNUM virðist Framfara-
flokkur Glistrups halda velli sem smáflokk-
ur. íhaldsflokkur Schluters og Miðdemó-
kratar F.rhard Jacobsens hafa góða mögu-
leika á því að bæta stöðu sína, en Kristileg'
þjóðartlokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn
(„Venstre") eiga fylgistap á hættu. Þetta
fjórstirni mun halda áfram að stjórna land-
inu, ef það fær fylgi til þess, en geti þeir ekki
stjórnað lengur í samstarfi við miðjuflokkinn
Radikale Venstre, er hætt við að samstarliö
rofni. Nái kratar hreinum meirihluta með
Sósíalíska þjóðarflokknum, getur verið að
þeir ntyndi „verkalýðsstjórn". Fyrst munu
þeir þó reyna að mynda „þjóðstjórn ' þvert