Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 18
ERLENT Snúist gegn kynþáttahatri Slagsmál í midborg Stokkhólms KVÖLD EITT FYRIR stuttu var ungur ír- anskur flóttamaöur meö hæli í Svíþjóð á leið í gegnum gamla bæjarhluta Stokkhólms í átt að neðanjarðarlestunum. Þessi írani hafði orðið fyrir þeirri sérstæðu reynslu að tvær stjórnir heimalands hans höfðu séð ástæðu til að misþyrma honum illilega. Fyrst gekk leynilögregla keisarans í skrokk á honum og er keisarinn var fallinn tóku byltingarverðir Khomeinis erkiklerks við. Og þetta kvöld fékk hann enn einu sinni að kenna á kærleika mannanna. Að því er virðist án nokkurs til- efnis réðust að honum sjö snoðinkollar (skinheads) og misþyrmdu honum svo að þeir hafa nú verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps. Nokkrar undanfarnar helgar hefur svo legið við slagsmálum í miðborg Stokkhólms er þar hafa samtímis gengist fyrir aðgerðum tveir hópar með gerólíkar skoðanir á þeirri flóttamannapólitík sem Svíar hafa hingað til fylgt. Annarsvegar hafa þar staðið snögg- klipptir fylgismenn hins hálffasíska Sví- þjóðarflokks (Sverigepartiet) en andúð á innflytjendum (og þá fyrst og fremst þeim hörundsdökku) er snar þáttur í þeirra stefnu. Andspænis þeim hafa svo staðið félagar í ýmsum samtökum sem berjast gegn kyn- þáttahatri og fordómum. Ekki hefur enn komið til verulegra átaka og er það helst þakkað fjölmennu lögregluliði er haldið hefur hópunum aðskildum. Þessir atburðir hafa vakið upp almenna umræðu um innflytjendastefnuna hér í landi og hvort raunveruleg hætta sé á beinum átökum milli hægrisinnaðra Svía og inn- flytjenda. Það hefur enn ýtt undir kvíða manna að í Kaupmannahöfn hefur hópum ungra manna, svokallaðra „grænjakka", tekist það ætlunarverk sitt að hrekja allar hörundsdökkar fjölskyldur úr einu þeirra hverfa er grænjakkarnir líta á sem „sitt". Hafa þeir beitt hinum fólskulegustu aðferð- um og ekki hikað við að hræða börn og mis- þyrma þeim til að ná tilgangi sínum. Er það enda eðliseinkenni slíkra heybróka að velja sér veikastan andstæðing og þó fara að hon- um í fjölmennum flokk. Hér við bætist að í Svíþjóð eru starfandi sterk og vel skipulögð samtök gegn kyn- þáttahatri og hafa þau rekið árangursríka baráttu. Víða hafa líka íbúasamtök eða hverfanefndir tekið sig til og haft frumkvæði að nánari kynnum Svía og innflytjenda. Meðal annars hefur þetta verið gert með því að efna til fjölskylduskemmtana þar sem • Þeim Svíum fer fskkandi sem hafa verulega andúð á innflytjendum íbúarnir sjálfir standa fyrir uppákomum > anda eigin menningarhefða. Gefst mönnum þá nokkurt færi á að kynnast nánar þeim fjölbreytileika mannlífsins sem þjóða- blöndunin hefur í för með sér. Snar þáttur þessara uppákoma er að gefa mönnum tæki- færi til að reyna framandi matargerðarlist og getur undirritaður vitnað að þar leynist margt er tekur hinum sænsku kjötbollum fram, að þeim annars ólöstuðum. Svona samkomur þykja hafa gefið góða raun og íbúarnir snarlega hrakið af höndum sér kyn- þáttahatara hafi þeir reynt að stinga þar nið- ur fæti. Fóstrur og kennarar hafa einnig verið virkir þátttakendur í baráttunni. Þannig gerðist það í einum skóla er þar fór að verða vart kynþáttafordóma með tilheyrandi veggjakroti og ofsóknum, að kennarar tóku nokkra daga í að leiðbeina nemendum um sögu og afleiðingar kynþáttafordóma með dæmum frá t.d. Suður-Afríku og Þriðja rík- inu. Að þeirri yfirferð lokinni fóru svo nem- endur og kennarar sameiginlega yfir skóla- lóðina og þvoðu burt nasísk slagorð og tákn. Viðhorfskannanir benda og til þess að þeim fari heldur fækkandi sem verulega andúð hafa á innflytjendm. Fólk er skiljan- lega heldur varkárt gagnvart því sem þal') ekki þekkir en ljóst er að hæfileg blöndun er mönnum almennt ekki á móti skapi. Jafn- framt virðist fólk sér meðvitað um að sá ott* sem það þó ber í brjósti stafar fyrst og frems* af vanþekkingu og hleypidómum. Lætin 1 Stokkhólmi verða e.t.v. skiljanlegri í lj°sí þessa. Aðgerðir snoðinkollanna lýsa ekk* vaxandi styrk þeirra heldur þvert á móti or- væntingu er ekkert gengur. Þar með er þó ekki sagt að allt sé eins og best verður á kosið. Hörundsdökkir innflyiJ' endur (flóttafólk) verður enn víða fyrir að' kasti og sætir misrétti. Mörg dæmi hafa verm dregin fram í dagsljósið um harkalegar að- gerðir einstakra lögreglumanna gagnvad flóttamönnum. Þannig vakti það mikla ólgu 1 landinu fyrir stuttu er uppvíst varð að tæp' lega tveggja ára gömul telpa frá Perú hafð1 verið höfð í haldi á lögreglustöð í u.þ l1' sólarhring meðan lögreglan leitaði foreldm hennar en vísa átti þeim úr landi þar eð um sókn þeirra um að fá hæli sem pólitísk,r flóttamenn hafði verið hafnað. Þá mun vera heldur óskemmtilegt fyrir hörunds dökka að leita sér afþreyingar á danshúsu*1’ svo ekki sé á það minnst ef sænskar stúlk11 leyfa sér þá ósvinnu að taka slíka fram >' Svía. Við slíku verður þó trúlega lítt gertsV ^ lengi sem áfengið er með í spilinu og ve - upp hinum verstu hliðum manna og v>ðn karla til kvenna einkennist af óðalshugs unarhætti. En reynslan héðan frá SvipJ1 sýnir að kynþáttahatur er ekkert náttuj _ lögmál og að með virkri baráttu má hal 1 skefjum þeim er slíkt vilja stunda. • Ingólfur V. Gíslason 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.