Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 44
LISTIR og anda eylandsins, líka í Bandaríkjunum. Hann hefur alltaf viljað vera sjálfum sér nógur og vel varinn, með því skilyrði að hann eigi greiða leið að auðlindum einhvers kon- ar nýlendna. Þarfir fyrir einangrun og út- þenslu eru samfara. Listir og menningin áttu að berja að dyr- um hinna sterku, sem eiga að styrkja hina veiku sér og öðrum til sáluhjálpar; þannig sanna þeir fyrir öllum mátt sinn og vald. Það að hjálpa er ekki sjálfsögð mannúð, heldur vottur um veldi þess sem styður. Meðal krist- inna og ríkra engilsaxa hefur það verið álíka mikið metnaðarmál að ráða yfir hjálpar- stofnunum og ættarhöfðingjum í Afríku er það stórt kappsmál að eiga margar eigin- konur eða kvennabúr. En í ætt við þau hafa hjálparstofnanir lengstum verið: í þeim slíta sér „fórnfúsar“ konur. Á ýmsan hátt hefur dugnaðarstefnan gef- ist vel, af ýmsum ástæðum, sérstaklega með- an engilsaxar réðu yfir auðlindum heimsins á nýlendutíma sínum, og meðan Bandaríkja- menn stunduðu ásókn í hráefni, eftir Heims- styrjöldina síðari, sem var lúmskari en gamla nýlendustefnan en lamaðist í síðustu olíu- kreppu. Við það drógu auðfyrirtæki að sér gjafmilda hönd til menntamála, lista og há- skóla, þannig að ríkisháskólar í Bandaríkj- unum standa sig orðið betur en hinir lof- sungnu einkaskólar með „klifurviðinn", í beinni og óbeinni merkingu. Kenningu nýfrjálshyggjunnar hefur verið það til framdráttar í lista- og menningarmál- um, að engilsaxneskur almenningur hefur aldrei verið kröfuharður á því sviði og óskað að taka í sínar hendur kostnaðarsama há- menningu. Lista- og menningariðkun hans og afþreying hefur snúist mest um knatt- spyrnu og það að vera glúrinn að veðja smá- peningum um hitt og þetta yfir bjórglasi. List millistéttanna hefur snúist um dálítið háleit- ara efni, eins og dekur við dulræna reynslu, það að skiptast á um að vera annað hvort í andaglasi eða í stjörnulíkama eða andgufu sem smýgur gegnum skráargat. Og ritlist hennar hefur að meginmáli fjallað um afrek við að kála gömlum kerlingum sem búa einar í afskekktum húsum í úthverfunum. Stund- um halda þær þó teboð, sem kemur sögu- þræðinum vel, en lífsþráðurinn fer flatt á því, enda er afleiðing smákökuáts og tedrykkju sú, að kerlingarnar finnast dauðar í kjöllur- um eða skógum daginn eftir. Fundinum fylg- ir oft kattarmjálm úti í þoku. Síðan hafa lögregluforinginn og undirtylla hans úr milli- stétt einhver ósköp fyrir að upplýsa morð sem hefur enga merkingu. Dund við listiðju í svipuðum anda krefst ekki mikils fjármagns. Svo ber hún sig líka stórvel, sökum hins almenna áhuga, enda er það að losna við gamalmenni gífurlegt þjóð- þrifamál: þau bera sig ekki. Á HINN BÓGINN hefur hámenning engil- saxa verið glæsileg og á engu nástrái, fyrr en kannski núna, því að hástéttirnar hafa lagt • „í Ameríku eru engar hástéttir, heldur auðstéttir, og þær hafa leyst vandann við að kosta hámenninguna samkvæmt anda sínum: með auglýsingabrellum." rækt við hana og stundað hana af krafti. Þetta á þó fremur um Bretland en Bandarík- in. í Ameríku eru engar hástéttir, heldur auðstéttir, og þær hafa leyst vandann við að kosta hámenninguna samkvæmt anda sín- um; með auglýsingabrellum. í þeim er allt stórkostlegt og frábært, snilld verksins mærð þótt það sé kannski ekki nema miðlungi gott. Það gerir ekkert til, takmarkinu er náð; hinir miklu auðmenn kjósa að eyða stórfé í að sjá eða heyra eitthvað jafn stórkostlegt og innantómt og duglegt og fénæmt og þeir eru sjálfir. Hinn mikli fjöldi beggja landanna fer þess vegna á mis við hvers kyns list, það fyrir- brigði sem andi einstaklingsins skapar í sam- félagi sem er stærra en hann og voldugra. í listinni er alltaf verið að halda valdinu í skefjum og á mottunni, með einföldum og veikbyggðum aðferðum. Og þess vegna ætti hún að vera fyrir hinn mikla fjölda, ekki undirgefin honum og sem verslunarvara á markaði fyrir hann, heldur á hún að vera ögrun við allt, listin að egna og vekja. MENNING OKKAR íslendinga er hvorki fjölbreytileg né margvíð og djúpstæð, nema á sumum sviðum, en í henni er hvarvetna sitt lítið af hverju. Þess vegna er það í ætt við fjarstæðu að reyna að laga íslenskt menn- ingarlíf eftir engilsaxneskri menningar- pólitík. Í fýrsta lagi fyrir þá sök að hjá okkur eru engin skörp skil milli há- og lágstétta, stétta sem eiga hvor um sig sín einkenni, heldur eru hér hópar manna sem hafa lært aðferðina við að eignast fé og svo hinir sem eru að vinna fyrir því ævilangt án þess að eignast það. En meginþorri íslendinga valsar milli skilanna. Og það er hann sem neytir þess sem er á boðstólum, ekki beint af áhuga eða af því hann hefur komið sér upp menn- ingarhefð, heldur er hann rekinn áfram af eirðarleysi og festir hugann hvergi í langan tíma. Þetta kynlega sambland sem er ekki stétt, þjóðfélagslega séð, hefur í sér meiri forvitni en beinlínis bolmagn til að geta sval- að henni. Og þess vegna hefur það komið skyldunni til að standa straum af kostnaði við menningu og listir, yfir á ríkið. Og hjá okkur er það eina verulega risafyrirtækið, þótt það sé varla stærra né auðugra en erlent stórfyrirtæki. Mér finnst að við ættum að reyna að halda í þetta sérkennilega viðhorf okkar til ríkis- valdsins, þannig að það haldi áfram að bera kostnað af því sem er ekki beinlínis nauðsyn- legt heldur undirstaða sérkenna okkar. Við gætum lifað af án þess að eiga listir eða menningu, en án þeirra glötuðum við sérein- kennum okkar. Þess vegna er vonandi að íslenska ríkið haldi áfram að lyfta undir með listamönnum, þótt meðal þeirra gæti oft heldur hvimleiðrar hneigðar til að gefa sig einum um of að kotakjaftæði, sem er sam- bland af hneykslun á öðrum og sjálfsupp- hafning, í bland við volæði. Því þrátt fyrir allt skapa þeir íslenska list, sem er okkur miklu hollari en hin hræódýra, létta engilsaxneska, að minnsta kosti ef hún er gleypt sem hrá- meti. Við verðum til að mynda að fyrirgefa íslenskum kvikmyndagerðarmönnum að verk þeirra eru ekki gædd þeirri snillð amerískra starfsbræðra að láta lúxusbíla vera stöðugt að aka annað hvort gegnum glugga; svo glerið þeytist eins og haglél, eða húsvegg1 sem eru hér úr steini. Eins er erfitt fyrir íslenska rithöfunda til dæmis að koma göml' um konum fyrir kattarnef þannig að unaðs- hrollur fari um lesandann, vegna þess að að- hlynning á elliheimilum er orðin að hefð og þykir sjálfsögð. Svo höfum við aldrei orðið kristin á þann hátt að við höfum kafað niður1 reyfara Gamla testamentisins, eins og engil' saxneskar þjóðir, forfeður okkar fundu þar ekki nógu blóðuga bardaga og við erum enu undir því erfðaoki. Þó hefur kennslukona reynt að trúa mér fyrir því að ef barnabók eigi að verða vinsæl hjá börnum sé nauðsy11' legt að kála í henni að minnsta kosti einu> kerlingu. En það sem vegur þyngst á metunum er- að lífsbaráttan í þessu harða landi hefur hingað til veitt íbúunum tækifæri til að útrás fyrir þann innri ofsa sem býr í hverjun' manni, þangað til núna: munaðarlífið rekuf fólk til að leita að svölun hans í kvikmynóu111 úr vídeóleigunum, því að ofbeldið í Sögunu111 er orðið of tyrfið fyrir það og meira framan en hið útlenda. Slíkir andlegir útilegurnenn erum við orðnir, eftir að við stofnuðum L veldið til að njóta efnahagslegs og innr frelsis. • Guðbergur Bergsson 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.