Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 23
• Anker Jörgensen - hvort brosir hann til vinstri eftir kosningum eða réttir “orgaraflokkunum sáttahönd? fó|>ír?ken Möller Hansen - sjómaðurinn sem vinstrislns" reyn'r nÚ 30 hÖ,ða tM ”VÍMta yfir miðjuna, eins og verið hefur óska- draumur Anker Jörgensens. Sami kostur verður eflaust uppi á teningnum ef pattstaða myndast milli hægri og vinstri blokkanna í danska þinginu. Allt bendir til þess, að auð- veldast verði fyrir krata og íhaldsmenn að ná samkomulagi, en Miðdemókratar og Radi- kale Venstre taki þátt í því bandalagi. Hins vegar er frjálshyggjuhaukana í hægri stjórn- inni að finna í Fijálslynda flokknum (sem kennir sig við vinstristefnu síðustu aldar), þannig að þeir mundu síst allra núverandi stjórnarflokka fara í stjórnarsamstarf við krata, auk þess sem kosningaúrslitin verða þeim tæpast hagstæð. ÞRÍR KOSTIR blasa því við í dönskum stjórnmálum: Verði hægri sveifla eða óbreytt ástand, heldur stjóm Schluters velli og færir enn stærri hluta þjóðarkökunnar frá launþegum og atvinnuleysingjum til at- vinnurekenda. Verði öflug vinstrisveifla, neyðast kratar til að mynda stjóm með Sósíalíska þjóðarflokknum. Þá er ekki að vænta róttækrar stjórnarstefnu en samt ein- hverra aðgerða til að auka atvinnu og bæta kjör hinna verst settu. Verði væg vinstri- sveifla, verður mynduð einhvers konar þjóð- stjórn, sem sennilega mun skerða kjör al- mennings, en hlífa hinum fátækustu. At- vinnustefna slíkrar stjórnar yrði kúnstug blanda ríkisaðgerða og aukinna markaðsá- hrifa. • Gestur Guömundsson DularfuII dauðsföll Indverskar eiginkonur sæta enn ofsóknum SÉRHVERN DAG má lesa smáklausur í fréttablöðum á Indlandi um dauðsföll ind- verskra kvenna vegna bruna. Oft er sagt að hér sé um slysfarir að ræða, stundum sjálfs- morð en flestir vita þó að yfirleitt er orsökin sú að heimanmundur kvennanna við giftingu er ekki fullnægjandi fyrir eiginmann og fjöl- skyldu hans. Nýgiftar konur sæta iðulega of- sóknum og þá stoðar oftast lítið að yfirgefa eiginmanninn og halda til föðurhúsanna því þær eru jafnharðan reknar til baka. Sjálfs- morð er oft eina úrræði þessara kvenna en stundum eru þær hreinlega myrtar, brenndar til dauða. Þessi ævafoma harðýðgi viðgengst enn á Indlandi þrátt fyrir þjóðfélagsbreyt- ingar, lýðræðisáform og nýsköpun í landinu. Kvennasamtök sem starfa í Delhi skrá ár- lega um 360 tilfelli þar sem ungar, nýgiftar konur sæta ofsóknum af þessu tagi. Talið er að aðeins brot fáist þó upplýst og lögreglan er treg til að skipta sér af þessum málum. Algeng árslaun á Indlandi eru um 15 þús- und rúpíur (eða um 40 þúsund krónur) en til að heimilisfaðir geti fýlgt dóttur sinni úr hlaði í traust hjónaband þyrfti hann að hafa a.m.k. 35 þúsund rúpíur í árstekjur. Glæp- irnir eiga sér þrátt fyrir allt stað í öllum stétt- um og meðal hindúa jafnt sem múslima. Löggjöf og aðrar aðgerðir sem eiga að miða að því að rétta stöðu kvenna á Indlandi hafa til þessa ekki gert neitt sjáanlegt gagn. Fréttaritari tímaritsins The Economist á Ind- landi komst svo að orði: „Nýsköpun á Ind- landi hefur nú þá þýðingu að hvert milli- stéttarheimili geti eignast vídeótæki, fremur en að hún beinist gegn ævafornu óréttlæti sem viðgengst í landinu“. • Dorrit Willumsen. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.