Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAVIÐTALIÐ Dregið verði úr fram- kvæmdum hersins Steingrímur Hermannsson utanríkisrádherra hefur sambúð íslands og Bandaríkj- anna kólnaö upp á síökastið? Er aukinn víg- búnaöur á Norðurslóðum vaxandi ógnun við öryggishagsmuni íslands? Má búast við að tekin verði ákveðnari skref í utanríkismálum af okkar hálfu í framtíðinni en verið hefur? Þjóðlíf ræddi þessi mál og önnur við hinn nýja utanríkisráðherra, Steingrím Her- mannsson, og um áherslur hans í þessum viðkvæma málaflokki. - Fylgir nýja ríkisstjórnin á einhvern hátt breyttri stefnu í utanríkismálum frá því sem verið hefur undanfarin ár? „Nei, í öllum meginatriðum er ekki um stefnubreytingu að ræða þó að nýjar áherslur kunni að fylgja mannabreytingunum. Rikis- stjórnin fylgir þeirri grundvallarstefnu að starfa innan samtaka Sameinuðu þjóðanna, tneð Norðurlöndunum og í Atlantshafs- bandalaginu. Þar er ekki um neina breytingu að ræða.“ -Eru einhvermálþérsérstaklega hugleikin Sem utanríkisráðherra? „Já, ég tel t.d. mjög mikilvægt að sam- komulag varð um að flytja utanríkisviðskipt- 'n úr viðskiptaráðuneytinu undir utanríkis- ráðuneytið og nýta þar með betur þá að- stöðu sem utanríkisþjónustan veitir. Pessi breyting var hafin fyrir nokkru þegar ákveð- 'ö var að setja viðskiptafulltrúa í sendiráð eríendis og koma á fót Útflutningsráði ís- lands. Nú verða tengsl þessarar starfsemi og ntanríkisþjónustunnar miklu nánari og undir e|nn hatt sett. Undanfarið hefur verið lögð vinna í að skipuleggja þessi mál og við höfum hugsað okkur að aðlögunartíminn verði til áramóta." - Ef við víkjum að öryggismálunum þá vil e8 rifja upp að í ályktun flokksþings Fram- s°knarflokksins frá nóvember sl. segir m.a. að það hafi skortáþað við framkvœmd varn- Ursamningsins að haldið hafi verið á málum af nœgilegri festu og í samrœmi við öryggis- lagsmuni íslands. Ennfremur að starfsemi (‘r> hernaðarframkvœmdum á vegum varnar- ‘ósins verði að engu leyti aukin frá því sem eyft hefur verið. Ætlar þú að taka öðruvísi á Pessum málum en forveri þinn í embœttinu og Mnframt ekki heimila frekari hernaðarfram- KVcemdir? að Fyrst vil ég segja að ég hef ekki í hyggju Segja varnarsamningnum upp og ég vil ekki segja að haldið hafi verið á þessum mál- um á óeðlilegan máta. Ég tel hins vegar óhjá- kvæmilegt að samræma betur framkvæmdir á vegum varnarliðsins og framkvæmdir innanlands. í dag ríkir alltof mikil þensla í þjóðarbúskapnum og framkvæmdir á vegum varnarliðsins auka á þetta. Framkvæmdir á vegum varnarliðsins geta ekki átt sér stað óháð því sem er að gerast almennt innan- lands. Áður en ég tók við sem utanríkisráð- herra var að mestu leyti búið að veita þær heimildir sem varnarliðið hefur til fram- kvæmda nú og við það mun ekkert verða aukið. Ef eitthvað er, þá mun frekar verða dregið úr þessum framkvæmdum með tilliti til þeirrar miklu þenslu sem er í landinu. Ég hef lagt á það ríka áherslu í gegnum árin að við íslendingar sýnum sjálfstæða af- stöðu í öllum utanríkismálum og innan Atlantshafsbandalagsins. Ég fagna því að sérfróðir menn á okkar vegum hafa hafið störf í tengslum við Atlantshafsbandalagið en ég held að slík starfsemi þurfi ekki síður að vera á pólitíska sviðinu en því hernaðar- lega. Við eigum að beita okkar atkvæði inn- an Atlantshafsbandalagsins til að þoka mál- um í þá átt sem við viljum sem þjóð. Ég er ákafur stuðningsmaður afvopnunar og ég hefði gjarnan viljað að við hefðum verið fyrstir til að kveða upp úr um afstöðuna til tillagna Sovétríkjanna í þeim efnum.“ -Hefur verið farið fram á að fá að auka hernaðarframkvœmdir? „Nei, það hefur ekki verið gert og þær framkvæmdir sem ráðgerðar eru á næstunni hafa allar áður verið heimilaðar þannig að það er ekkert nýtt á ferðinni.“ -En hefur verið ákveðið að hœgja á eða stöðva einhverjar framkvæmdir eins og þú nefndir áðan að vœri œskilegt? „Nei, en það eru fyrirhugaðir fundir um þessi mál og samningar við verktaka verða í október. Ég er að fá upplýsingar um fram- kvæmdir í smáatriðum og er að kynna mér þær. Ekki verður um neina aukningu að ræða, frekar verður dregið úr framkvæmd- um. -Það er því Ijóst að þó það hafi lengi verið meginstefna Framsóknarflokksins að hér verði ekki her á friðartímum þá hafa skilyrði ekki breyst svo að sú stefna komist í fram- kvæmd á nœstunni? „Nei, því miður og svo hefur verið nokkuð lengi. En það mikilvægasta í þessu máli er að menn binda vonir við að samkomulag náist á milli stórveldanna í Genf fyrir áramót um útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga. Og ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekkert að gera sem truflar þá viðleitni. Ef við t.d. segðum upp varnarsamningnum núna þá mundi það hafa mikil áhrif á jafn- vægið á milli stórveldanna. Við eigum því að halda okkur á mottunni eins og er en meta þó þessi mál öll eins sjálfstætt og okkur er unnt.“ -Hefur hugsanleg breyting á flotastefnu Bandaríkjanna sérstök áhrif á hagsmuni ís- lendinga að þínu mati? „Það eru mjög skiptar skoðanir um það hvort breytt flotastefna hefur í för með sér aukna hættu fyrir ísland. Greinilega kom fram á ráðstefnunni í Hveragerði að ísland er nú í miðju þessu belti vegna þess að varnarlínan yfir Atlantshafið liggur um ís- land. Sumir halda því fram að ef varnarlínan verður færð norður í Barentshaf þá muni það taka þrýstinginn af íslandi. Ég er ekki hernaðarsérfræðingur og treysti mér ekki til að meta þetta en mér sýnist þó ekki vera mikill munur á þessu tvennu. Ég tel heldur ekki að þær framkvæmdir sem nú standa yfir hér á landi tengist þessum hugmyndum. Þess má líka geta að radarstöðvarnar hér á landi verða allar fjórar undir íslenskri stjórn sem ég tel mjög þýðingarmikið. Og þær verða mjög mikilvægar fyrir öryggi, bæði eig- in siglingar og flugið.“ -Nú erþað eittmeginatriði varnarsamkomu- lagsins við Bandaríkin að haftsé fulltsamráð við íslenskstjórnvöld um fyrirkomulag varna landsins. Er það fullnægjandi núna? 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.