Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 55
LISTIR * Island er einangrað í tónlíst Haukur Tómasson Haukur Tómasson var sl. ár við nám í Amsterdam hjá Ton de Leeuw í Sweelinck Konservatorium, en áður dvaldi hann í Musikhochschule í Köln í tvö og hálft ár eftir að hafa lokið tveimur árum í tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Haukur er nú þegar afkastamikið tónskáld og hefur m.a. samið þrjú kórverk fyrir Hamrahlíðarkórinn og Háskólakórinn en hann var félagi í báðum kórunum. Hann hefur samið eitt verk fyrir Islensku hljómsveitina og átt þrjú verk á UNM-hátíðum; Strengjakvartett fyrir fimm árum er hátíðin var haldin hér, annan kvart- ett í Svíþjóð 1984 og píanótríó sem flutt var í Danmörku í fyrra. Fræðumst um verk hans, 5 landslög, sem verður flutt þriðjudaginn 15. september kl. 20.30 í Langholtskirkju. „Ég skrifaði 5 landslög í Þýskalandi fyrir tveimur árum fyrir alt-saxófón, bassa-klarin- ett, horn, víólu og gítar. Ástæðan fyrir þessari óvenjulegu samstæðu er að ég vildi hafa fjölbreytilegan lit á verkinu, þótt raun- verulega megi segja að það sé smá skyldleiki á milli gítars og víólu annars vegar og klarin- ettu og saxófóns hins vegar. Hornið er mest sér á parti af þessum hljóðfærum, en mig langaði að draga fram ólíka liti í þessari hljóðfæragrúppu. Þetta eru ekki Iandslags- lýsingar heldur frekar landslög sem hægt er að virða fyrir sér með eyrunum eins og mað- ur virðir fyrir sér landslag með augunum." JENS ALEXANDERSSON • Haukur Tómasson. „Landslög til að virða fyrir sér með eyrunum". -Geturðu skilgreint stíl þinn? „Ég er ekki ekki kominn að endanlegri niðurstöðu í þeim málum. Þetta verk er kannski svolítið þýskt í sér. Ég samdi það í Þýskalandi á meðan ég var að stúdera þýska tónlist og það eimir kannski eitthvað eftir af þýskum expressjónisma. Annars held ég það sé of flókið mál að fara út í svona skilgrein- ingaatriði." -Hver er gildi UNM-háúðarinnar fyrir okkur? „Island er einangrað í tónlist yfirhöfuð og hátíðin virkar eins og skóli. Það er líka örv- andi að hitta allt þetta fólk og heyra hvað það er að gera." -Hefur Island einhverja sérstöðu í sinni tónlist? „Kannski helst þá að þeir íslendingar sem taka þátt í hátíðinni hafa lært víða erlendis og þess vegna er erfitt að sjá einhver séríslensk einkenni hjá þessari kynslóð. Það er auð- veldara að sjá finnsku einkennin, enda koma Finnarnir flestir úr sama skólanum. En ég held ég megi segja það að okkur sé að fara fram eftir að Tónfræðadeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík var stofnuð." -Hvað tekur við hjá þér? Pú ert kominn heim í bili. „Já, gúrúinn minn fór í frí, en líklega held ég áfram námi eftir þetta ár og stefni þá til Bandaríkjanna. Ég reyni að einbeita mér að tónsmíðunum í vetur. Maður er alltaf að skrifa fyrir vini og vandamenn en ætli maður reyni ekki að vinna fyrir sér með kennslu." Dagskrá hátíðarinnar dagana 14.-19. september ALLA MORGNA hátíðarinnar verða þeir Geiger og Dubrovaj með kennslu íTónlistarskólanum í Reykjavík. Robert Aitken mun vera með gagnrýni og umræður um tónleika dagsins á undan. Á fimmtudaginn kl. 11-13 er opinn fyrirlestur og kennsla í nútíma flaututækni hjá Robert Aitken. A MÁNUDAG kl. 14-16 heldur Dubrovaj fyrirlestur um ung- verska tónlist í Tónlistarskólanum í Reykjavík en kvöldtónleik- arnir eru í Langholtskirkju og hefjast kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Morten Ede Pedersen (N), Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Veli- Matti Puumala (F), Mats Eden (N), Martin Palsmar (D) ogTomas Friberg (S). Á ÞRIÐJUDAG kl. 14-16 fjallar Dubrovaj um eigin verk og Ro- bert Aitken er með flautukennslu í Tónlistarskólanum en kvöld- lónleikarnir eru í Langholtskirkju og hefjast kl. 20.30. Flutt verða Verk eftir Torbjörn Engström (S), Eirík örn Pálsson, Kurt Wrangö (S), Jesper Koch (D), Hauk Tómasson, Jukka Koskinen (F) og Peter Tornquist (N). A MIÐVIKUDAG eru tvennir tónleikar, þeir fyrri hefjast í Tón- listarskólanum í Reykjavík kl. 17 og verða þar flutt verk eftir Vurki Linjama (F), Flelga Pétursson, Flemming Christian Hansen (D) og Rolf Wallin (N). Síðari tónleikarnir verða haldnir á Hótel Horg kl. 20.30 þar sem flutt verður elektrónísk tónlist eftir Svend Hedegaard (D), Þorgrím Þorgrímsson, Niels Henrik Asheim (N), Þórólf Eiríksson, Lars Klit (D), Terje Winther (N) og Kjartan Ólafsson. Á FIMMTUDAG kl. 14-16 heldur Atli Heimir Sveinsson opinn fyrirlestur í Tónlistarskólanum í Reykjavík og um kvöldið verða tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar verða flutt verk eftir Svend Lyder Kahrs (N), Tryggva M. Baldursson, Madeleine Isaksson (S), Hans Peter Stubbe (D) og Kimo Hakola (F). ÁFÖSTUDAG kl. 14-16 verða Dubrovaj og Aitken með kennslu í Tónlistarskólanum en fyrri tónleikar dagsins verða kl. 17 í T.R. Þar verða llutt verk eftir Asbjörn Schaathun (N), Atla Ingólfsson, Sten Melin (S), Ari Vakkilainen (F) og Christina Wagnersmitt (D). Kvöldtónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit íslands í Langholtskirkju og flutt verk eftir Guöna Ágústsson, Terje Winther (N), Reine Jönsson (S), Anders Nordentoft (D), Svend Hvidtfeldt-Nielsen (D), Johan Jeverud (S), Tapio Tuomel (F) og Ríkharð H. Friðriksson. LOKATÓNLEIKARNIR verða svo í Skálholti laugardaginn 19. september kl. 17. Flytjendur þar verða Strengjasveit UNM undir stjórn Mark Reedmans ásamt einleikurunum Geiger og Robert Aitken. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.