Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 24
ERLENT
Alvaran á burt
Einkarásum fjölgarog skemmtiefni
Vestur-Evrópubúa vex í sjónvarpi
SKEMMTIEFNI og hrein afþreying færist
sífellt í aukana í sjónvarpi Vestur-Evrópu-
búa og jafnhliða fjölgar sjónvarpsstöðvum í
einkaeign. Fyrir ekki ýkja mörgum árum
voru sjónvarpsstöðvar í Evrópu ríkisfyrir-
tæki, aðeins á Bretlandi og Ítalíu fundust
einkareknar stöðvar en með gervitungla-
sjónvarpi og tilkomu kapalkerfa frá árinu
1982 hefur bandarísk sjónvarpsmenning rið-
ið yfir flest ríki og einkastöðvar spretta
upp.
Sjónvarpsbyltingin í Evrópu stendur sem
hæst og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun
en samkeppnin um áhorfendur mótar nú
efni stöðvanna í ríkara mæli en nokkru sinni
fyrr. „Fólk vill skemmtisjónvarp,“ er niður-
staða kannana, „fun-TV.“ Kvikmyndir,
músíkmyndbönd, sápuóperur, sportþætti,
létta snakkþætti og sprell. Dæmigerð er
gervitunglasjónvarpstöð Rupert Murdochs,
Sky Channel. Létt sjónvarpsefni frá Banda-
ríkjunum hefur vaxið í Vestur-Evrópu úr
15% í 20% af heildarefni á einu ári. Það er
líka ódýrara efni. Ríkisstöðvar reyna af
veikum mætti að halda uppi ákveðinni
menningarstefnu. Skemmtiefni fer þó einnig
vaxandi í ríkissjónvarpi.
GÆÐAEFNI ÚTRÝMT. í Bretlandi er reynt
að hafa stjórn á hlutfallinu á milli léttmetis
og „menningarefnis." Stjórnarbatterí
„Independent Broadcasting Authority"
hefur yfirumsjón með efni þeirra tveggja
sjónvarpsrása sem gera út á auglýsinga-
mennsku og skemmtilegheit og hlutur sjón-
varpsefnis sem ekki verður flokkað sem
léttmeti á Channel 4 er 58% en til saman-
burðar mé nefna að á einkastöðinni Italia 1 á
Italíu tekur „alvöruþrungið efni“ aðeins um
8% af sýningartímanum. Á flestum sjón-
varpsrásum gervitunglanna er hreint
skemmti- og afþreyingarefni um eða yfir
90%.
Margir óttast nú að smám saman sé verið
að útrýma gæðaefni úr sjónvarpi á Vestur-
löndum. „Yfir okkur flæðir efni úr útlensk-
um ómenningarruslatunnum,“ sagði Sverrir
Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráð-
herra við vígslu nýja útvarpshússins á dög-
unum. Talsmenn samkeppni og einkarekst-
urs svara þessu sem svo: Skemmtisjónvarper
ódýrara og takist einkastöð að fjölga áhorf-
endum sínum og auka gróðann getur hún
eftirleiðis sinnt menningunni betur. Reynsl-
an sýnir þó að ekki er þetta alveg skotheld
regla - eða þannig.
Heimild: Economist o.fl.