Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 24

Þjóðlíf - 01.09.1987, Qupperneq 24
ERLENT Alvaran á burt Einkarásum fjölgarog skemmtiefni Vestur-Evrópubúa vex í sjónvarpi SKEMMTIEFNI og hrein afþreying færist sífellt í aukana í sjónvarpi Vestur-Evrópu- búa og jafnhliða fjölgar sjónvarpsstöðvum í einkaeign. Fyrir ekki ýkja mörgum árum voru sjónvarpsstöðvar í Evrópu ríkisfyrir- tæki, aðeins á Bretlandi og Ítalíu fundust einkareknar stöðvar en með gervitungla- sjónvarpi og tilkomu kapalkerfa frá árinu 1982 hefur bandarísk sjónvarpsmenning rið- ið yfir flest ríki og einkastöðvar spretta upp. Sjónvarpsbyltingin í Evrópu stendur sem hæst og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun en samkeppnin um áhorfendur mótar nú efni stöðvanna í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. „Fólk vill skemmtisjónvarp,“ er niður- staða kannana, „fun-TV.“ Kvikmyndir, músíkmyndbönd, sápuóperur, sportþætti, létta snakkþætti og sprell. Dæmigerð er gervitunglasjónvarpstöð Rupert Murdochs, Sky Channel. Létt sjónvarpsefni frá Banda- ríkjunum hefur vaxið í Vestur-Evrópu úr 15% í 20% af heildarefni á einu ári. Það er líka ódýrara efni. Ríkisstöðvar reyna af veikum mætti að halda uppi ákveðinni menningarstefnu. Skemmtiefni fer þó einnig vaxandi í ríkissjónvarpi. GÆÐAEFNI ÚTRÝMT. í Bretlandi er reynt að hafa stjórn á hlutfallinu á milli léttmetis og „menningarefnis." Stjórnarbatterí „Independent Broadcasting Authority" hefur yfirumsjón með efni þeirra tveggja sjónvarpsrása sem gera út á auglýsinga- mennsku og skemmtilegheit og hlutur sjón- varpsefnis sem ekki verður flokkað sem léttmeti á Channel 4 er 58% en til saman- burðar mé nefna að á einkastöðinni Italia 1 á Italíu tekur „alvöruþrungið efni“ aðeins um 8% af sýningartímanum. Á flestum sjón- varpsrásum gervitunglanna er hreint skemmti- og afþreyingarefni um eða yfir 90%. Margir óttast nú að smám saman sé verið að útrýma gæðaefni úr sjónvarpi á Vestur- löndum. „Yfir okkur flæðir efni úr útlensk- um ómenningarruslatunnum,“ sagði Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráð- herra við vígslu nýja útvarpshússins á dög- unum. Talsmenn samkeppni og einkarekst- urs svara þessu sem svo: Skemmtisjónvarper ódýrara og takist einkastöð að fjölga áhorf- endum sínum og auka gróðann getur hún eftirleiðis sinnt menningunni betur. Reynsl- an sýnir þó að ekki er þetta alveg skotheld regla - eða þannig. Heimild: Economist o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.