Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 6
BRÉF FRÁ LESENDUM
VÖRÐUR
Látinn. Ásgeir Blöndal Magnússon,
fyrrverandi forstöðumaður Orðabókar
Háskólans, 78 ára að aldri. Var fyrsti
fastráðni starfsmaður Orðabókarinnar
og starfaði þar frá 1947-79, síðustu tvö
árin sem forstöðumaður. 1979 lét hann
af störfum en hélt áfram að vinna að gerð
orðsifjabókar sem Orðabókin gefur út á
næsta ári.
Látin. Sesselja Eldjárn frá Tjöm í
Svarfaðardal, 94 ára að aldri. Var ráðs-
kona á Dalvík og Akureyri um árabil og
starfrækti matsölu á Akureyri frá 1928-
49. Stofnandi Ungmennafélags Svarf-
dæla og kvennadeildar Slysavarnafélags
Islands á Akureyri.
Látinn. Guðmundur Pálsson, leikari,
59 ára að aldri. Nam leiklist í Reykjavík
og Vínarborg. Lék nokkur hlutverk í
Þjóðleikhúsinu en starfaði síðan hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í rúma þrjá ára-
tugi. Átti sæti í stjóm LR er hann féll frá.
Afmæli. Ingólfur Ólafsson, fyrrverandi
kaupfélagsstjóri KRON, sextugur 8.
ágúst. Vann hjá KRON í rúmlega 30 ár
þar til hann lét af störfum um síðustu
áramót.
Fjölgun. 21. júlí, dóttir fædd Ragnhildi
Gísladóttur og Jakobi Magnússyni, tón-
listarmönnum.
Fjölgun. 4. ágúst, sonur fæddur Sigur-
jónu Sveinsdóttur, leikkonu, og Kristjáni
Jóhannssyni, söngvara.
Brúðkaup. 1. ágúst, Herdís Þorgeirs-
dóttir, ritstjóri, og Stefán Erlendsson.
Til lesenda
ÞJÓÐLÍF vill benda lesendum sínum á að
þeir geta sent okkur bréf til birtingar, svo
framarlega sem fjallað er um efni ÞJÓÐLÍFS
eða því tengdu á einhvern hátt. Bréf sem
fjalla um annað eru ritstjórn kærkomin, en
verða ekki birt. Bent er á, að ritstjórn ásjdlur
sér rétt til að stytta bréf en mun kappkosta að
breyta ekki merkingu þeirra. Bréf skulu stíl-
uð þannig: Fréttatímaritið ÞJÓÐLÍF, do
Bréf frá lesendum. Vesturgötu 10, pósthólf
1752, 121 Reykjavík. Nafnleynd verður
haldið sé þess óskað.
Vændiskonur
Ég vil leggja orð í belg um þessa umfjöllun
ykkar um vændiskonur (sjá júníhefti ÞJÓÐ-
LÍFS 1987). Ég er alls ekki sátt við hvernig
þetta er sett fram. Ég tel að með greininni sé
ráðist mjög að einstæðum mæðrum og lítið
gert úr þeim og erfiðleikum þeirra. Að segja
að vændiskonur séu einstæðar mæður finnst
mér alveg fráleitt. Þetta kemur þvílíku óorði
á einstæðar mæður í þjóðfélagi okkar, að
hætt er við að margar hverjar fari að villa á
sér heimildir til þess að verða ekki taldar
með í þessum hópi. Nógireru nú fordómarn-
ir fyrir í þjóðfélaginu í garð einstæðra mæðra
þótt þetta bætist ekki við.
Guðrún, Reykjavík.
Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir af-
skaplega gott blað. Breytingin yfir í frétta-
tímarit finnst mér hafa tekist mjög vel. Það er
einmitt mikil þörf fyrir svona tímarit hér á
landi - tímarit sem flytur vandaðar frétta-
skýringar um það helsta sem er að gerast í
kringum okkur.
En aðaltilefnið þess að ég sest niður við að
skrifa er það, að greinin ykkar um vændi
vakti slíka athygli allt í kringum mig, að um
annað var ekki talað dögum saman. Ég varð
var við að fólk var alls ekki á einu máli um
þær niðurstöður sem þarna eru kynntar.
Sumir vildu meina að þær bentu til þess að
konum væri mjög mismunað í okkar þjóð-
félagi - aðrir að markaðurinn ætti að sjálf-
sögðu að ráða hér sem í öðru. Nú vinn ég á
vinnustað þar sem lítið er um konur, þannig
að ég veit svo sem ekki hvaða skoðanir kon-
ur hafa almennt á niðurstöðum þessarar
greinar, en best gæti ég trúað að þeim þætti
ekki gott til þess að vita að hér skuli vera
komnar á sjónarsviðið vændiskonur.
Sveinn, Kópavogi.
Trúarhópar
Greinin ykkar um trúarhópa (ágústblað
1987) og viðbrögðin við henni sýnir mjög vel
þörfina fyrir vandað fréttatímarit hér á landi.
Konansent
sigraralltaf
TȒlU}?atfniali
sc\ ditf*a slrtð^Þ-'*
Karitiicnn scin K}!*
Lsland, nantdís
MiuiatvinnurckAlFi
Þið hafið tækifæri til að fara betur ofan í
en kannski er hægt að gera á
um. Ég vil óska ykkur til
árangurinn og vona að all
haginn í framtíðinni.
Aðalsteinn, Reykjavík.
öðrum fjölmiðf
hamingju me’1
t gangi ykkur1
Trúarvakningin á íslandi finnst mér heldur
ógnvænleg. Þessir hópar vita ekkert hva
þeir eru að gera þegar þeir halda því fram
aðeins sum okkar séu hólpin og önnur fan11
Vítis. Afstaða þessara nýju hópa í garð kyn
villinga finnst mér einnig fáránleg. Aðalim1
takið í kristinni kenningu er umburðarly1111
(sbr. Sá yðar sem syndlaus er...) og gæska
garð annarra. Munið, að það er ekki okkaf
að dæma. Sá einn getur dæmt á hinsta deH'
sem hefur öll völd í hendi sér. Ég vona, a‘
fólkið í þe-ssum nýju trúarhópum sjái að se{- {
Stefanía, Reykjavík.
Bílaþáttur
en
Þakka ykkur fyrir frábæran bílaþátt. Eg
mikill áhugamaður um bíla og les endalau'|
allt sem að kj... kemur um þá. Það er mjög v
til fundið að hafa slíkan þátt í víðlesnu fréIta
tímariti og svo er þátturinn mjög vel skrua
ur, bæði af þekkingu og lipurleika.
Sigurður, Akureyri.
Bókalistinn
Ég fylgist vel með metsölulista ykkar og ve
að segja að ég skil ekki hvað þið eruð að
með bók á borð við Fatherhood eftm ^
Cosby efst á lista. Það getur vel veri
svona væmin þvæla seljist, en það er C1
afsökun fyrir virt fréttatímarit að taka uu
slíkt.
Jónas, Selfossi.
6