Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 50
LISTIR Ransom KanaríJapan JAY MclNERNEY er nýjasta stjarna Banda- ríkjamanna á bestsellerlistanum. Hann sló í gegn meö fyrstu bók sinni Bright Lights Big City og hefur nú skrifa aöra jafnvinsæla bók, Ransom. Bók þessi hefur einnig náð nokkr- um vinsældum hér á landi. Ransom gerist í Japan 1977 og í Pakistan 1978 og fjallar um Christopher Ransom, ungan Bandaríkjamann sem leitar að svarinu viö lífsgátunni í aga karatelistarinnar. Hann er einn af mörgum ungum mönnum sem hafa þvælst austur á bóginn í leit að lífshamingju í dópi, notkun þess og sölu. í Pakistan fer allt úr böndunum svo hann neyðist til að flýja. Mclnerney velur þann kostinn að segja báðar þessar sögur samtímis þannig að það er ekki fyrr en undir sögulok sem lesandinn kemst að því hvað gerðist raunverulega í Pakistan. Það sem vinnst með því að segja báðar þessar sögur jöfnum höndum er m.a. að við kynnumst karakternum Ransom mjög náið auk þess sem það eykur mjög á spennu sögunnar. Um leið og atburðir gerast í nútíð og við viljum vita hvað gerist næst fáum við smám saman að vita hvað olli því að Ransom kom til Japan. Það sem einkennir Ransom mest er ákveðin ábyrgðartilfinning sem hann ber gagnvart öðrum og verður honum sjálfum að falli. í Pakistan sést það í samskiptum hans við heróínistann Anette og vininn Ian. Hann getur bjargað sjálfum sér en kýs að bíða eftir dópistanum, sem er dauðans matur. Pessi persónueinkenni koma einnig fram þegar hann er að læra karate. Hann hefur verið margbarinn sjálfur en þegar hann er sjálfur orðinn góður og fær tækifæri til að sýna hæfni sína gagnvart karatesnillingnum Yamada bregst honum kjarkur er hann hugsar til aðstöðunnar sem Yamada er í. Marelyn notfærir sér þessa ábyrgðartilfinn- ingu hans þegar hún reynir að fá hann til þess að flytja aftur til Bandaríkjanna að undirlagi föður hans. Vinur Ransoms í Japan er kúrekinn Miles Ryder, sem selur Japönum kúrekafatnað, rekur krána Buffalo Rome og heldur grimmt framhjá japanskri konu sinni. í lífsstíl eru Ransom og Miles jafnlíkir og svart líkist hvítu. Það sem þeim er sameiginlegt er þjóð- erni og afneitun á upprunanum. Það kemur snemma í ljós að Ransom er búinn að fá nóg af amerísku þjóðlífi og hann kennir forríkum föður sínum um dauða móður sinnar. Ef til vill má skýra sjálfsvitund Ransoms út frá þeirri lífsýn. Hann álítur að hefði faðir hans ekki farið svona illa með konu sína hefði hún ekki dáið úr krabbameini. Á sama hátt tekur hann ábyrgð á lífi manna í kringum sig. Óvini Ransoms, DeVito, er illa við Rans- om fyrir að vera til. Hann gerir Ransom að samnefnara fyrir allt það fólk sem honum er illa við. DeVito er í Japan til þess að læra karate eins og Ransom en á allt öðrum for- sendum. Hann vill læra allar tegundiraf bar- dagalist Japana, þar sem Samurai er toppur- inn, búa til sína eigin bardagalist úr þessu öllu og setja upp skóla um allan heim. En hann vill fyrst og fremst hefna sín á öllum þeim sem hafa gert honum illt. Honum finnst Ransom líkjast óvinum sínum í útliti og ákveður að gera hann að samnefnara allra þeirra sem hafa gert honum illt. Bæði faðir Ransoms og DeVito notfæra sér sterka réttlætiskennd hans til þess að Ieika á hann. Faðirinn til þess að lokka hann heim til Bandaríkjanna aftur og DeVito til þess að drepa hann. Christopher Ransom ber nafn með rentu. Hann lifir munklífi og er að reyna að full- komna sig með þeirri mannrækt sem hann telur karate vera. Hann er eins konar Kristur (Christ) innan um alla spillinguna í kringum hann. Hann verður einnig lausnargjald (Ransom) allra vina sinna. Hann samþykkir ekki að berjast við De Vito fyrr en hann hefur hótað að gera vinum hans mein. Faðirinn verður óbeint valdur að dauða sonar síns með afskiftasemi sinni. Marelyn flækir málin með lygum sínum svo DeVito kemst óáreittur upp með skemmdarstarfsemi sína. Stíll Mclnerneys byggist mikið upp á hlið- stæðum. T.d. er nákvæmur kafli um þá auð- mýkingu sem Ransom má þola þegar hann er tekinn inn í karateskólann og viðbrögð hans við henni. Annar kafli tjallar einnig um inn- göngu í skóla, en í þetta skipti um inngöngu DeVitos inn í bardagaskóla. Munurinn á þessum tveimur mönnum kemur þar í ljós: Ransont auðmýkist en DeVito forherðist enn meir. Húmorinn í bókinni byggist mikið á því hvernig Kanar lifa í Japan og hvernig Japanir upplifa Kanana. Þetta kemur einna skemmtilegast fram í þeim köflum sem Ransom er að kenna ensku og þegar hann fer yfir auglýsingar á ensku hjá japanskri aug- lýsingastofu. Japanir virðast dýrka allt sem er amerískt og vilja helst hafa allt á ensku en málfræðin er ekki að sama skapi mikilvæg og Kanar af holdi og blóði ekki vel séðir. Ein auglýsing sem Ransom var beðinn að lagfæra eftir japanskan enskusnilling hljóðaði svona: let’s sauna Let’s sauna for my happy Let’s sauna foryour happy Let’s sauna for joyful life Let’s sauna for our happy Oh beautiful day, healthy day, nice a day Let’s sauna all happy. Innkaupapokar eru með enskt orðatiltæki vikunnar eins og t.d. „funky babe" ásamt orðskýringum. Það má segja að Jay Mclnerney hafi tekist að skrifa spennandi og atburðarríka bók um óvenju daufgerðan og atkvæðalítinn karakt- er. Ransom er þolandi en ekki gerandi í flestum atburðum og hann lætur leiðast út í hluti sem honum eru á móti skapi. Enda er karatelistin varnarkerfi en ekki árásar- kerfi. • Ragnheiður Óladóttir METSÖLULISTI ÞJÓÐLÍFS Bækur á íslensku 1. Orðabækur. 2. Tómas Jónsson metsölubók. Guð- bergur Bergsson. Forlagið. 3. ísland. Hjálmar Bárðarson. 4. Ég tek Manhattan. Judith Krantz. Regnbogabækur. 5. ísfólkið. Vasabrotsbók. 6. Refurinn rauði. Regnbogabók. 7. Gikkur. Regnbogabók 8. Stórbók Þórbergs Þórðarsonar. Mál og menning. Bækur á erlendum málum 1. Red Storm Rising. Tom Clancy. 2. The Raven in the Foregate. Ellis Peters. 3. Spy Catcher. Peter Wright. 4. A Matter of Honor. Jeffrey Archer. 5. Castaway. Lucy Erving. 6. Black Cloth. Dick Bogart. 7. A Taste of Death. P.J. James. 8. Hollywood Husbands. Jacky Collins. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.