Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 34
INNLENT
vináttu. Einkanlega kemur þetta fram í við-
horfum bandarískra ráðamanna gagnvart
hvalarannsóknum íslendinga." Og Haraldur
spyr: „Geta Bandaríkjamenn varið þjóð sem
þeir neita að versla við?“
ÍMYND REAGANS. Það er löngu ljóst að
Reagan-stjómin í Washington telur sér ekki
mjög umhugað um að rækja vináttu sína við
Vestur-Evrópu álíka og fyrri forsetastjórnir
þar vestra gerðu. Reagan kemur frá vestur-
strönd Bandaríkjanna, horfir til Kyrrahafs-
ins og Japan en hefur í stjórnartíð sinni ekki
fengið sérlega góða ímynd í hugum Evrópu-
búa. Á alþjóðavettvangi hefur það líka
skýrst að þar er enginn annars bróðir í leik,
hagsmunir hvers ríkis skipta öllu í alþjóða-
pólitík og viðskiptum.
ÞJÓÐLÍF hefur eftir einum viðmælanda
blaðsins að íslendingar verði ekkert hug-
fangnir af yfirmönnum Bandaríkjanna þegar
fylgst er með látunum í kringum íran/
Contra-málið. „Og framkoma Reagans þeg-
ar hann yfirgaf landið kampakátur innan um
landa sína á Keflavíkurvelli eftir vonbrigðin
vegna leiðtogafundarins, varð ekki til að efla
vináttuhug okkar í garð bandarískra stjórn-
valda. Gorbatsjof sjarmeraði hins vegar
margan Rússahatarann," segir hann.
Niðurstaða skoðanakönnunarinnar sem
hér er birt sýnir afdráttarlaust að andstæð-
ingum Keflavíkurstöðvarinnar hefur ekki
fjölgað svo miklu nemur en margir þeir sem.
• Stuðningur við herstöðvarnar minnkaði verulega meðan landhelgisdeilan stóð yfir árið 1976
studdu varnarliðið gera það ekki lengur. Þeir
vilja þó ekki lýsa yfir andstöðu við herstöð-
ina heldur svara sem svo að þetta skipti ekki
máli. „Það er hundur í herstöðvasinnum út í
Bandaríkin núna,“ sagði einn viðmælandi
ÞJÓÐLÍFS. Þessi afstaða beinist gegn
Bandaríkjunum, ekki NATO. Aðild okkar
að NATO nýtur mikils meirihlutastuðnings í
landinu og er ekkert sem bendir til að sú
afstaða hafi breyst.
Þó svo að Bandaríkin séu stærsti einstaki
kaupandi íslenskra útflutningsvara hefur út-
flutningur þangað minnkað á síðustu þremur
árum. Hlutdeild Bandaríkjanna í heildarút-
flutningi okkar var komin niður í 22% á
síðasta ári en var 27% árið þar á undan. Á
sama tíma hafa umsvif varnarliðsins hérstór-
aukist vegna áætlana Bandaríkjamanna um
að efla styrk Keflavíkurstöðvarinnar til loft-
varna og endurnýjunar sem stjórnvöld hafa
heimilað á seinustu árum. Og breyttar
áherslur í flotastefnu Bandaríkjanna vekja
spurningar um öryggi íslands og hvort víg-
búnaður Bandaríkjanna miðar að vörnum
landsins eins og áskilið er í varnarsamningn-
um.
• Ómar Friöriksson
Langþráðu takmarki náð
Húsnæöissamvinnufélagiö Búseti
kaupir 46 íbúöiraf Hagvirki
STJÓRN HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAGSINS BÚSETA og
verktakafyrirtækið Hagvirki undirrituðu 18. ágúst s.l. kaupsamn-
ing þar sem Búseti kaupir 46 íbúðir fyrir félagsmenn sína í fjölbýl-
ishúsi sem verið er að reisa í Grafarvogi. íbúðimar verða afhentar
fullbúnar fyrsta desember 1988. Kaupverðið er um 170 miljónirog
hefur fengist lánveiting úr Byggingarsjóði verkamanna.„Þetta er
söguleg stund í húsnæðismálum íslendinga," sögðu forsvarsmenn
Búseta, ánægðir að vonum með bjartari framtíð búseturéttarfyrir-
komulagsins þegar nýir valdhafar hafa tekið við taumum húsnæðis-
málanna.
Vorið 1985 fékk Búseti lóð í Grafarvogi til byggingar og var þá
samið við Hagvirki um byggingu og hönnun hússins sem átti að
taka eitt ár en þá fékkst ekki lán úr Byggingarsjóði verkamanna
nema fyrir 15 íbúðum. Þar sem ekki var leyst úr málefnum Búseta
hjá stjómvöldum keypti Hagvirki lóðina af Búseta og var ákveðið
að reisa húsið en Búseti keypti svo þær íbúðir sem lán fengist fyrir.
Lánsloforð hefur nú verið veitt og því hefur Búseti gengið frá kaup-
unum og er hér um fyrstu búseturéttaríbúðir á íslandi að ræða og
mun þetta vera einhver stærsti kaupsamningur sem gerður hefur
verið um íbúðarhúsnæði í landinu.
Fjölbýlishús Búseta er níu hæða hús með tveggja, þriggja og
fjögurra herbergja íbúðum, bílskýlum og samkomusal. í haust eru
fjögur ár liðin frá stofnun Búseta og gengu þá á þriðja þúsund
manns í félagið. Búseti hefur nú lagt inn umsóknir um lán og lóðir
fyrir 180 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og auk þess em slíkar
• Páll Gunnlaugsson formaður Búseta (Lv.) og Aðalsteinn
Hallgrímsson framkvæmdastjóri Hagvirkis undirrita
kaupsamninginn
umsóknir í gangi víða á landsbyggðinni.
Nú em í gangi kannanir meðal sveitarfélaga og ýmissa félaga-
samtaka á fyrirsjáanlegri húsnæðisþörf og á gmndvelli þeirra niður-
staðna og tillagna má búast við lagafrumvarpi þegar Alþingi kemur
saman í haust. „Ef tekst að koma böndum á nýtt félagslegt húsnæð-
iskerfi og veita til þessa 85% opinber lán, standa vonirtil að nú fao
loks að rætast úr húsnæðismálunum,“ segja þeir hjá Búseta. „Við
vonum að þessi fyrsti kaupsamningur Búseta marki umskipti til
hins betra í húsnæðismálum íslendinga."
Ómar Friðriksson.
34