Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 29
ERLENT
vísað frá tilboðum á þeirri forsendu að erfitt
verði að fylgjast með. Þetta hefur mjög verið
gagnrýnt og kem ég að því síðar.
Eg spurði um ný hernaðaráform varðandi
Island, en þeir sögðu að ekkert nýtt væri á
döfinni og ekki sjáanlegt að hernaðarstaða
Islands væri að breytast frá því sem nú er.
Við ræddum um kjarnorkuvopnalaus svæði,
hugmynd sem NATO er á móti af ýmsum
astæðum: Fyrrnefndum trúverðugleika, að
eftir sem áður verði hægt að sprengja hvar
sem er, svæðin verði að ná inn í Rússland og
svo auðvitað það að þessar hugmyndir, ef af
yrði, myndu setja allt hernaðarnetið á annan
endann (skýringar mínar).
Ég spurði hvort þeir könnuðust við áform
Urn staðsetningu nifteindasprengja, en því
svöruðu þeir neitandi og töldu slík áform
hafa verið lögð á hilluna (bresku konurnar
höfðu miklar áhyggjur af þessu atriði). Ég
spurði um þýðingu þess að hafa íslenskan
hernaðarráðunaut og hvert væri hlutverk
hans? Einar lýsti fyrir mér því mikla verki,
sem lagt er á herðar örfárra sendiráðsmanna
1 Brussel, sem eiga að annast öll samskipti við
NATO, auk þess að annast íslenska sendi-
raðið í borginni og samskipti/viðskipti við
Evrópubandalagið, sem einnig er staðsett í
Brussel. f»að hefði því verið til mikilla bóta
að fá sérmenntaðan mann til starfa sem
fylgdist vel með og þess sæi stað í betri upp-
lýsingum til íslenskra stjórnvalda um her-
naðarmálefni.
HVER TEKUR ÁKVARÐANIR? Þegar hér
var komið sögu var tíminn útrunninn og ég
varð að flýta mér til fundarins með Carring-
ton, en hefði gjarnan viljað ræða lengur við
íslensku fulltrúana, því ég komst ekki yfir
nærri allar spurningamar.
Það var auðséð að Lord Carrington var
sjóaður stjórnmálamaður, snöggur upp á
Iagið á sína bresku vísu. Hann ræddi fyrst um
væntanlega samninga við Rússa og almennt
um stefnu NATO. en síðan gafst kostur á að
spyrja hann spurninga. Þaö var spurt um sér-
stakt hlutverk Evrópu milli risanna tveggja,
stöðu Þýskalands, deiluna milli Grikkja og
Tyrkja og um hugsanleg afskipti NATO af
deilunum við Persaflóa. Öllu þessu vísaði
hann til hvers ríkis fyrir sig og sagði það
þungamiðjuna í stefnu NATO að fara ekki
út fýrir sitt svæði! Það var nokkuð rætt um að
ákvarðanir væru teknar á bak við okkur án
þess að almenningur gæti haft nokkur áhrif
þar á. Því svaraði lordinn á þá leið að fólk
gæti sagt álit sitt í kosningum, en var svarað
aftur að oftast stæðu menn frammi fyrir
gerðum hlut. Sumar spurningarnar, sem
bornar voru upp við sendiherrana, vom líka
lagðar fýrir Carrington svo sem um nift-
eindasprengjurnar og áhrif kjarnorkuógnar-
innar á börn, en lordinn snéri sig út úr slíkum
tilfinningaspurningum. Hann var spurður
hvers vegna svo fáar konur væru fulltrúar hjá
NATO (meira til að sýna að konur hefðu lítil
áhrif á hernaðarstefnuna en það að konur
vilji gerast þátttakendur í hernaðarbröltinu),
en því vísaði hann enn til hverrar þjóðar sem
veldi sína fulltrúa.
Síðan kvaddi hann og geystist út með liði
sínu. Margar kvennanna voru öskureiðar
eftir þennan fund og fannst lordinn hafa
talað niður til þeirra og af lítilli virðingu við
sjónarmið kvenna. Var ákveðið að koma því
á framfæri við sendiherrana að Carrington
hefði vakið litla hrifningu og að kjörnum
fulltrúum (þ.e. þingkonunum) frá fjölda
NATO-ríkja hefði verið gróflega misboðið.
Þá var eftir að setjast niður og bera saman
svörin og undirbúa blaðamannafund seinna
um daginn. Svörin voru nokkuð mismunandi
og þá einkum hvað varðaði spurninguna um
það hvort samningar við austurblokkina
myndu kalla á ný vopn og aukningu hefð-
bundins vígbúnaðar, sem þýðir þá um leið að
samningar eru nánast til einskis. Við kom-
umst mismunandi langt með spurningarnar
og nokkrar mæltu sér mót við sendiherrana á
nýjan leik til að halda áfram.
STEFNUBREYTINGAR ÞÖRF. Blaða-
mannafundurinn var annar megintilgangur
Einar Farestveit & Co.hf. ®
Borgartún 28 símar 91-16995, 622900
HE
TÆK
ER KO
BLOMBERG hefur nú stigið skref inn í framtíðina
fyrstir heimilistækjaframleiðenda með nýju mjúku
glæsilegu línunni.
Merzeders Benz og BMW og fleiri bílaframleið-
endur kynna nýju árgerðirnar með mjúku línunum.
Blomberg steig skrefið, fyrstir heimilistækjafram-
leiðenda. Líttu við og kynntu þér þessa glæsilegu
línu.
Samræmt útlit á öllum heimilistækjum. Vaskar,
blöndunartæki og háfar- lakkaðir eða úr kopar.
29