Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 52
LISTIR sniðið að þörfum karlmanna. Þjóðfélag okk- ar er að grunni til mæðraveldi en það er rekið á forsendum karlveldis. Samfélagið þarf að viðurkenna þá staðreynd að meirihluti kvenna eru mæður og meirihluti kvenna vinnur utan heimilis. Þá fyrst getum við farið að sníða þjóðfélagið að þörfum kvenna.“ Finnst þér hlutverk þitt sem rithöfundur sé öðruvísi en annarra rithöfunda vegna þess að þú ert kona? „Eg held að við séum dæmdar á öðrum forsendum en karlar. Bækur okkar eru dæmdar eins og þær væru konur. Við erum dæmdar útfrá einhverri hugmynd karla um undirgefni." Hvað myndir þú segja að vœri mesti mis- skilningurinn? Var kannski sala fyrstu skáld- sögu þinnar svona mikil vegna þess að al- menningur misskildi hana. ? „Eg held að fólk sem las bókina hafi al- mennt skilið hana, aftur á móti voru þeir fjölmargir sem aðeins heyrðu um Ericu Jong og þá var ég oftast útmáluð sem hræðileg kona. Fear of Flying var alls ekki hvatning til Iauslætis. Flún var einfaldlega þroskasaga ungrar konu, hvernig hún finnur sjálfstæðið og finnur rétt sinn til þess að hugsa og láta sig dreyma.“ Segðu mér um Serenissima. Hvað þýðir þessi titill? „Serenissima er nafn Feneyjabúa á borg sinni. Það þýðir Hið æðrulausa lýðrœði. Það má lesa það í hverri bók á hvaða róli rit- höfundurinn er í eigin lífi. í Fear of Flying var ég að berjast við óttann og öðlaðist kjark. Ég skrifaði Serenissima aftur á móti á tíma sem mig langaði til að öðlast æðruleysi. Mér datt þessi bók í hug sumarið 1984 þegar ég bjó í Feneyjum. Ég fór að krota í glósubók ímynd fimmtán ára stúlku sem var þar í fríi. Svo lagði ég hana til hliðar eins og ég geri iðulega. Seinna var ég beðin að vera dómari við kvikmyndahátíð í Feneyjum. Þá hugsaði ég með mér, hvernig það væri ef Jessica, nýi karakterinn minn, yrði fræg kvikmynda- stjarna og kæmi til Feneyja til þess að dæma á kvikmyndahátíð? Hvað myndi gerast ef hún gengi fyrir horn og hyrfi með það sama inn í sextándu öldina? Ég trúi því að við getum öll ferðast í tíma. Mér finnst yndislegt að skrifa sögulegar skáldsögur. En þessi saga gengur lengra en að vera söguleg skáldsaga þar sem söguhetjan ferðast úr tuttugustu öldinni í þá sextándu." Man hún þá nútímann? „Já, hún hefur tvöfalt sjálf. Hún er bæði tuttugustualdar kona og sextándualdar kona og áhrif tuttugustu aldarinnar hverfa smátt og smátt þegar hún flytur inn í þá sextándu." En hver er aðaltilgangurinn með að skrifa Serenissima? „Ég vildi skrifa sögu þar sem ég segði skil- ið við rás tímans. Ég vildi minnast Shake- speares og Feneyja. Ég vildi líka skrifa skáld- sögu þar sem sjálf ljóðskáldsins og skáld- sagnarhöfundarins mættust í því að prósi fer í ljóð og ljóðið fer í prósa. Mér finnst rangt að aðgreina ljóð frá skáldsögunni. Mér finnst þessi tvö form geti mæst á miðri leið og ég held að ég hafí aldrei tengt þessi tvö form eins rækilega og ég geri í Serenissima." Pú ert Ijóðskáld og skáldsagnahöfundur. Eitt afþví dásamlega við Serenissima er að þá sýnir William Shakespeare eins oghann mjög líklega var og þú sýnir að Ijóðformið er til- finningalegur miðill, en ekki bókmenntir menntaðrar yfirstéttar. Gagnrýnendur skrifa út frá menntun - ekki skáldin. Skáldin skrifa beint frá hjart- anu.“ Ég er viss um að flestir þínir lesendur vita ekki að þú ert Ijóðskáld. „Það er sennilega rétt hjá þér. Ég held að það sé vegna þess að fólk hér á Iandi leitar stöðugt að bókum sem koma þeim að ein- hverju gagni. Þeim finnst það að kanna eigin tilfinningar ekki nógu praktískt. Þjóðfélag okkar beinir öllum sínum skapandi kröftum í að eignast meiri peninga og snýr baki við öllum öðrum skapandi verðmætum. Fólk snýr sér yfirleitt ekki að skáldskap nema það sé eitthvað ruglað eða ástfangið. Við sveltum andann í þessu þjóðfélagi." • RagnheiöurÓladóttir HRA ÐFLUTmnCAR BORGARTÚN 33. 105 REYKJAVÍK. símar: 27622/27737 Með DHL hraðflutningum kemst sending þín beint inná borð viðtakanda eins fljótt og örugglega og hugsast getur. Eitt símtal og DHL sækir skjölin eða pakkann til þín. Hann er síðan í öruggum höndum stærstu hraðflutningsþjónustu heims. DHL sér um allt! Hafðu samband og kynntu þér þjónustu okkar — hún kemur á óvart. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.