Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 12
Hún sagði skiiið við mann sinn og fimm uppkomin börn og lagðist út með kynsystrum sínum. • Sarah Hipperson: Ætlum aldeilis ekki að þvo bleyjur á meðan þeir nauðga jörðinni og sprengja heiminn í loft upp. Shara Hipperson Ein áhrifamesta konan i Greenham Common ÞÓ SVO KONURNAR í Greenham Common eigi sér hvorki forystu né talsmann þá varð mér það strax ljóst að Sarah Hipperson og Jeati Hatchinson voru ótvíræðir leiðtogar þeirra. Þær voru tveir af þremur fulltrúum Greenham Common kvennanna sem boðið var á hina tjölmennu friðarráðstefnu í Moskvu á síðastliðnum vetri. Þær voru hinir sjálfsögðu viðmælendur mínir og aðrar konur væntu þess að þær vissu allt og ákvæðu hvað gera skyldi. Ég ræddi góða stund einslega við Söru Hipperson er við sátum við hlóðirnar og drukkurn kaffi. „Við ætlum ekki að leyfa körlunum að komast upp með það að eyða öllu lífi á jörðinni, en ef þeir gera það á annað borð þá vöruðum við þá a.m.k. við,“ — svaraði Sarah þegar ég spurði hana hvað þsr sem konur hefðu í huga með baráttu sinni. „Við ætlum aldeilis ekki að þvo bleyjur á meðan þeir nauðga jörðinni og sprengja heiminn 1 loft upp,“ — bætti hún blátt áfram við. Orðaval hennar kom mér á óvart. Hún var settleg og fáguð 1 framkomuogvirtistgeðþekkogábyrgðarfull — ogorðinstunguístúf við þetta. Hún hefur verið í Greenham Common frá 1983. Allt frá upphafi hafði hún samúð með aðgerðunum, en það var ekki fyrr en í átökutn við lögreglu sem hún varð vitni að þegar hún vargestkomandi að hún ákvað að helga líf sitt þessari baráttu. Það óréttlæti sem hún taldi sig verða vitni að, fyllti mælinn. Hún sagði skilið við manninn sinn og fimm stálpuð og uppkomin börn og Iagðist út með kynsystrum sínum. „Að sjálfsögðu kom til átaka á heimilinu þegar ég lét í ljósi hug rninn," svaraði hún þegar ég spurði hana hvernig fjölskyldan hefðj tekið ákvörðun hennar. „Synirnir fjórir studdu mig eftir að ég hafðj skýrt þeim ástæður mínar en dóttirin tók þessu verr. Nú er hún þ° sátt við hlutskipti móður sinnar." „Ég held að þessi ákvörðun mín hafi gert þeim margt gott." hélt hún áfram óumbeðin. „Ég held að þau skilji nú betur jafnrétti og jafnræði milli einstaklinga í félagi, eins og ég kaus alltaf að líta a fjölskylduna. Ég tel einnig að þau séu nú betur en áður hæf til að takast á við og leysa vandamál, en mest um vert er þó að þau eru öll mjög friðelskandi. Líf mitt síðustu fimm árin hefur opnað augu þeirra fyrir því að lífið býður upp á valkosti og að hægt er að lita öðruvísi en eftir formúlunni. Þau gera sér betur grein fyrir því en ellJ að hinn svokallaði almannarómur yfirgnæfir alltaf raddir sem e>Sa fullan rétt á að ná eyrum fólks." „Líf mitt hér svarar að mörgu leyti kalli samvisku minnar og trúar," segir Sarah en hún er önnur tveggja kvenna í Greenhan1 Common sem viðurkenna kristna trú. „Þetta er mín persónulega afstaða og ég legg hana að jöfnu við hinar félagslegu forsenduf vinkvenna minna hér. Við hér sameinumst í markmiðum og leiðui'1- ekki forsendum." Áður en Sarah settist að í Greenham Common var hún löghlýði'111 og góður borgari, samkvæmt þeim skilningi sem venjulega er lagður þau orð. Á síðustu fimm árum hefur rignt yfir hana ákærum og sektarmiðum og hún var eitt sinn dæmd til sex vikna tugthúsvistar. sem hún sat af sér. Þrátt fyrir þetta finnst Söru hún lifa heilbrigðam og réttlátara lífi en áður og eins og hún komst sjálf að orði þá tm11* henni hún í raun vera orðin betri borgari. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.