Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 12

Þjóðlíf - 01.09.1987, Síða 12
Hún sagði skiiið við mann sinn og fimm uppkomin börn og lagðist út með kynsystrum sínum. • Sarah Hipperson: Ætlum aldeilis ekki að þvo bleyjur á meðan þeir nauðga jörðinni og sprengja heiminn í loft upp. Shara Hipperson Ein áhrifamesta konan i Greenham Common ÞÓ SVO KONURNAR í Greenham Common eigi sér hvorki forystu né talsmann þá varð mér það strax ljóst að Sarah Hipperson og Jeati Hatchinson voru ótvíræðir leiðtogar þeirra. Þær voru tveir af þremur fulltrúum Greenham Common kvennanna sem boðið var á hina tjölmennu friðarráðstefnu í Moskvu á síðastliðnum vetri. Þær voru hinir sjálfsögðu viðmælendur mínir og aðrar konur væntu þess að þær vissu allt og ákvæðu hvað gera skyldi. Ég ræddi góða stund einslega við Söru Hipperson er við sátum við hlóðirnar og drukkurn kaffi. „Við ætlum ekki að leyfa körlunum að komast upp með það að eyða öllu lífi á jörðinni, en ef þeir gera það á annað borð þá vöruðum við þá a.m.k. við,“ — svaraði Sarah þegar ég spurði hana hvað þsr sem konur hefðu í huga með baráttu sinni. „Við ætlum aldeilis ekki að þvo bleyjur á meðan þeir nauðga jörðinni og sprengja heiminn 1 loft upp,“ — bætti hún blátt áfram við. Orðaval hennar kom mér á óvart. Hún var settleg og fáguð 1 framkomuogvirtistgeðþekkogábyrgðarfull — ogorðinstunguístúf við þetta. Hún hefur verið í Greenham Common frá 1983. Allt frá upphafi hafði hún samúð með aðgerðunum, en það var ekki fyrr en í átökutn við lögreglu sem hún varð vitni að þegar hún vargestkomandi að hún ákvað að helga líf sitt þessari baráttu. Það óréttlæti sem hún taldi sig verða vitni að, fyllti mælinn. Hún sagði skilið við manninn sinn og fimm stálpuð og uppkomin börn og Iagðist út með kynsystrum sínum. „Að sjálfsögðu kom til átaka á heimilinu þegar ég lét í ljósi hug rninn," svaraði hún þegar ég spurði hana hvernig fjölskyldan hefðj tekið ákvörðun hennar. „Synirnir fjórir studdu mig eftir að ég hafðj skýrt þeim ástæður mínar en dóttirin tók þessu verr. Nú er hún þ° sátt við hlutskipti móður sinnar." „Ég held að þessi ákvörðun mín hafi gert þeim margt gott." hélt hún áfram óumbeðin. „Ég held að þau skilji nú betur jafnrétti og jafnræði milli einstaklinga í félagi, eins og ég kaus alltaf að líta a fjölskylduna. Ég tel einnig að þau séu nú betur en áður hæf til að takast á við og leysa vandamál, en mest um vert er þó að þau eru öll mjög friðelskandi. Líf mitt síðustu fimm árin hefur opnað augu þeirra fyrir því að lífið býður upp á valkosti og að hægt er að lita öðruvísi en eftir formúlunni. Þau gera sér betur grein fyrir því en ellJ að hinn svokallaði almannarómur yfirgnæfir alltaf raddir sem e>Sa fullan rétt á að ná eyrum fólks." „Líf mitt hér svarar að mörgu leyti kalli samvisku minnar og trúar," segir Sarah en hún er önnur tveggja kvenna í Greenhan1 Common sem viðurkenna kristna trú. „Þetta er mín persónulega afstaða og ég legg hana að jöfnu við hinar félagslegu forsenduf vinkvenna minna hér. Við hér sameinumst í markmiðum og leiðui'1- ekki forsendum." Áður en Sarah settist að í Greenham Common var hún löghlýði'111 og góður borgari, samkvæmt þeim skilningi sem venjulega er lagður þau orð. Á síðustu fimm árum hefur rignt yfir hana ákærum og sektarmiðum og hún var eitt sinn dæmd til sex vikna tugthúsvistar. sem hún sat af sér. Þrátt fyrir þetta finnst Söru hún lifa heilbrigðam og réttlátara lífi en áður og eins og hún komst sjálf að orði þá tm11* henni hún í raun vera orðin betri borgari. 12

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.