Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.09.1987, Blaðsíða 76
BÍLAR BURT MEÐ BLIKKBELJUNA Pað er hægt að segja frá því núna, en lengi vel fannst niér eftirgreindur atburður verulega vandræðalegur. Sumarið 1970 var mikill hugur í hinum andborgaralegu herbúðum í Reykjavík og það var líka gott veður. Stúlkurnar vögguðu um brjóstahaldaralausar í næfurþunnum mussum og með blóm í hárinu (og skildu ekkert hvað kallarnir voru að glápa) og fólk þurfti að hafa Afgahn-pelsinn á öxlinni (hann var táknið um það að hafa komist í hippakreðsa í útlöndum). Hugmyndafræðin var óljós, en allir voru sammála þegar sú hugmynd skaut upp kollinum niðri á skrif- stofu SÍNE að efna til Andófs, sem við kölluðum svo. (Pví var reyndar haldið fram í Reykjavíkurbréfi í Mogganum að það heföi verið skipulagt í sovéska sendiráðinu, en það gerði ekki annað en að sannfæra okkur enn frekar um vont siðferði blaðsins.) Hverju átti að andæfa? Jú, hersetunni, kapítalismanum, mengun og auðlindabruðli, það lá í augum uppi, en líka átti aðgerðin að hafa yfir sér jákvætt yfirbragð: Við vildum hafa músík, gefa vegfarendum blóm og epli og gefa þannig tóninn um að samskipti manna ættu að vera miklu frjálslegri og óþvingaðri. Petta gerðum við allt í blíðuveðri í Bakarabrekkunni og framan við Bernhöfts- torfuna í samvinnu við iðnnema og fleira skólafólk og tókst vel. Ægilega gaman. Pað voru máluð nokkur kröfuspjöld niðri á SINE-skrifstofu. Ekki veit ég hvort það vat tilviljun eða stráksskapur einhvers vina minna að mér var úthlutað skilti sem á stóð: BURT MEÐ BLIKKBELJUNA! (nýyrði sem ég veit ekki betur en að hafi orðið til þá)- Eg hikaði auðvitað ekki við að gera skylón mína við málstaðinn og stillti mér upp við Bankastræti 0, karlamegin, ásamt góðum vini og félaga, Guðmundi Hilmarssyni, sem þá var iðnnemi en nú formaður Félags bif' vélavirkja, og ungri baráttusystur sem ga^ vegfarendum epli. Við skemmtum okkur vel, sumir þáðu epli og gjóuðu augunum a fína skiltið mitt, aðrir strunsuðu framhjá. Við höfðum auðvitað tilkynnt um andófið til lögreglunnar og það var vissulega ekki til að gera athugasemdir sem Óskar Ólafsso^ yfirlögregluþjónn, átti leið niður brekkuníU sá ljúfi maður, sem ég hef alltaf dáðst að fy°r þá baráttuaðferð gegn umferðarslysurn ar) hrósa frekar þeim ökumönnum sem gá vela^ sér frekar en að atyrða hina. Við Óskaf höfðum sést áður í tengslum við smávægiLS' ar yfirsjónir mínar í umferðinni og hana þekkti því ofurlítið til mín. Hann staldrað1 við hjá okkur, þáði glaður epli og spur 1 hvernig gengi. Við létum vel af því. Síðan sagði hann, eftir að hafa litið á skiltiö hJa mér, og því gleymi ég aldrei: „Ansi er hann annars alltaf fallegur hjá þér Chevrolettinn þinn, ég sá að þú hafðir lagt honum niðn Vonarstræti.“ • Ásgeir Sigurgestsson • Menn fá baráttuglampa í augun og kreppa hnefana við að sjá verklegan jeppa göslast yfir Krossá uppi í Vökuporti, fara eins með hana og slaka henni niður í vélarrúmið. Pá væri kominn kraftmesti jeppi landsins. Og hann svitnaði við tilhugsunina. Og í hópnum var einn fornbílageggjari sem hélt upphafnar ræður um hvað Cord 1936 hefði verið langt á undan sinni samtíð, með framhjóladrifi, rafmagnsskiptingu og ökuljósum sem opnuðust upp úr frambrett- inu og talaði sig heitan yfir því hvað menn hefðu verið lokaðir fyrir þessum bílum á fjórða áratugnum sem varð til þess að verk- smiðjan fór á hausinn. Líka átti hann það til að gera okkur syfjaða með nákvæmum út- listunum um muninn á vatnskassahlífinni á Ford A 1929 og 1930 eða hvaða litasam- setningar væru leyfilegar á Chevrolet 1955 Bel Air ef hann ætti að teljast "orgínal". Pessi félagi okkar hafði fundið það út að leiðin til að eignast Rolls Royce af eldri ár- gerð væri að fara til Englands og kaupa gamlan líkbíl; þeir væru svo lítið keyrðir og það mundi áreiðanlega enginn vilja kaupa líkbíl. Þess vegna væri hægt að fá hann fyrir lítið. En hann sagði okkur líka sorgmæddur að kærastan hefði hótað að segja honum upp ef hann gerði alvöru úr þessu. Hann var ekki alveg búinn að gera upp við sig hvort hann átti samt að fara til Englands... Þannig streymdu draumarnir fram og Maó og byltingin voru víðs fjarri. Þó verður að játa að stundum vaknaði ofurlítill efi um hvort slíkir draumar væru beinlínis leyfilegir í hugum ungra byltingarmanna sem höfnuðu hinni borgaralegu efnishyggju staðfastlega þegar að morgni og kröfðust þess á götum úti að fyrst skyldi seðja hungur þriðja heimsins og hlúa þar að sjúkum börnum áður en nokkrum manni leyfðist að eyða fé til fánýtra bílakaupa. Það var þó nokkur huggun og sefaði sektarkenndina þegar einn úr hópnum sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að miðstjórn kínverskra kommúnista- flokksins ætti Mercedes Benz 600 sem Maó væri stundum ekið í og líkaði vel. Og hver vissi nema Enver Hoxa væri með bíladellu? • Tveir með bíladellu í Bankastrætinu sumarið 1970 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.