Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 11
INNLENT Auglýsing úr kosningabaráttunni. Fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Reykj- anesi fyrir utan flugstöðina á Keflavíkur- flugvelli. og því beið flugstöðvarmálið valdatöku næstu ríkisstjórnar, — stjórnar Steingríms Hermannssonar. Embætti utanríkisráðherra heimilar útgjöld Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli heyrir undir embætti utanríkisráðherra. Geir Hallgríms- son gegndi því embætti framan af í stjórn Steingríms Hermannssonar, eða frá 27. maí 1983 til 26. janúar 1986. Þá tók Matthías Á. Mathiesen við embættinu, og hélt því fram að stjórnarskiptum í júlí 1987. í skýrslu Rík- isendurskoðunar kemur fram, að utanríkis- ráðherrarnir, þeir Geir og Matthías, veittu byggingarnefnd flugstöðvarinnar heimild til að stofna til allra nauðsynlegra aukaútgjalda í sambandi við bygginguna. Pessi aukaút- gjöld urðu í allt 871 milljón króna. Dularfullar tímasetningar Tímasetning öll í sambandi við flugstöðina hefur vakið athygli manna. Hún var opnuð af forseta íslands, 14. apríl 1987, ellefu dög- um fyrir kosningarnar 25. april. Fjórum dög- um síðar, þann 29. apríl var vakin athygli fjárveitingavaldsins á því, að stórfelldar fjár- hæðir, eða 450—480 milljónir, vantaði til að standa straum af þeim kostnaði, sem hlotist hafði af byggingunni á þeim fimm mánuð- um, sem liðnir voru af árinu. Athygli vekur, að ekki er hreyft við þessu máli fyrr en þenn- an tiltekna dag, 29. apríl 1987, þótt löngu áður, eða í febrúar, hafi verið ljóst að gríðar- legar fjárhæðir vantaði. Raunar vakti Helga- pósturinn athygli á hinum skefjalausu um- framfjárveitingum til flugstöðvarinnar í grein þann 9. apríl, þannig að málið hafði í raun komið fyrir almenningssjónir, áður en fjárveitingavaldið vissi „opinberlega'1 um það. í skýrslu Ríkisendurskoðunarsegirorð- rétt um þetta atriði: „Ríkisendurskoðun bendir á að ekki var sótt um aukafjárheimild og ekki vakin at- hygli fjárveitingavaldsins á vandanum fyrr en með bréfi dags. 29. apríl 1987. Ríkisend- urskoðun hefur ekki fengið skýringu á þessu.“(feitletrun Pjóðlífs). Þegar flugstöðvarmálið kom til umræðu á Alþingi í desembermánuði síðastliðnum í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar, sagði Matthías Á. Matthiesen, fyrrum utanríkis- ráðherra eftirfarandi: „Ég vil taka það fram að um leið og utan- ríkisráðherra var kunnugt um þá umfram- fjárþörf sem skapast hafði af fyrrgreindum ástæðum var leitað eftir heimild fyrir bráð- abirgðalántöku eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins til fjmrn. 29. apríl.“ f skýrslu Ríkisendurskoðunar segir orð- rétt: „Ríkisendurskoðun hefur kannað hvort heimildar hafi verið aflað hjá þáverandi ut- anríkisráðherrum og kom fram að bygginga- nefnd hafi haft heimild til að stofna til þess- ara útgjalda.“ Bygginganefnd flugstöðvarinnar hafði leyfi Matthíasar Á. Mathiesens til að stofna til umframkostnaðar upp á 871 milljón. Með öðrurn orðum: Ráðherrann veitti leyfi til að stofna til kostnaðar upp á tæpan milljarð, sem hann hafði síðan, að eigin sögn, ekki hugmynd um fyrr en 29. apríl 1987, þótt fjár- hagsvandinn hefði, samkvæmt skýrslu Ríkis- endurskoðunar, verið ljós í febrúar. Stórfelld lántaka starfsstjórnar Eitt er það atriði enn, sem vekur athygli í sambandi við þetta mál. Það er sú staðreynd, að fjármálaráðherra í starfsstjórn skyldi veita leyfi til bráðabirgðalántöku að upphæð 480 milljónir. Þorsteinn Pálsson, var 11. maí 1987 fjármálaráðherra í stjórn, sem ekki studdist lengur við þingmeirihluta. Hún beið valdatöku nýrrar þingræðisstjórnar. Margir telja að sú siðferðilega venja eigi að gilda í íslenskum stjórnmálum, að starfsstjórnir eins og ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar var í maí 1987, láti meiriháttar stjórnarat- hafnir bíða næstu stjórnar. Þorsteinn Pálsson fór ekki eftir slíkri siðferðisvenju, þegar hann heimilaði bráðabirgðalántöku upp á 480 milljónir, 11. maí 1987. Ábyrgð stjórnmálaflokka Margir hafa velt fyrir sér ábyrgð stjór- málaflokka í tengslum við þetta mál. Áður fyrr hafa mál eins og „Kröflumálið" orðið táknræn um ófaglegar ákvarðanir stjórn- valda en flugstöðvarmálið hefur ekki orðið slíkt táknrænt mál um spillingu og óeðlilega samþættingu stjórnmálaflokka og fram- kvæmda. Margir teljaað af því að allirgömlu flokkarnir( núverandi stjórnarflokkar) nema Alþýðubandalagið stóðu að ákvörðun um svona stóra flugstöð, þá eigi þeir allir sam- eiginlega hagsmuni í því að þegja um van- kantana á framkvæmdinni, kostnaðinn og bruðlið. Opnun flugstöðvarinnar var tíma- sett rétt fyrir síðustu kosningar og a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn hrósaði sér mjög af framkvæmdinni í kosningabaráttunni. Og alveg eins og enginn þeirra sem ýttu þessari framkvæmd úr vör og stjórnuðu henni er dreginn til ábyrgðar fyrir hugsanleg rnistök, nýtur heldur enginn góðs af því að hafa varað við stærð og framkvæmdahraða við flugstöðina. Það er og til frásagnar er Þjóðlíf leitaði álits nokkurra virtra lögfræð- inga um ráðherraábyrgð í þessu máli, — að enginn þeirra treysti sér til þess að láta hafa eitthvað eftir sér um málið. Einar Heimisson 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.