Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 15
INNLENT
verulegt pláss jafnt til kennslu og annarra
þarfa. Ég er að vona að við getum breytt
töflum um árámót í þá veru að þriðjubekk-
ingar geti verið í skólanum fyrir hádegi eins
og aðrir. Þetta finnst mér vera mannrétt-
indamál. Það er auðvitað ómögulegt að
þriðjubekkingar skuli verða að koma í
skólann upp úr hádegi þegar starfsþróttur
manna er farinn að dvína. Þessi húsakaup
hanga hins vegar enn í lausu lofti því samn-
ingar virðast ekki ganga vel. Hins vegar er
ljóst að það yrði kostur að fá þessi hús að
því leyti, að þá yrði sú freisting síður fyrir
hendi að fara að nota KFUM-húsið sem
kennsluhús þegar það fæst. Þau kaup á ein-
ungis að líta á sem lóðakaup en ekki hús-
næðiskaup," sagði Guðni Guðmundsson
að lokum.
„Það gefur augaleið, að ef nemendum og
kennurum líður illa í húsnæði sínu verður
árangur í samræmi við það,“ sagði Bjarni
Gunnarsson, formaður Kennarafélags
Menntaskólans í viðtali við Þjóðlíf. Líkt og
einn viðmælenda Þjóðlífs komst að orði, þá
er spurningin sú hver sé ætlun ríkisvaldsins
með þessum „sparnaði“. Hve lengi ríkisvald-
ið hyggist gera kennurum og nemendum
Menntaskólans í Reykjavík að vinna sín störf
í fatahengjum, svefnherbergjum og bílskúr-
um, en eyða tíma sínum þess á milli í „til-
gangslaust þramm“ um Þingholtin.
Einar Heimisson
„Minn herra á aungvan vin.“
Þjóðlíf rœðir við Ólaf Oddsson
íslenskukennara í Menntakólan-
um í Reykjavík, sem ítrekað hef-
ur vakið athygli á húsakosti skól-
ans opinberlega.
Ólafur Oddsson er íslenskukennari við
Menntaskólann í Reykjavík og fyrrum for-
maður kennarafélags skólans. Ólafur hefur
ítrekað í blaðagreinum og annars staðar á
opinberum vettvangi vakið athygli á bágum
húsnæðiskosti skóla og einnig þeim kjörum
og aðstæðum, sem kennurum eru búin í ís-
lensku þjóðfélagi. Blaðamaður Þjóðlífs lagði
nokkrar spurningar fyrir Ólaf:
Aðbúnaður kennara og nemenda í
Menntaskólanum í Reykjavík er mjög bágur,
eins og sést af skýrslu þeirri, sem Vinnueftir-
lit ríkisins gerði árið 1986. Hafið þið kennar-
ar skólans ekki mótmælt þessu?
„Við kennarar í MR höfum eflaust verið
of hógværir í kröfum okkar um úrbætur í
húsnæðismálum. Við mótmæltum ástandinu
fyrir allmörgum árum. Fórum ásamt nem-
endum í mótmælagöngu til ráðherra með
spjöld og tilheyrandi hávaða. Nokkrar úr-
bætur fengust þá. Það virðist alltaf þurfa
uppákomur og æsingar að viðstöddum fjöl-
miðlamönnum til þess að eitthvað gerist. —
Nú hef ég skrifað dálítið um þetta. Ég sagði
t.d. í grein í Mbl. 13. febrúar 1985 að aðbún-
aður á sumum vinnustöðum kennara væri
næsta dapurlegur og vart kennurum og það-
an af síður nemendum bjóðandi. Ég sagði og
í Mbl. 1. september 1988 að aðbúnaður í
ýmsum skólum hafi verið ófullnægjandi.
Auðvitað hafði ég í fyrrgreindum orðum MR
m.a. í huga. Ég held að hér sé ekki mikið sagt
ef menn athuga heildarniðurstöður í fyrr-
greindri skýrslu. Ég las í blöðum nýlega að
opinberir eftirlitsaðilar hefðu gert ýmsar at-
hugasemdir við aðbúnað í öðrum stórum
menntaskóla. Það segja mér kennarar, sem
hafa farið á milli skóla, að aðbúnaður sé
verstur þar sem ríkið á í hlut. Astandið sé
mun betra þar sem sveitarfélögin koma einn-
ig við sögu. Annars hef ég ekki kannað þetta
sérstaklega.
Mér finnst stundum að menn hugsi þetta
allt saman ekki til enda. Það kostar mikið að
halda uppi velferðarþjóðfélagi. í slíku sam-
félagi fer það ekki eftir efnahag manna hvort
þeir senda börn sín í skóla eða leggjast inn á
sjúkrahús. Ég hef t.d. nýlega notið frábærrar
þjónustu á Landspítalanum og farið í ýmiss
konar rannsóknir þar. Þetta kostaði mig ekki
krónu. Ég efast um að maður hefði haft efni
Ólafur Oddsson: „Þetta er svona álíka
skynsamlegt og ef maður, sem hefði
keypt sér bíl, ætlaði að spara með því að
láta ekki smyrja hann.“
á þessu, ef maður hefði átt að greiða allan
kostnað sjálfur. Og telpurnar mínar hafa
fengið öldungis prýðilega kennslu í grunn-
skóla undanfarin ár. Og þetta kostar mig
ekkert, þ.e. ekki beint. Auðvitað greiði ég
skatta eins og aðrir.
En nú berast fréttir um að sumir menn vilji
að menn borgi beint fyrir slíka þjónustu. Það
þýðir þá að fyrrgreind þjónusta á sjúkrahús-
um og í skólum fari eftir efnahag eins og
sums staðar erlendis. Efnamenn fá þá góða
þjónustu en hinir lélega, ef nokkra. Þetta eru
fráleitar hugmyndir, sem stefna að því að
eyðileggja velferðarþjóðfélagið.
Er hagkvæmt aö reka skóla svona?
„Ef menn telja að hið opinbera eigi að
sinna menntun í landinu þá verða menn að
reka skóla þannig að aðbúnaður sé skamm-
15