Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 27
ERLENT
neðri deild breska þingsins og staðhæfði Bell
þar að hér væri á ferðinni árás á fjölskyldulíf
fólks sem hefði stórskaðað bæði foreldra og
hin ólánsömu börn sem hlotið höfðu þennan
úrskurð. Þar kom að yfirvöld tóku málið í
sínar hendur og læknarnir voru færðir til í
störfum á meðan rannsókn skyldi fara fram.
Rannsóknarnefndin skoðaði mál hvers
einasta barns sem í þessum hremmingum
lenti og þegar yfir lauk fengu 98 börn af þeim
121 sem í þessu lentu að fara aftur til foreldra
sinna. Nefndin skilaði langri skýrslu ó.júlí
síðastliðinn og komst að eftirfarandi niður-
stöðu:
* enginn verður persónulega dreginn til
ábyrgðar vegna þessara atburða en þeir aðil-
ar sem viðriðnir voru málið, læknarnir, fé-
lagsmálastofnun og lögregla í Cleveland,
brugðust þeirri skyldu sinni að hafa velferð
og umönnun barnanna að leiðarljósi. Þetta
hafði þær afleiðingar að tugir fjölskyldna
voru í langan tíma í upplausn vegna ásakana
um kynferðislega misþyrmingu. Orsakir
þessara atburða verða umfram allt raktar til
samskiptaörðugleika milli aðila og vanþekk-
ingar á og tortryggni í garð annarra með-
ferðaraðila.
* Læknarnir Geoffrey Wyatt og þó einkum
Marietta Higgs treystu um of á eina greining-
araðferð, sem aðeins leiðir líkur að en „sann-
ar ekki ein sér að um kynferðislega misþyrm-
ingu sé að ræða." Þeir hunsuðu góð ráð og
aðvaranir annarra, þar á meðal lækna og
gáfu ekki nægilegan gaum að hvaða afleið-
ingar slíkur úrskurður mundi hafa á börnin
og fjölskyldur þeirra. Þá var framburður
barnanna að engu hafður. En þótt Higgs hafi
átt drjúga sök á því að svona fór þá væri það
óréttmæt einföldun og ekki sannleikanum
samkvæmt að varpa allri ábyrgð á hana og
samstarfsmann hennar. Lögreglan er einnig
gagnrýnd fyrir að hafa dregið sig út úr sam-
starfi við aðra aðila og ekki reynt að jafna
ágreining sem uppi var. Susan Rischardson
hafði yfirumsjón af hálfu félagsmálastofnun-
ar Cleveland með börnunum og er talin hafa
gagnrýnislaust tekið niðurstöður læknanna
góðar og gildar. Foreldrum hafi líka verið
sýnt tillitsleysi og í stað þess að fá föðurinn af
heimilinu hafi börnin verið fjarlægð.
* Lagðar eru fram meira en 100 tillögur til
úrbóta í félags- og heilbrigðisþjónustunni til
að hindra að slíkir atburðir endurtaki sig.
Aðalatriðið er að þetta útbreidda og alvar-
lega vandamál sé meðhöndlað af „rósemi,
yfirvegun og nærgætni", börn skuli eiga rétt
á að skýrt sé fyrir þeim hvað um sé að ræða
og foreldrum gefinn til kynna réttur þeirra til
að áfrýja úrskurði. Lagt er til að enginn einn
aðili beri ábyrgð á slíkum úrskurði og verði
að koma til miklu nánara samstarf hlutaðeig-
andi yfirvalda.
* Þeirri spurningu er ekki óyggjandi svarað í
skýrslunni hve mörg barnanna voru réttilega
greind af læknunum. Nú hafa 98 af 121 barni
fengið að fara heim til foreldra sinna, flest að
því er virðist vegna þess að þau eru ekki talin
hafa orðið fyrir kynferðilegri misþyrmingu,
en félagsráðgjafar heimsækja enn sum þeirra
og gefur það til kynna að ásaknir um mis-
þyrmingu hafi verið á rökum reistar i nokkr-
um tilvikum.
í neðri deild þingsins hefur Anthony
Newton heilbrigðisráðherra heitið ýmsum
úrbótum sem mælt er með í skýrslunni og
lofaði hann að á næstunni yrði 10 milljónum
punda veitt til að fjölga starfsfólki sem við
þessi mál fást og bæta þjálfun þeirra. Hann
bætti því við að í framtíðinni þyrfti að vand-
lega að hlusta á hvað börnin segðu og að
„upplýsa og gefa foreldrum ráð og að þeir fái
að umgangast börn sín að svo miklu leyti sem
hagmunir barnsins leyfa.“ Á meðan íhuga
heilbrigðisyfirvöld á Clevelandsvæðinu
hvort ástæða er til að láta læknana tvo sæta
ábyrgð. Sumir foreldranna sem töldu sig
vera hafða fyrir rangri sök hafa þegar höfðað
mál á hendur læknunum og Susan Richard-
son.
Marietta Higgs hefur látið lítið eftir sér
hafa um málið, en í viðtali við BBC útvarpið
virðist hún standa föst á sínu máli, þótt hún
játi að sumar aðfinnslur Cleveland-skýrsl-
unnar séu réttmætar. Hún segir: „Þótt ég
kunni að virðast óbilgjörn, þá vil ég aðeins
segja að ég komst að þessum niðurstöðum
eftir vandlega læknisskoðun og myndi kom-
ast að sömu niðurstöðum nú.“
Cleveland-málið hefur vakið upp margar
spurningar, meðal annars um rétt foreldra
gagnvart sérfræðingum í heilbrigðis- og fé-
lagsmálaþjónustunni og friðhelgi fjölskyld-
unnar gagnvart ríkisvaldinu. Flestir eru
þeirrar skoðunar að læknar og félagsráðgjaf-
ar hafi gengið of langt í Cleveland, en þeirra
framferði verður skiljanlegra þegar haft er í
huga að þessar starfstéttir hafa þurft að sæta
harðri gagnrýni á undanförnum árum fyrir
að gefa kynferðislegri misþyrmingu á börn-
um ekki nægilegan gaum. Sumum finnst hin
réttu fórnarlömb atburðanna hafi orðið út-
undan i þeirri orðarimmu sem gengið hefur
yfir í fjölmiðlum síðasta árið. Þeir óttast að
Cleveland- málið hafi fengið menn til að
gleyma því hversu alvarlegt og útbreitt þjóð-
félagsmein kynferðileg misþyrming barna er
og valdið miklu bakslagi í þá vitundarvakn-
ingu sem upp hefur komið á síðustu árum um
þessi mál.
Fjölmiðlar hafa yfirleitt ákaft haldið fram
rétti fjölskyldunnar gagnvart afskiptum sér-
fræðinga. En þeirri spurningu sem er kjarni
málsins hefur ekki verið nægilega svarað: Af
hverju misþyrma svo margir börnum sínum
kynferðislega og hvaða ráðum á samfélagið
að beita til koma í veg fyrir slíkt? í Clevel-
and-skýrslunni er sagt frá örlögum þeirra
barna sem sannanlega var nauðgað eða á
annan hátt kynferðislega misþyrmt og eru
margar lýsingarnar svo hroðalegar að slegið
hefur óhug bæði á almenning og yfirvöld. Er
liklegt að baráttan gegn kynferðislegri mis-
þyrmingu barna og umönnun þeirra verði
talin með brýnustu viðfangsefnum í félags-
og heibrigðisþjónustunni á komandi árum.
Guðmundur Jónsson/Lundúnum
27