Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 37
MENNING
Stúdent í
fyrra
stríði
Frumkvöðull meðal
íslenskra kvenna.
Anna Bjarnadóttir
ein fyrsta háskóla-
menntaða konan á
Islandi, höfundur
kennslubóka í ensku
segirfrá lífi sínu á
fyrstu áratugum
aldarinnar
Á Seltjarnarnesi býr kona á tíræðisaldri,
sem hóf háskólanám á stríðsárunum fyrri.
Hún nam norræn fræði við nýstofnaðan ís-
lenskan háskóla 1916-1918. Vann við orðabók
Sigfúsar Blöndal 1917 — 1918 í Næpunni við
Þingholtsstræti. Og hún sigldi í stríðslok til
háskólanáms í Bretlandi. Anna Bjarnadóttir
kom heim árið 1923 að afloknu námi, kenndi
í útvarpi, menntaskóla og síðar í héraðsskól-
anum á Reykholti. Anna giftist Einari
Guðnasyni prófasti og kennara í Reykholti
1933. Anna Bjarnadóttir skrifaði kennslu-
bækur í ensku. Hún var meðal fyrstu kvenna
á Islandi sem lauk stúdentsprófí og háskóla-
námi. Þessi frumkvöðull kvenna hefur lengi
setið í hljóðlátri elli vestur á Seltjarnarnesi.
Anna Bjarnadóttir fæddist að Lækjargötu
10 í Reykjavík ll.júlí 1897. Húsið er byggt úr
höggnum steini andspænis Menntaskólanum
í Reykjavík og stendur enn. Húsið byggði
Þorsteinn Tómasson járnsmiður frændi
Önnu. Hún er dóttir Bjarna Sæmundssonar
fiskifræðings og kennara og konu hans Stein-
unnar Sveinsdóttur. Bjarni var ættaður úr
Grindavík, sonur Sæmundar Jónssonar og
Sigríðar Bjarnadóttur. Bjarni var víðkunnur
náttúrufræðingur, samdi fræðiritgerðir sem
athygli vöktu víða um heim, samdi kennslu-
bækur sem til skamms tíma hafa verið notað-
ar til kennslu í menntaskólum og skip Haf-
rannsóknarstofnunar ber nafn hans. Stein-
unn móðir Önnu var dóttir Sveins á Búðum
og Kristínar Siemsen.
Þegar Anna man fyrst eftir sér um alda-
mótin bjó fjölskyldan að Túngötu 2. „Ég lék
mér þarna við krakka í nágrenninu. Við Suð-
urgötuna sem þá hét Kirkjugarðsstígur átti
t.d. heima Vilhjálmur Gíslason, Þorsteins
Gíslasonar. Hann var aðeins eldri en ég og
var góður drengur, og síðar góðkunningi
minn. í þvf sama húsi, Teitshúsi, átti heima
ljósmóðir mín, sem hét Sesselja Sigvalda-
dóttir og var móðir tónskáldsins Sigvalda
Kaldalóns. Sesselja var í Hjálpræðishernum
og seldi Herópið af mikilli ýtni. Tjarnargatan
var þá ekki til né hús við hana, og frá Kirkju-
garðsstíg var brekka niður á Tjörn.“
37