Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 37
MENNING Stúdent í fyrra stríði Frumkvöðull meðal íslenskra kvenna. Anna Bjarnadóttir ein fyrsta háskóla- menntaða konan á Islandi, höfundur kennslubóka í ensku segirfrá lífi sínu á fyrstu áratugum aldarinnar Á Seltjarnarnesi býr kona á tíræðisaldri, sem hóf háskólanám á stríðsárunum fyrri. Hún nam norræn fræði við nýstofnaðan ís- lenskan háskóla 1916-1918. Vann við orðabók Sigfúsar Blöndal 1917 — 1918 í Næpunni við Þingholtsstræti. Og hún sigldi í stríðslok til háskólanáms í Bretlandi. Anna Bjarnadóttir kom heim árið 1923 að afloknu námi, kenndi í útvarpi, menntaskóla og síðar í héraðsskól- anum á Reykholti. Anna giftist Einari Guðnasyni prófasti og kennara í Reykholti 1933. Anna Bjarnadóttir skrifaði kennslu- bækur í ensku. Hún var meðal fyrstu kvenna á Islandi sem lauk stúdentsprófí og háskóla- námi. Þessi frumkvöðull kvenna hefur lengi setið í hljóðlátri elli vestur á Seltjarnarnesi. Anna Bjarnadóttir fæddist að Lækjargötu 10 í Reykjavík ll.júlí 1897. Húsið er byggt úr höggnum steini andspænis Menntaskólanum í Reykjavík og stendur enn. Húsið byggði Þorsteinn Tómasson járnsmiður frændi Önnu. Hún er dóttir Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings og kennara og konu hans Stein- unnar Sveinsdóttur. Bjarni var ættaður úr Grindavík, sonur Sæmundar Jónssonar og Sigríðar Bjarnadóttur. Bjarni var víðkunnur náttúrufræðingur, samdi fræðiritgerðir sem athygli vöktu víða um heim, samdi kennslu- bækur sem til skamms tíma hafa verið notað- ar til kennslu í menntaskólum og skip Haf- rannsóknarstofnunar ber nafn hans. Stein- unn móðir Önnu var dóttir Sveins á Búðum og Kristínar Siemsen. Þegar Anna man fyrst eftir sér um alda- mótin bjó fjölskyldan að Túngötu 2. „Ég lék mér þarna við krakka í nágrenninu. Við Suð- urgötuna sem þá hét Kirkjugarðsstígur átti t.d. heima Vilhjálmur Gíslason, Þorsteins Gíslasonar. Hann var aðeins eldri en ég og var góður drengur, og síðar góðkunningi minn. í þvf sama húsi, Teitshúsi, átti heima ljósmóðir mín, sem hét Sesselja Sigvalda- dóttir og var móðir tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Sesselja var í Hjálpræðishernum og seldi Herópið af mikilli ýtni. Tjarnargatan var þá ekki til né hús við hana, og frá Kirkju- garðsstíg var brekka niður á Tjörn.“ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.