Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 58
VIÐSKIPTI
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987
Fjöldi byrjana 1648 1829 1631 1736 1346 1105 1184
Fjöldi lúkninga 1623 1924 1711 1601 1602 1462 1642
Skuldarar ekki með
Það er sérstakt einkenni á vinnuhópum
ríkisstjórnarinnar til tillögugerðar til lausnar
efnahagsvanda einungis fengnir menn úr
þröngum hagsmunahópum. Þannig voru
einungis menn sem hafa hag af verðtrygg-
ingu fengnir til að véla um framhald láns-
kjaravísitölu (nema Magnús Jónsson veður-
fræðingur sem skilaði séráliti sem að engu
hefur verið haft), til að fjalla um vexti á
„vaxtaþingi" einungis menn sem hafa hag af
háum vöxtum. Og þegar ráðgjafanefndin var
kölluð saman var svipað uppi á teningnum.
Skuldarar eru sjaldnast hafðir með í ráðum,
en þó má gera ráð fyrir að meirihluti einstak-
linga, heimila sem og fyrirtækja eigi þó þá
hagsmuni sameiginlega; skuldir. Enda eru
tillögurnar í samræmi við það.
Það má til dæmis gera ráð fyrir því að þeir
sem leggja nú til hækkun á vöxtum húsnæðis-
lána séu komnir út úr hremmingum húsnæð-
iskaupa. Vextir á húsnæðislánum skipta
þetta fólk einfaldlega ekki máli. Þá sjaldan
sem fjölmiðlar kalla á fólk á málþing um
þessi mál, er næstum því öruggt að enginn úr
hópi þeirra sem er að berjast við að borga
húsnæði sé þátttakandi. Hvað þá heldur ein-
hverjir úr hópi umsækjendanna, sem bíða,
bíða og bíða.
Tvær forsendur
Talsmenn hækkunar á vöxtum til húsnæð-
islána hafa nefnt til tvær forsendur. Annars
vegar er nefnd til þensla á byggingamarkaði
vegna íbúðabygginga og hins vegar að ríkis-
sjóður verði að fá til baka sömu upphæð og
hann leggur til húsnæðismála.
Við skulum skoða þessar forsendur nánar.
í tengslum við álit forstjóranefndarinnar
sagði á„ innlendum vettvangi" Morgun-
blaðsins 18. ágúst. að ýmsir forráðamenn
fyrirtækja í útflutningsiðnaði teldu að grein-
ar á borð við byggingariðnað hafi þanist allt
of mikið út og ali á þenslu.„Astæðuna fyrir
þenslu í byggingariðnaði segja menn allt of
lága vexti á húsnæðislánum miðað við mark-
aðsvexti". Með öðrum orðum, að lágir vextir
af húsnæðislánum yllu þenslu í fbúðabygg-
ingum.
Nú er hér til að taka að vextir af lánum frá
Húsnæðisstjórn hafa ætíð verið lægri en
markaðsvextir hverju sinni. Reyndar hafa
lántakendur síðustu árin greitt margfalt
hærra af lánum sínum en áður þekktist.
Lántakendur greiða nú lánið til baka fullu
verði og auk þess 3.5% vexti. En hvaða
þensla er þetta, sem vaxtahækkunarfólkið er
að tala um?
Engin þensla
Þegar kannað er hvort þessar fullyrðingar
um þenslu eiga við rök að styðjast verður
ekki séð að flugufótur sé fyrir þessari kenn-
ingu. Samkvæmt upplýsingum frá félags-
málaráðuneytinu hefur þróun síðustu ára
verið á þessa leið:
Á „þensluárinu“ mikla í fyrra var byrjað að
byggja færri íbúðir en á árunum 1981, 1982,
1983, 1984 og 1985 og lokið var við álíka
margar eða færri íbúðabyggingar en á þess-
um árum.
Ekki liggja fyrir tölur um fbúðabyggingar
á þessu ári en ráða má í stöðuna að hún sé
svipuð og í fyrra, en samdráttar sé tekið að
gæta. „Greiðsluerfiðleika erfarið að gœta og
hœgt hefur á sölu“, segir í fyrisögn í Mbl. 21.
ágúst um húsbyggingar á árinu.
Tölurnar tala sínu máli og ekki er hægt að
komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að
það sé alrangt að lágir vextir af húsnæðislán-
um hafi leitt til þenslu á íbúðabyggingamark-
aði. Enda hafa vextir í raun aldrei verið hærri
af þessum lánum.
Rússneskar biðraðir
Það ríkisvald sem hefur lesið þannig í
rússneskar biðraðir hjá Húsnæðisstofnun, að
þyrfti að hækka vextina hefur væntanlega
lesið vitlaust í sköpunarverk sitt. Dr. Magni
Guðmundsson fer áreiðanlega nær sanni í
Alþýðublaðinu 18. ágúst: „Það er alger mis-
skilningur að eftirspurn íbúðalána sé mikil
vegna lágra,, raunvaxta", sem eru reyndar
lítill hluti heildarvaxtabyrðarinnar afíbúðun-
um. Eftirspurnin ermikil vegna knýjandi hús-
nœöisþarfar. “ Um þessar mundir bíða átta
þúsund umsækjendur eftir lánum frá Hús-
næðisstofnun og að meðaltali streyma um
430 umsóknir í hverjum mánuði að stofnun-
inni.
Á sama tíma og byrjað hefur verið á jafn
fáum íbúðum og raun ber vitni, hefur ríkis-
valdið forsómað byggingu leiguíbúða og hús-
næðissamvinnufélagið Búseti hefur talað
meira og minna fyrir daufum eyrum valds-
manna á sama tíma. Þó mætti létta verulega
á eftirspurn eftir húsnæðislánum með því að
korna á laggirnar kerfi þar sem ungt fólk gæti
búið í leiguhúsnæði meðan það væri að safna
sér fyrir íbúðakaupum og auk þess auka fjöl-
breytnina á þessum markaði. En nóg um
það, ekkert bendir til að fullyrðingar valds-
rnanna um að lágir vextir á húsnæðislánum
hafi valdið þenslu á íbúðabyggingamarkaði
eigi við rök að styðjast.
Heilagir lífeyrissjóðir
Þá er komið að því að hrekja hina forsend-
una fyrir hækkun vaxta á húsnæðisstjórnar-
lánum. Hingað til hafa öll þjóðfélög litið svo
á að húsnæðiskaup þegnanna væru einnig
samfélagslegt mál. Allt frá dögum Bismarks
þó nú sé annað uppi á dögum Baldvins. I
síðasta Þjóðlífi (ágúst 8.tbl) er úttekt á því
hvernig lífeyrissjóðirnir virðast hafa hætt að
líta á íbúðakaup félaga sinna sem eitthvað
sér viðkomandi. Þeir hafa hækkað vexti af
lánum sínum til félaganna von úr viti — oft
eftir á, þannig að þeir sem keyptu íbúðir fyrir
húsnæðiskerfisbreytinguna 1986 og fjár-
mögnuðu með lífeyrissjóðalánum og hús-
næðisstjórnarlánum auk eigin fjár, hafa því
þurft að stríða við aukna vaxtabyrði á þessu
ári. Af því má sjá að lífeyrissjóðir verkalýðs-
hreyfingarinnar eru hættir að líta svo á að
húsnæðislán séu sérstök — öðruvísi en önnur
lán.
Hin hlið lífeyrissjóðalána til húsnæðis snýr
að ríkinu. Byggingasjóðir ríkisins eru nefni-
lega að stærstum hluta fjármagnaðir með
fjármagni frá lífeyrissjóðunum. Þar liggur
stóra kapitalið í þjóðfélaginu. Þeir eru heil-
agir meðal stjórnmálamanna, við þeim má
ekki hrófla. Lífeyrissjóðirnir keyptu skulda-
bréf af húsnæðisstofnun fyrir 4.2 milljarða
króna 1987 og samkvæmt lánsfjárlögum fyrir
1988 er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir kaupi
skuldabéf af Húsnæðisstofnun fyrir 6.110
milljónir króna. Þessi skuldabréf eru til 15
ára á 7% vöxtum.
Húsnæðislánin til einstaklinga eru hins
vegar á 3.5% vöxtum þannig að vextir eru
niðurgreiddir til einstaklinganna um helm-
ing. Þetta telja vaxtahækkunarsinnar ófært
og vilja líka hækka þessa vexti.
Staðreynd máls er hins vegar þessi: Fram-
lag ríkissjóðs til húsnæðisstofnunar hefur
farið hríðminnkandi, lækkaði t.d. um 31%
að raungildi á árinu 1987 frá 1986 samkvæmt
upplýsingum úr SAL fréttum (maí 1988).
Einstaklingar, lántakendur húsnæðislána
hafa aldrei í sögunni greitt jafn mikið af lán-
unum sínum og núna þ.e. lánið að fullu og
3.5% vexti!
Vaxtahækkun hafnað — í bili
Hugmyndirnar um hækkun húsnæðis-
vaxta í tengslum við efnahagsráðstafanirnar
fengu snöggan endi þegar Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra kvað hækkun ekki koma til
greina. í viðtalsþætti á Stöð 2 sagði Jón
Baldvin Hannibalsson hins vegar að þó ekki
yrði um hækkun húsnæðisvaxta að ræða
núna, þá væri enn eitt nýtt frumvarp um
húsnæðiskerfið í smíðum og opnaði fyrir
þann möguleika að í frumvarpinu yrði gert
ráð fyrir vaxtahækkun á húsnæðislánum.
Síðan hefur hvað eftir annað komið fram í
fjölmiðlum að í framtíðinni ættu útlánsvextir
að fylgja vöxtum á öflunarfé byggingasjóð-
anna.
58