Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 38
MENNING
Sigríður Þor-
steinsdóttir ásamt
flestum dætra
sinna.
Anna segir frá því er danskir Oddfellowar
gáfu íslendingum holdsveikraspítalann í
Laugarnesi.„Amma mín var fyrsta ráðskona
Laugarnesspítalans. Þegar móðir mín fór
með mig í heimsókn til hennar í Laugarnes
fékk hún lánaðan barnavagn hjá nágranna í
miðbænum og ég var keyrð í honum alla leið
inn í Laugarnes. Þá voru auðvitað engir bíl-
ar. Ég var afskaplega háð ömmu minni af því
móðir mín var svo veik fyrstu árin eftir að ég
fæddist. Þegar ég var fimm ára eða svo flutti
amma mín til Eyjafjarðar til dóttur sinnar,
Sigríðar. Þar dó hún nokkru síðar. Ég man
að ég fylgdi pabba og mömmu út á Batterí
þegar amma fór með skipinu norður og skildi
ekkert í því hvers vegna mamma var að
gráta. Við sáum ömmu ekki eftir það“.
„Þegar pabbi kom fyrst til náms úr
Grindavík var hann á vegum Sigfúsar Ey-
mundssonar og Sólveigar konu hans, en þau
pabbi voru systrabörn. Hann átti víst að læra
bókband og byrjaði á því. En einhvern vegin
atvikaðist það svo að hann var settur í
menntaskólann. Meðan hann var í mennta-
skóla var mamma flutt til Reykjavíkur með
móður sinni, Sigríði systur sinni og föðurn-
um Sveini Guðmundssyni á Búðum, sem þá
var blindur orðinn. Þau kynntust í Lækjar-
götunni foreldrar mínir. Svo tók hann stúd-
entspróf og sigldi til Kaupmannahafnar og
lagði þar stund á náttúrufræði. Hann var við
nám í fimm ár og mamma sat allan þennan
tíma í festum. Pabbi kom heim 1894 og varð
þá kennari við menntaskólann, tók við
kennslu af Þorvaldi Thoroddsen. Hann hafði
líka umsjón með Náttúrugripasafninu sem
þá var til húsa á Vesturgötunni. Þangað fór
ég oft með honum sem stelpa og eins upp í
holt að tína jurtir. Hann notaði alltaf jurtir
við kennsluna."
Hjá töntu Karólínu
„Þá var meira stúlknahald hérna í Reykja-
vík en núna. Það voru tvær stúlkur hjá okk-
ur, eldhússtúlka og barnapía. Ég var ósköp
fegin þegar ég veiktist af skarlatssótt að
barnapían, veiktist líka og lá í rúmi með mér.
Við spiluðum „fant“ sem kallað var. Svo
veiktist eldhússtúlkan líka“.
„Aðal leikvöllurinn var kannski Aðal-
stræti. Þetta var gatan með Herkastalann við
annan endann og Bryggjuhúsið við hinn end-
ann. Á miðju Aðalstrætinu var brunnur, sem
var kallaður Lindin og þangað var sótt vatn.
Þá var vatnið pantað. Ég man að heima voru
pantaðar þrennar fötur á dag. Gamall maður
sem hét Kristófer, ágætur karl alveg, sótti
vatnið fyrir okkur. Þarna í strætinu lékum
við okkur.“
„Þessi staður sem ég bjó, er einmitt þar
sem er álitið að Ingólfur Arnarson hafi búið.
Það voru svo mikil tímamót í lífi mínu 1904
en þá flutti ég í Þingholtsstræti 14. Ég átti
frænku í Reykjavík, Karólínu Jónassen, sem
ég kallaði alltaf töntu Karolínu, hún var
ömmusystir mín og átti heima þar. Karólína
giftist Theódór Jónassen amtmanni, sem þá
var ekkjumaður eftir Elínu systur Magnúsar
landshöfðingja Stephensen. Theódór dó frá
Karólínu eftir fá ár. Karólína átti ekkert
barn en var ákaflega barngóð. Mér var boðið
að vera hjá henni einn dag í viku. Ég átti
góða vini þar í Þingholtsstræti, t.d. átti Sig-
hvatur Bjarnason bankastjóri þrjár dætur og
sú yngsta þeirra, Jakobína Þuríður var mikil
vinkona mín. Faðir töntu Karolínu og Krist-
ínar ömmu minnar var þýskur Edvard Siem-
sen kaupmaður í Reykjavík. Hann sendi
dætur sínar til náms til Þýskalands þegar þær
voru komnar yfir fermingu. Þar áttu þær
systur eina sem hét Lovísa, aðra sem hét
Rósa. Annars voru þær átta systurnar. Kar-
olína heimsótti oft systur sínar í Þýskalandi.
Lovísa var gift Pesche sem efnaðist á því að
búa til einhvers konar plástra, sem við hann
voru kenndir. Hann var heilsutæpur og ein-
hverju sinni huggaði Karolína tanta systur
sína með því að segja: „Vertu alveg róleg ef
hann deyr þá skal ég koma og búa hjá þér.“
Svo dó hann og Lovísa hermdi loforðið upp á
töntu.
Og 1904 komu þær Lovísa, Rósa og systur-
dóttir þeirra Zinha Firjahn til íslands að
sækja töntu. Þær voru dálítinn tíma þarna í
Þingholtsstrætinu og allur bærinn þekkti
þessa konur.(Sjá ljósmynd) Öll Reykjavík
kallaði þær tönturnar. Um haustið leið svo
að því að tanta færi. Þá hélt hún uppboð og
seldi bækurnar sínar, húsgögnin og húsið.
Pabbi keypti það. Tanta gaf mér píanóið sitt,
sem mun vera eitt elsta píanó sem til er í
Reykjavík. Á það hafa margir menn spilað.“
Edvard Siemsen var giftur Sigríði Þor-
steinsdóttur og áttu þau tólf börn, þar af átta
dætur. Ljósmynd af Sigríði langömmu Önnu
ásamt flestum dætranna er mjög sérstæð, en
Anna veit ekki hvenær hún var tekin (Sjá
38