Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 68
látið í veðri vaka. Þvert á móti. Og starfs- mennirnir sem áttu að vera hátt í tvö hundr- uð í upphafi, eru nú aðeins um þrjátíu. Við endurvinnslu á málmrykinu myndað- ist blásýra. Þegar sýnt þótti að reksturinn bar sig ekki var gripið til þess ráðs að hleypa blásýrunni í sjóinn til að spara fé við að eyða henni. Athugun leiddi í ljós að hlutur sýr- unnar í sjónum var þrjú þúsund sinnurn stærri en svokölluð hættumörk eru miðuð við. Allt líf fjaraði út á stóru svæði. Trillu- karlar urðu fyrstir manna varir við afleiðing- ar mengunarinnar. Þeim fannst sjórinn und- arlega tær og hreinn, en þegar þeir sáu að allur þörungagróður var horfinn neðan af bátum sem voru í höfninni og af bryggjust- ólpum, grunaði þá að ekki væri allt með felldu. Grunurinn styrktist þegar flundra og áll sýndu ýmis einkenni eitrunar og drápust í stórum stíl. Trillukarlarnir urðu að sækja á önnur mið. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að vinnsla hófst í ScanDust, hafa margir fundið sig knúna til að kæra forystumenn þess fyrir brot á ýmsum lögum. Ein kæran er frá starfs- manni sem sá um að hreinsa vatnsgeymi í fyrirtækinu. Hann var sannfærður um að or- UMHVERFISMÁL sakir krabbameins sem þjáði hann mætti rekja til þess að honum var fyrirskipað að vinna á nærbuxum einum fata nær daglangt í geyminum sem í var vökvi með blásýru og öðrum óþverra. Hann lést áður en mál hans var tekið fyrir. Þegar Högna og samstarfsmönnum hans varð ljóst að ScanDust fylgdi ekki settum starfsreglum, létu þeir kalla saman fund með forystumönnum fyrirtækisins og eftirlits- mönnum frá lénsstjórninni (eins konar sýslu- stjórn) í Malmö. Áður en langt um leið voru Högni og félagar þó útilokaðir frá funda- höldunum. „Þeim hefur líklega þótt við gera of miklar kröfur, og eftir að við skýrðum opinberlega frá athæfi fyrirtækisins héldu hinir fundi án þess að láta okkur vita. Þar hafði ScanDust- mönnum tekist að knébeygja lénsstjórnina. Við vorum hins vegar þeirrar skoðunar að fyrst fyrirtækið uppfyllti ekki þau skilyrði sem starfseminni voru sett af leyfisnefnd, þá mætti það ekki starfa áfram. Lénsstjórnin leyfði fyrirtækinu þó að halda áfram starf- seminni og fékk stuðning Náttúruverndar- ráðs í þeirri afstöðu sinni.“ Vaxandi fylgi umhverfisverndar I Svíþjóð hefur umræða um umhverfismál farið vaxandi á síðustu árum og líklega hefur aldrei verið rætt jafn mikið um mengun hafs og lofts og einmitt í sumar. í beinu framhaldi af því hefur kosningabaráttan snúist að miklu leyti um umhverfismál. Einn angi þessarar umræðu er um endurvinnslu á pappír og áldósum. það er kannski umhugs- unarefni fyrir íslenska gosdrykkjaframleið- endur og landverndarfólk að Svíar eru nú farnir að halla sér aftur að flöskunni sem íláti. Allir stjórnmálaflokkar hafa sett umhverf- isvernd á oddinn og þegar þetta er skrifað búast flestir við því að Umhverfisflokkurinn muni í fyrsta skipti komast inn á þing. Auk- inn áhugi almennings á umhverfismálum sést þó líklega best á því að fólk flykkist til alls kyns umhverfissamtaka. Á sama tíma og ný- liðun sænskra stjórnmálaflokka hefur verið lítil á síðustu fjórum árum fjölgaði sænskum grænfriðungum (félögum í Greenpeace) úr fimmtán hundruðum í hundrað og sextíu þúsund. Tvö prósent sænsku þjóðarinnar eru sem sagt á félagaskrá hjá grænfriðungum og mun stærri hluti þjóðarinnar styður óþing- ræðislegar aðgerðir samtakanna. Grænfrið- ungar hafa á síðustu árum stundað rann- sóknir, til dæmis á mengun sjávar við strend- ur Svíþjóðar, og þeir hafa verið ósparir í gagnrýni sinni á flesta embættismenn. Högni er sá eini sem þeir hafa hlaðið lofi. Hákan Nordin, efnafræðingur, ber ábyrgð á her- ferðum grænfriðunga í Svíþjóð gegn efnum sem eitra umhverfið. Hann segir í samtali við greinarhöfund að Högni hafi tekið þessi mál nýjum tökum og það hafi vakið eftirtekt: „Við lítum það mjög jákvæðum augum sem Högni Hansson er að gera. Hann hefur til dæmis stundað fyrstu rannsókn sinnar teg- undar hér í Svíþjóð þar sem hráefnisnýting iðnfyrirtækja er könnuð í þeim tilgangi að draga úr megnun. Þetta er eitt af því jákvæð- asta sem gerst hefur í umhverfismálum í Sví- þjóð.“ Umhverfis- og hollustuverndarskrifstofan vinnur að því með vísindamönnum frá Há- skólanum í Lundi að rannsaka hráefnisnýt- ingu fyrirtækja í Landskrona. Framleiðslu- ferli tíu fyrirtækja í bænum er rannsakað og skoðað hve mikið af hráefnum nýtist í end- anlegri afurð, hve mikið fer beint í úrgang, og hvað fer í andrúmsloft og skolp. Þannig á að reyna að finna framleiðsluaðferð sem er heppilegri fyrir umhverfi; að fyrirbyggja í stað þess að reyna að lækna eftir á með því að setja upp misgóð hreinsitæki. Mengun — heilsuleysi Það kemur því ekki á óvart að margir bæj- arbúar hafa sagt að Högna sé einum treyst- andi í þessari umræðu. Tvennt veldur því að D)fk M SEM MARG BORGAR SIG - 6 ARA RYÐVARNARÁBYRGÐ BÓNUM OG PRÍFUM BÍLA MASTER-GLAZE LAKKVERND UMFELGANIR BÍLALEIGA RVS RYÐVARNARSKALINN 9 Sigtúni 5 R.vík. s : 19400 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.