Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 35
r
ERLENT
„Við kennarar erum orðnir dauðieiðir á því að störf okkar eru vanmetin.1
átölulaust, að allt það sem byltingin hefur
byggt upp, verði rifið niður. Þolinmæði okk-
ar eru takmörk sett.“ Sérstaklega minnist
hann á „dagblaðið sem gefnar voru upp sak-
ir“ og á þar við „La Prensa“, sem er ötult
málgagn gagnbyltingarinnar í landinu.
Fundinum er lokið og nokkrum sjónvarps-
fréttamönnum tekst að króa forsetann af í
einu horninu og láta þar spurningarnar dynja
á honum, meðan hópur verkakvenna safnast
saman fyrir aftan myndavélarnar og hlæja og
pískra meðan þær horfa frá sér numdar á
undur tækninnar. Á meðan gengið er út í
óbærilegan hitann úti fyrir læðist sú hugsun
að mér, í hvaða landi á þessum slóðum öðru
en Nicaragua, þegnunum sé hleypt að æðsta
leiðtoga landsins með opinskáa gagnrýni af
þessu tagi. Kannski er hér að finna hluta
skýringarinnar á því, að sandinistar skuli enn
halda völdum níu árum eftir byltingu, þrátt
fyrir fullan fjandskap voldugasta herveldis í
heimi, Bandaríkjanna.
Einar Hjörleifsson.
Stálið stinnt —en
ryðgað
Frá ári til árs hefur stálhringurinn Krupp
Stahl AG átt sífellt erfiðara með að ná
fram gæðum á framleiðslu sinni. Sérstak-
lega hefur þessa gætt í framleiðslu fyrir
bifreiðaiðnaðinn. Kaupendur kvarta und-
an margs konar annmörkum á stálinu
m.a. undan því að það sé ryðgað. Þetta
hefur leitt til þess að verðfall hefur orðið á
hluta framleiðslunnar og sífellt meira
magn framleiðslunnar kemst aldrei til
notenda heldur verður þeim sögulegu ör-
lögum að bráð sem bíður stálsins; grand-
að af ryði.
„Estragon: Förum.
Vladimir: Við
getum það ekki.
Estragon: Því þá
ekki9
Vladimir: Við
erum að bíða eftir
Godot.u
Sögur, leikrit, ljóð eftir
Samuel Beckett. Þýðing
og umsjón. Arni Ibsen
308 bls. Verð kr. 2.390.-
Samuel Beckett er í hópi nterkustu rithöfunda
þessarar aldar og hefur ef til vill öðrunt fremur
stuðlað að róttækum brevtingum á skáld-
sagnagerð og leikritun eftir seinni heims-
stvrjöld. Beckett. sem hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1969. er áleitinn höfundur. einstakur
og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni
klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir
aðrir nútímahöfundar.
Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð-
lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og
samastað i veröld sem er á mörkum lífs og
dauða. þar sem tungumálið hevr varnarstríð við
þögnina. Prátt fyrir nær fullkontið getulevsi.
niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar
er henni lýst með miklum húmor og af
ómótstæðilegri ljóðrænni fegurð.
I þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og
fjórtán Ijóð frá fimmtíu ára ferli. þar á meðal
þekktasta verk Becketts. leikritið Beðið eftir
Godot. í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldar-
verkið. hin stutta og magnaða skáldsaga
Félagsskapur. frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen
sem hefur um árabil kannað verk þessa
alvörugefna írska húmorista og hann skrifar
jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta
skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í
íslenskri þýðingu.
J---------------------1-,
^vort d ítvítu
b ........ r