Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 39
MENNING
Fimmti bekkur A. í Barnaskóla Reykjavíkur 1907.
1. röð f.v.: Niels Madsen, Hálfdán Helgason, Níels Dungal, Morten Ottesen. 2. röð:
María Einarsdóttir, Ingibjörg Viborg, frú Anna kennari, Ásta Sighvatsdóttir, Þórunn
Berþórsdóttir, Anna Bjarnadóttir. 3. röð: Efemía Ólafsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir,
Kristján Schram, Kjartan Magnússon, Axel Andrésson, Jóhanna Lárusdóttir, María
Jónsdóttir. 4. röð: Olga Kristinsdóttir, Tómas Stefánsson, Tryggvi Magnússon, Gunn-
ar Schram, Davíð Stefánsson, Moritz Ásmundsson, Ása Þorsteinsdóttir.
Kristín Simsen heldur á dótturbarninu,
Önnu Bjarnadóttur. Myndin er væntan-
lega tekin 1903.
mynd). Það þótti sérstætt á tímum ntikils
barnadauða að öll börnin 12 komust til full-
orðinsára. Anna telur að brjóstamjólkin hafi
skipt þar mestu „Peli hafði þar aldrei komið
inn á heimilið".
Silkiklútur álfkonunnar
Móðir Sigríðar langömmu Önnu Bjarna-
dóttur hét Ragnheiður og var Ijósmóðir í
Reykjavík. Hennar maður var Þorsteinn
fyrsti lögreglumaður í Reykjavík. „Af Ragn-
heiði er sögð sú saga að hún hefði eitt sinn
setið yfir álfkonu. Hún bjó þá uppi á Akra-
nesi. Eitt kvöld kom ókunnur maður og bað
hana sitja yfir konu sinni. Hún fór með hon-
um, en kannaðist ekki við leiðina, enda var
þokusúld. Loks kom hún að húsi, og var þar
inni kona að því komin að fæða barn. Hún
hjálpaði konunni og allt gekk vel. Að skiln-
aði gaf konan henni forláta silkiklút og sagði
að Ragnheiður mætti aldrei farga honum,
því að þá mundi illlt af hljótast. Nú liðu árin
og var Ragnheiður mjög farsæl í starfi. Svo
bar það við dag nokkurn, að vinkona Ragn-
heiðar tældi hana til að gefa sér klútinn. Þá
nótt mistókst Ragnheiði í fyrsta sinn. Hún
var sótt til konu í barnsnauð, og dóu bæði
konan og barnið. Næstu nótt dreymdi hana
álfkonuna, sem henni þótti koma til sín og
segja: „Illa gerðir þú, þegar þú fargaðir
klútnum. Nú færi ég þér hann aftur, en ef þú
fargar honum í annað sinn, mun verr fara.“
Um morguninn fann Ragnheiður klútinn
undir höfðalagi sínu og varð hún upp frá því
jafn farsæl í starfi og fyrr“.
Ástin spriklar öfundsjúk
„Siemsen kaupmaður hafði Benedikt
Qröndal sem heimiliskennara. Þá mun Krist-
ín amma mín sem var elst systranna hafa
verið ung stúlka. Bæði móðir mín og Sigríður
systir hennar fullyrtu að hann hefði ort til
hennar kvæðið „ Upp á himins bláum boga,
bjartir stjörnuglampar loga. yfir sjóinn und-
ur breiða unaðsgeislum máninn slær....“ Og
ég hef séð það af myndum að hún hefur verið
ákaflega vel eygð. Með skærblá augu. Svo
þetta gæti verið satt. Það vakti víst undrun
manna þegar hún giftist Sveini kaupmanni á
Búðum. Þá orti Kristján Fjallaskáld þessa
vísu:
Sveinn á Búðuni fái fjúk
fékk hann hana Stínu.
Ástin spriklar öfundsjúk
innst í brjósti mínu.
Það er sagt að þegar Kristín flutti til Búða
hafi Sveinn látið breiða rautt teppi á bryggj-
una sem hún gekk eftir þegar hún kom í land.
Sveinn var víst efnaður maður á þeim dögum
en hann tapaði á ýmsu síðar, varð fyrir
skipsskaða og þegar hætt var að lýsa Kaup-
mannahöfn upp með lýsi og olía tekin upp
varð hann fyrir miklu tjóni. Hann hafði efn-
ast á að selja lýsi á gömlu lampana.“
Fundinn Thor Jensen
„Húsið sem þau bjuggu í á Búðum er enn
til, og er nú þar nýtt sem hótel. Móðir Sveins
hét Steinunn mikill kvenskörungur frá Sól-
heimatungu. Hún lét reisa kirkjuna á Búð-
um. Eftir að hafa orðið fyrir efnahagstjóninu
fluttu þau afi minn og amma frá Búðum að
Borðeyri.þar sem Sveinn gerðist verslunar-
stjóri. Hann var eitt sinn sendur til Kaup-
mannahafnar í verslunarerindum og átti
meðal annars að útvega ungan aðstoðar-
mann. Þetta var eftir stríðið milli Dana og
Þjóðverja 1864 og Danir voru náttúrulega illa
staddir þá. Þar voru hæli fyrir munaðarlaus
börn og unglinga sem höfðu misst feður sína í
stríðinu. Sveinn fór á slíkt heimili að leita að
aðstoðarmanni. Það var mælt með stórum og
stæðilegum dreng en honum leist betur á
lítinn væskilslegan dreng sem stóð úti í horni
skælandi og hinir voru að stríða honum.
Hann valdi þennan dreng og fór með hann til
íslands. Og þetta var Thor Jensen. Hann
giftist síðar frænku Sveins Þorbjörgu sem fór
með honum frá Búðum til Borðeyrar en hún
var mikil vinkona móður minnar.“
í Barnaskóla Reykjavíkur
Þegar Anna var í Barnaskóla Reykjavíkur
um aldamótin var Mortin A. Hansen skóla-
stjóri. Meðal kennara hennar þar voru Sig-
urður Jónsson síðar skólastjóri og Anna
kona hans. Þau voru foreldrar Steinþórs Sig-
urðssonar jarðfræðings sem fórst í Heklu-
gosinu 1947. Dönsku kenndi Ingibjörg
Bjarnason og Elínborg Matthíasdóttir
(Jochumssonar sem giftist síðar Jóni Laxdal
tónskáldi) kenndi íslensku. Þá kenndu þar
systurnar Guðlaug Arason og Kristín Ara-
son. í fimmta bekk í barnaskólanum kenndi
39