Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 75
UPPELDISMÁL
Skáldið Sjón var meðal leiðbeinenda barnanna...
Gerðubergi á næstunni eru fernir ljóðatón-
leikar og verða þeir fyrstu haldnir þann 24.
október, en þá syngur Sigríður Ella Magnús-
dóttir meðal annars lög eftir Schubert,
Strauss, Rossini og íslensk lög. f nóvember
eru svo aðrir tónleikarnir, og þar syngur
Rannveig Bragadóttir Postl. Priðju tónleik-
arnir verða í janúar, þá syngur Gunnar Guð-
björnsson en síðustu ljóðatónleikarnir eru í
mars og á þeim mun Kristinn Sigmundsson
syngja. Á öllum tónleikunum annast Jónas
Ingimundarson píanóleikari undirleik.
Dagana 11. til 19. september verða Brúðu-
leikhúsdagar í Gerðubergi og er þetta þriðja
árið í röð sem slíkir dagar eru haldnir. Parna
verður sýning á brúðum og brúðuleikhúsið
Sögusvuntan mun frumsýna leikritið Músin
rúsína eftir Hallveigu Thorlacius. Dagvistar-
heimilum í Breiðholti er boðinn forgangur á
sýningarnar, en einnig verða nokkrar sýn-
ingar fyrir almenning.
Elísabet hefur mikinn áhuga á að fá leik-
hópa til að setja upp leiksýningar í Gerðu-
bergi. í hinni nýju álmu hússins er góð æf-
ingaaðstaða fyrir slíka hópa og hægt er að
útbúa stærsta sal hússins sem fyrirmyndar
leikhús. Petta gæti kannski leyst úr húsnæð-
isvanda einhverra húsnæðislausu leikhóp-
anna á höfuðborgarsvæðinu. Er þeim hér
með bent á að hafa samband við forstöðu-
mann Gerðubergs, Elísabetu Pórisdóttur.
— Við höfum gert allt mögulegt hér, við
erum sífellt að reyna eitthvað nýtt, prófa
okkur áfram og þróa starfsemina. Pað er
mikill misskilningur, sem stundum hefur
heyrst, að Gerðuberg þjóni eingöngu íbúum
Breiðholts. Reykjavíkurborg sér um rekstur
menningarmiðstöðvarinnar og hún er að
sjálfsögðu fyrir alla höfuðborgarbúa. Hing-
að sækir fjöldi fólks hinar ýmsu skemmtanir
og listviðburði. Fólki finnst gott að koma í
þetta hús, sem er svo sannarlega lifandi
menningarmiðstöð, sagði Elísabet Þóris-
dóttir, forstöðumaður Gerðubergs að lok-
um.
María Sigurðardóttir.
ORIENT
ORIENT WATCH CO.,LTD.
Ef þú
gerir kröfur
um gæði
veldu þá
Fallegu
ORIENT
armbandsúrin
hjá úrsmiðnum
ORIENT
ORIENT WATCH CO.,LTD.
75