Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 47
MENNING
einnig á orgel eða sembal að minnsta kosti í
þrjú ár, svo það geti talist vera það sem kall-
að er á ensku „keyboard player". Fólk hefur
ekki efni á því að sérhæfa sig svona, að spila
bara á píanó — nema það sé þeim mun
betra.“
Hefur stíll hennar breyst síðan hún fór til
Bretlands?
„Mér finnst ég hafa verið að ganga í gegn-
um vissa þróun undanfarið. Eg hef verið að
hugsa um hluti í sambandi við túlkun og
tækni, sem ég hafði hreinlega ekki hugleitt
áður. Það hefur verið ágætt fyrir ntig að fara
svolítið niður á jörðina þannig."
Lokaritgerð um íslenska
píanótónlist
„Ég hef verið í einkatímum í London, og
auk þess er ég núna að ljúka mastersprófi frá
City University. Ég mun skrifa lokaritgerð
um íslenska píanótónlist. Efnið er hins vegar
erfitt. Það vantar skrifaðar heimildir.
í raun má segja að saga íslenskrar píanó-
tónlistar hafi hafist með Sveinbirni Svein-
björnssyni. Hann kenndi lengst af erlendis,
var t.d. mikið í Edinborg. Peim þarna í skól-
anum í London fannst þetta alltsaman voða-
lega spennandi. Höfðu ekki heyrt neitt áður
um íslenska píanótónlist. Samhliða því, sem
ég skrifa um tónlistina verð ég að flytja sem
mest af henni sjálf, og það er líka hlutur sem
er nýr fyrir mér. Ég hafði ekki áður spilað
mikið af íslenskri píanótónlist.“
Spilar Nína Margrét alla tónlist frá Scar-
latti og uppúr?
„Neinei. Ég hef reyndar spilað Scarlatti,
en mig vantar enn töluvert af mið-, síð-, og
nýrómantískri tónlist. Ég hef ekki spilað svo
mikið af Chopin, mest fengist við smærri
verkin eins og impromptúin. Ekki heldur
spilað ntikinn Brahms. Og ég á alveg eftir að
spila Scriabin, svo dæmi sé tekið. Mér finnst
ég hreinlega ekki hafa haft tækni í þá tónlist.
Ég hef ekki viljað spilað eitthvað, sem ég veit
að yrði bara sull. Vil frekar gera hlutina al-
mennilega. Enþvíerheldurekki að neita, að
mér finnst barokk og klassík eiga vel við mig.
Ég kann ágætlega við skipulagið, sem ríkir í
þeirri tónlist."
íslendingar ekki nógu víðsýnir
„Kennari minn núna er Philip Jenkins.
Hann kennir við Royal Academy, einn virt-
asta skólann í London. Hann var einu sinni á
íslandi, kenndi á Akureyri, og er giftur ís-
lenskri konu. Þess vegna finnst mér fólk á
íslandi hafa fordóma gagnvart honum. Það
er eins og fólk haldi, að þeir, sem hafa verið á
íslandi geti ekki verið eins góðir og hinir.
Fólk heima er ekki nógu víðsýnt. Það er
kannski ekki skrýtið. Við erum svo langt í
burtu. Fáum allt svolítið á eftir . .
—eh
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Ný skáldsaga
Skáldsagan Kaldaljós eftir Vigdísi Gríms-
dóttur hlaut samdóma lof gagnrýnenda og
annarra bókmenntaunnenda, þegar hún
kom út fyrir jólin síðustu. Þótti mönnum sem
þar væri um tímamótaverk að ræða. Innan
tíðar má síðan búast við nýju verki frá Vig-
dísi. Hún vinnur nú að smíði skáldsögu, sem
út á að konia á næsta ári.
„Er það ekki venjulega klisjan, að segjast
ekki vilja segja neitt um söguna, sem maður
hefur í smíðum?“ segir Vigdís. „Ég er búin
að byggja sögu, en á eftir að skrifa hluta af
henni. Ég veit ekkert hvað ég verð lengi að
því. Sagan fer að ráða sér svo mikið sjálf.
Ekki að efnið breytist heldur margs konar
útúrdúrar. Það er svo erfitt að segja maður
ætli að skrifa um þetta og þetta, um þessa
konu, sem gerir þetta osfrv. En í næstu bók
ætla ég að reyna að svara spurningunni eftir
hverju við förum þegar við dæmum. Ég ætla
að reyna að vera búin að þessu á næsta ári.
En ég flýti mér aldrei. Þá næ ég engri kyrrð
og er ekki í jafnvægi."
Gerist sagan í samtímanum.
„Já.“
Kernur Grímur Hermundsson við sögu í
nýju bókinni?
„Neinei. Ég er búin að skila Grími heim.
Þetta er búið. Hringnum er lokað. Hins veg-
ar hafa margir spurt mig af því, hvort það
komi eitthvað meira um Grím. Það er svo
gaman að því að fólk les allt öðru vísi en
maður ætlast til að það lesi. Það sannar enn
einu sinni, að rithöfundurinn á ekki nema
helming af sögunni, lesandinn hinn. Út úr
því kemur svo heild. En ég var sannarlega
búin með söguna."
Vigdís Grímsdóttir er ekki cinungis starf-
andi rithöfundur, heldur og kennari. Þegar
ég hitti Vigdísi er hún að hefja kennslu á ný.
„Ég er búin að skrifa í hálft ár, en fer svo
að núna að kenna aftur í Flensborgarskólan-
um. Það er bara upplífgandi. Það er dálítið
einmanalegt að sitja alltaf heima og semja,
þótt ég finni ekki fyrir þeirri þjáningu, sem
ég hef lesið um. Það er voða gott að geta
skipt svolítið um umhverfi; maður má ekki
loka sig af. Fólk verður dálítið einkennilegt,
þegar það er mikið inni, og fer aldrei út fyrir
vináttufélagsskapinn. “
Ertu með fleira í smíðurn en skáldsöguna?
„Núna finnst mér liggja best fyrir mér að
skrifa langan texta. Hins vegar skrifa ég
alltaf smásögur sem ritæfingar fyrir sjálfa
mig. Maður getur ekki sent allt frá sér.“
Finnast þér sumir senda of mikið frá sér?
„Neinei. Fólk er búið með ritverkin, þegar
því finnst það sjálft vera búið. Ég sendi ekki
á næsta ári
Vigdís Grímsdóttir: „Ég flýti mér aldrei."
frá mér fyrstu bókina fyrr en ég var þrítug,
þorði ekki fyrr. Ég sé eftir því núna, að hafa
byrjað svona seint.
Annars finnst mér alltof lítið gert fyrir
unga höfunda sérstaklega ljóðskáldin. Út-
gefendur vilja ekki gefa þá út. Ekki auglýsa
þá, af því að þeir segja að fólk vilji ekki lesa
það sem þeir yrkja. En þetta er nú bara
einfalt markaðskerfi. Það er hægt að stjórna
áhuganum. Ég held að fólk lesi meira af
ljóðum en margir útgefendur gera sér grein
fyrir.“
Við hittumst skömmu eftir fráfall Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar. Vigdís minnist hans
með mikilli hlýju.
„Honum Ólafi var ekki hampað nógu mik-
ið. Hann var alltof góður til að fólk kynni
raunverulega að meta hann. í gamla daga
langaði oft til að segja honum það, hvað mér
þótti hann góður, skrifa eða hringja. En ég
gerði það aldrei.“
Hefur fólk komið til þín og þakkað þér
fyrir Kaldaljósið?
„Já það hefur gert það. Tímarnir eru
breyttir. Fólk er opnara að þessu lcyti en
áður. Ég hef fengið send ljóð og bréf og
teikningar og finnst mjög vænt um það . . .“
—eh
47