Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 7
INNLENT Pólitísk kreppa Fréttaskýring um stjórnmálaástandið Þorteinn Pálsson. Erfitt samstarf. Áöur en kom til auðsærrar stjórnarkreppu haföi staðið umræða um efnahagsvandann um nokkurra vikna skeið. Sú umræða var e.t.v. merkilegust fyrir þær sakir að flestir stjórnmálaflokkanna hringsnerust í afstöðu sinni til stjórnmála; prinsippin sem þeir höfðu aðhyllstféllu. Þettaát.d. við um allastjórnar- flokkana þó umsnúningurinn hafi verið mest áberandi hjá Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki. í rauninni voru það tímamót í íslenskri stjórnmálaþróun, að„ niðurfærsluleiðin“ skyldi eiga jafn víðtækan pólitískan stuðning og raun bar vitni. Sjálft höfuðvígi markaðs- frelsins og frjálshyggju, SUS — Samband ungra sjálfstæðismanna, samþykkti ályktun til stuðnings niðurfærslunni, þar sem sagði að frelsið væri gott, en... Þetta er aðeins dæmi um þá umsnúninga sem orðið hafa í pólitíkinni síðustu vikur og mánuði. Öll helstu áróðursmál forystu Alþýðuflokksins eru nú fallin fyrir sömu forystu. Segja má að aðeins sé deilt milli flokkanna um útfærslu á því hvernig stjórna eigi hinum ýmsu þáttum efnahagslífsins, en ekki hvort eigi yfirleitt að stjórna þeim. Frelsið er farið. ímyndarvandinn Sú tíð er liðin er flokkarnir fjórir Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur stóðu hatrammir hver gegn öðrum af hreinum pólitískum grundvallarástæðum, fylgismenn þeirra her- skáir andstæðingar með ólíka pólitíska lífs- skoðun. Með margvíslegum þjóðfélags- breytingum hafa flokkarnir breyst þannig að þeir líkjast hver öðrum. Þeir hafa áfram margvíslega hagsmuni að verja en innan hvers flokks er fólk sem á e.t.v. meira sam- eiginlegt með fólki í öðrum flokkum en sín- um eigin. Þó það virðist þversögn getur kom- ið til heiftarlegs pólitísks ágreinings milli þeirra engu að síður. Og það er einmitt það sem gerðist milli stjórnarflokkanna á dögun- um. En það kemur einnig fyrir innan flokk- anna að komi til heiftarlegs ágreinings. Flokkarnir reyna að viðhalda „fjandaí- myndinni" á pólitískum andherjum til að þétta saman eigin fylgi. En með tímanum hefur þessi viðleitni orðið æ hjárænulegri. Það er afskaplega erfitt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að halda því fram að Alþýðubanda- lagið sé útsendari frá Kreml (ekki síst eftir að Gorbaschoff og Ólafur Ragnar komu til sög- unnar) og það gengur ekki fyrir Alþýðu- Jón Baldvin Hanni- balsson. Utan ríkis- stjórna bíður rýrn- andi fylgi. bandalagið að halda því fram að Sjálfstæðis- flokkurinn sé„ kapitalistiskt skrímsl" með sérlegan erindrekstur fyrir ameríska auð- hringi. Þar sem fjandaímyndin er sagnfræðilega fallin , þ.e. að hægt sé að skilja og skýrgreina flokkana eftir andstæðingum þeirra, hafa þeir orðið að leggja æ meira upp úr ímynd sjálfra sín. Af þessum ástæðum skipta for- menn og aðrir talsmenn flokkana meira máli en e.t.v. áður. Það skiptir miklu fyrir stjórn- málaflokkana að ímynd þeirra sé ljós og skýr og hún getur ekki um langan tíma verið mis- vísandi. í þessu felst að miklu leyti vandi stjórn- málaflokkanna núna; Jón Baldvin og Jón Sigurðsson er önnur ímynd á Alþýðuflokkn- um en Jóhanna Sigurðardóttir og Arni Gunnarsson, hjá Sjálfstæðisflokknum eru þeir Birgir Isleifur Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson önnur ímynd en Eggert Haukdal, Egill Jónsson og Halldór Blöndal, þau Ólafur Ragnar og Svanfríður Jónasdóttir hafa aðra ímynd en Hjörleifur Guttormsson og Stein- grímur Siglusson, hjá samtökum um kvennalista hafa þær Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir aðra ímynd en þær konur sem munu taka við þingstörfum af þeim á næstunni, Guðrún Halldórsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnson. Hjá Borgar- flokknum hefur Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir aðra ímynd en Albert Guðmundsson. Það er einna helst Framsóknarflokkurinn sem hefur skýra ímynd; Steingrím Hermannsson. í þeirri umræðu um efnahagsmál sem stað- ið hefur síðustu vikur og snerist fljótlega upp í kosningabaráttu hefur þessi óskýra ímynd flokkana skipt máli. Mannleg vandamál Á því tímabili sem efnahagsvandinn hefur yfirskyggt umræðuna fjarlægðust stjórnar- flokkarnir hver annan með miklum hraða. Reyndar hefur stjórnarsamstarfið frá upp- hafi einkennst af fjarlægð milli flokkanna. En það er umhugsunarvert að ástæðan er umfram annað persónupólitísk tortryggni milli formanna stjórnarflokkanna , og í kjöl- far þess heiftarlegur pólitískur ágreiningur um leiðir. í yfirlýsingum talsmanna stjórnar- flokkanna varð svo stigmögnun persónu- legra ónota þannig að ekkert annað en stjórnarslit blasti við. Steingrímur Her- mannsson hafði orð á þessum mannlega þætti samstarfsins í viðtali við Stöð 2 og Morgunblaðið sagði í Reykjavikurbréfi ll.septcmber:„Stjórnmálamönnum er illa við að viðurkenna oinberlega að þeirgeti ekki starfað hver með öðrum, þess vegna eru það alltaf málefnin sem eru sögð ráða því að lok- um, að upp úr samstarfi slitnar. Hið sama á þó við í stórnmálum eins og í lífinu sjálfu, að mannlegi þátturinn vegur oft þyngst þegar til úrslita dregur“. Þingmenn og ráðherrar úr Framsóknar- flokki (sjá ramma) og Alþýðuflokki kvört- uðu undan skorti á verkstórn og samvinnu- Kristín Halldórsdótt- ir. Hver verður ímynd Kvennalistans á þingi þegar hún og Guðrún Agnarsdóttir hætta? vilja Þorsteins Pálssonar. Og svo virðist sem skoðun í þá átt sé einnig fyrir hendi í Sjálf- stæðisflokknum sjálfum. Þannig hefur em- bætti forsætisráðherra að því er virðist ekki hafa styrkt Þorstein Pálsson í sessi í Sjálf- stæðisflokknum fremur en annars staðar í þjóðfélaginu. Og formaðurinn virðist bæði 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.