Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 26
ERLENT
Cleveland
Börnum misþyrmt
Deilt um réttarstöðu
fjölskyldunnar
gagnvart
sérfrœðingum.
Clevclandmálinu svokallaða er nú lokið án
þess að nokkur verði gerður persónulega
ábyrgur fyrir því að tugir barna voru teknir
frá foreldrum sínum vegna gruns um kyn-
ferðislegar misþyrmingar.„Kerfið“, í þessu
tilviki félagsmála og heilbrigðismálakerfið í
Bretlandi hefur setið undir gagnrýni vegna
málsins, en margir óttast að Iyktir þess muni
gera almenning sljóari fyrir þjóðfélagsmein-
inu; kynferðislegri misbeitingu barna.
Nú er loks lokið sérstæðu rnáli fyrir rétti í
Englandi, Cleveland-málinu svokallaða,
sem hefur valdið miklu hugarróti og deilum
meðal Breta í meira en ár. Rannsóknarréttur
undir forsæti Butler-Sloss dómara, hefur set-
ið að störfum undanfarna mánuði við að
rannsaka hvernig það vildi til að á aðeins
fimm mánuðum, einkum í maí og júní 1987,
var 121 barn úr 57 fjölskyldum í Cleveland-
sýslu í norðaustur Englandi tekið úr höndum
foreldra sinna og lagt inn á spítala eða látið
fósturheimilum til umsjónar, vegna þess að
þau voru talin hafa orðið fyrir kynferðislegri
misþyrmingu í heimahúsum.
Það voru læknarnir Marietta Higgs og
Geoffrey Wyatt við Middlesbrough General
Hospital sem úrskurðuðu að undangenginni
rannsókn að börnunum hefði verið kynferð-
islega misþyrmt. Marietta Higgs kom til
starfa sem barnalæknir við spítalann í árs-
byrjun 1987 og hóf hún þegar samstarf við
Geoffrey Wyatt. Fljótlega fjölgaði þeim
börnum við spítalann sem talin voru hafa
orðið fyrir kynferðislegri misþyrmingu.
Þessum börnum hafði verið vísað til Higgs og
Wyatt frá ýmsum aðilum, félagsráðgjöfum,
hjúkrunarfólki og heilsugæslustöðvum, sem
grunaði að börnin sættu illri meðferð, en
einnig kom nokkur hluti barnanna á spítal-
ann af öðrum ástæðum, til dæmis vegna
hægðatregðu.
Niðurstöður Iæknanna byggðust á skoðun
á líkamlegum einkennum, einkum á enda-
þarmi, með svokallaðri reflex anal dilatat-
ion-athugun (RAD). Flest barnanna sem
voru talin hafa sætt misþyrmingu voru tekin
úr umsjá foreldra sinna, stundum án nokkurs
fyrirvara, og lögð inn á Middlesbrough Gen-
eral Hospital eða sett í fóstur undir eftirliti
félagsmálastofnunar Clevelandsýslu.
Þegar tilvikunum fjölgaði, ekki síst tilvik-
um þar sem engin kvörtun hafði komið fram
um misþyrmingar, tóku að renna tvær grím-
ur á hlutaðeigandi yfirvöld. Lögreglan hafði
þegar í mars 1987 verið tortryggin á úrskurði
Higgs og Wyatts, en brást við með því að
firra sig ábyrgð og draga sig út úr málinu.
Spítalinn og félagsmálastofnun áttu fullt í
fangi með að annast allan þennan vaxandi
fjölda barna og þar kom að kerfið réð ekki
lengur við umfang málsins. í júnímánuði
voru börnin orðin 121 talsins.
Aðgerðir læknanna og félagsmálayfir-
valda ollu miklu uppnámi og sundrungu í
viðkomandi fjölskyldum og tortryggni gróf
um sig milli hjóna. Foreldrar sem töldu að
hér væri um hræðileg mistök að ræða gerðu
ítrekaðar tilraunir til að fá úrskurðunum
breytt, en mættu tortryggni og jafnvel andúð
læknanna ogfélagsráðgjafa. Þeirfengu sjald-
an að hitta börnin sín og þá ávallt undir
eftirliti. Mörg barnanna neituðu að þeim
hefði verið misþyrmt en ekki var hlustað á
þau. Börnin voru yfirleytt tekin skyndilega
frá foreldrum sínum án nokkurra eða ónógra
skýringa. Þessi meðferð, að fjarlægja fórnar-
lambið af heimilinu frekar en hinn grunaða
föður, jók enn á sársauka barnanna. Ekki
þýddi fyrir foreldra að leita réttar síns hjá
lögregluyfirvöldum sem drógu sig hreinlega
út úr öllu samstarfi við aðra aðila og vísuðu
þessu frá sér.
En málið var orðið viðamikið og ekki ein-
leikið hve mörg börn á þessu svæði höfðu
verið greind á þennan veg. Sumir foreldr-
anna sem töldu sig rangindum beitta leituðu
til Stuart Bell, þingmanns Verkamanna-
flokksins í Middlesbrough, og átti hann hvað
mestan þátt í að vekja athygli fjölmiðla og
almennings á málinu. Það kom til umræðu í
\
Mikið úrval af
haustlaukum.
Opið frá 10-19 alla
daga.
Nœg bílastœði.
GARÐSHORN M
við Fossvogskirkjugarð
SUÐURHLÍÐ 35 - 105 REYKJAVÍK
SÍMI 40500
26