Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 65

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 65
VÍSINDI Skopmynd af Charles Darwin frá síðustu öld. Úr heimi vísindanna Nýjar hugmyndir um þróun lífsins Dr. Sigurður Steinþórsson skrifar Fáar bækur, ef nokkrar, hafa haft meiri áhrif á heimsmynd vora en Um uppruna tegund- anna eftir Charles Darwin, sem kom út árið 1859. Hugmyndir um þróun lífsins höfðu að vísu lengi verið á kreiki — m.a. orti Erasmus Darwin, afi Charles, kvæði um þróun - en með Uppruna tegundanna komu fram svo sannfærandi rök, að tæplega varð efast leng- ur. Mikilvægast var þó, að í bókinni færði Darwin fram skýringu á því hvað knýr þró- unina fram, náttúruval. I heimsreisu sína með skipinu Beagle 1831-35 hafði Darwin haft með sér jarðfræði Lyells, sem þá var núkomin út, en þar var mjög haldið fram kenningum skoska jarðfræðingsins Huttons. Ein hin mikilvægasta þeirra nefnist sístöðu- hyggja (uniformitarianism): að skilja megi jarðsöguna, og þar á meðal þróun lífsins, með hægfara breytingum fyrir tilverknað hinna sömu afla og enn eru að verki. Hin andstæða kenning nefnist hamfara- hyggja (katastrófismi), sem m.a. má rekja til hins rnikla franska náttúrufræðings Cuviers. Georges Cuvier (1769—1832) hafði rannsak- að jarðlög í námunda við París og fundið þar merki um mörg flóð sem eytt höfðu öllu lífi en nýjar tegundir komið fram í staðinn. Þetta féll vel að Biblíunni, því Nóaflóðið hefði verið hið síðasta af þessum flóðum. Ástæðan fyrir því að Darwin fór í ferðina með Beagle var raunar sú, að hinn heittrúaði og biblíu- fasti Fitz Roy skipstjóri vildi hafa náttúru- fræðing með í för til að leita að merkjum um Nóaflóðið til að nota í baráttunni við efa- hyggjumenn. Harðvítugar deilur um þetta efni, hamfarir eða sístöðu, höfðu geisað meðal náttúrufræðinga í marga áratugi, en þegar hér var komið hafði sístöðuhyggjan orðið svo rækilega ofan á, að sumir telja að Frakkar hafi aldrei beðið ósigursins bætur síðan. Einn vandi Darwinista hefur verið sá, að í jarðlögum finnast nær aldrei breytingar frá einni tegund í aðra. Þar finnst í einu jarðlagi ákveðið fylki tegunda, og annað í því næsta, en engir milliliðir frá einni tegund til ann- arrar. Þetta skýrði Darwin sjálfur með því hve slitrótt sú saga er sem steingervingar skrá í jarðlögin — þau eru líkt og bókarslitur, sem ekki er annað en fáein orð eða stafir á margra blaðsíðna fresti. Á síðustu árum hafa komið fram hugmyndir, sem enn styrkja þessa skýringu Darwinista, þess efnis að við vissar ytri aðstæður geti tegundir þróast mjög hratt, en séu síðan stöðugar lengi á milli („macroevolution“ nefnist það). Hins vegar hafa á allra síðustu árum komið fram ný gögn, sem benda til þess að Cuvier hafi haft nokkuð til síns máls, þrátt fyrir allt. Árið 1977 birtist grein eftir tvo steingerv- ingafræðinga í Princeton, Fischer og Arthur, þar sem því var haldið fram, að sl. 250 mill- jón ár hafi einhverjar ástæður valdið aldauða fjölda tegunda á 32ja milljón ára fresti. Vegna þess að hér var vakinn upp einhvers konar Cuvierismi, sem verið hefur aðhlát- ursefni í 200 ár, og vegna þess að Fischer er meðal virtustu manna á sínu sviði (Arthur var nemandi hans), þótti þeim sem til þekktu mjög leiðinlegt að þeir skyldu lenda í því að skrifa svona kjánalega grein, og gerðu menn sitt besta til að gleyma henni og láta sem ekkert væri. Þau gögn sem þeir Fischer og Arthur höfðu í höndum voru ekki sérlega góð, en á 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.