Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 54
HEILBRIGÐISMÁL ur endurgreiðslan í sumum tilvikum numið allri upphæðinni, í öðrum tilvikum verið lítil eða engin. Ingimar Sigurðsson telur, að hér- lendis ætti tafarlaust að taka upp sama kerfi endurgreiðslna og í Svíþjóð og Noregi: „Ég tel, að þegar um er að ræða lækning- ar, til dæmis tannréttingar vegna bitskekkju, mætti þátttaka hins opinbera vera meiri og ná yfir alla aldurshópa eins og gildir um aðra mannlega kvilla, sem heilbrigðiskerfinu er ætlað að bæta eftir því sem hægt er. Ég er því hlynntur því að kerfið verði stokkað upp og gert svipað því sem þekkist í nágrannalönd- unum, til dæmis Noregi, þannig að að þátt- taka hins opinbera taki mið af því hvers eðlis aðgerðin er.“ Ingimar Sigurðsson telur sömuleiðis, að þáttur hins opinbera sé of mikill í sumum aðgerðum. „Mín skoðun er sú, að í mörgum tilvikum sé um að ræða lagfæringar á ímynduðum lýtum, sem einstaklingarnir eigi sjálfir að standa undir kostnaði við. Ekki ætla ég mér að gera lítið úr þessu, ekki síst sálfræðilegu gildi slíkra aðgerða. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að vart fyrirfinnst sá maður, sem ekki hefur ýmislegt að útliti sínu og annarra að finna. Að ætla almannasjóðum að standa undir slíkum aðgerðum er hins vegar of langt gengið og beinlínis í andstöðu við grundvöll almannatryggingalaga varðandi sjúkratrygg- ingar, sem er fyrst og fremst að standa undir kostnaði við lækningar. Þeim mun ankann- anlegra verður þetta ef til þess er litið, að almannatryggingalögum er til dæmis ekki ætlað að standa undir fyrirbyggjandi heilsu- vernd.“ Útlitskröfur samfélagsins Víst er að útlitskröfur í nútímaþjóðfélagi eru miklar. Eins og einn viðmælenda Pjóðlífs sagði, þá er „stöðugt verið að sýna fólki hvernig það á að líta út. Endalausar auglýs- ingamyndir af beintenntum fyrirsætum fylla dagblöð og tímarit. Sömuleiðis þykja fegurð- arsamkeppnir og aðrar útlitskeppnir bráð- nauðsynlegar í íslensku þjóðfélagi. Pað er ekki skrítið, að fólk vilji leggja nokkuð á sig til að fullnægja útlitskröfum í þessu þjóðfé- lagi.“ Eru það þá sjúklingarnir, sem þrýsta á um aðgerðirnar? Einn af viðmælendum Pjóðlífs, stúlka, sem fór í tannréttingu fyrir nokkrum árum segir svo ekki liafa verið í sínu tilviki. „í mínu tilviki vildi sérfræðingurinn halda aðgerðinni áfram miklu lengur. Vildi fjar- lægja nokkrar tennur og ná neðri kjálkanum framar. Ég neitaði. Var búin að fá nóg, eftir að hafa verið í réttingu í þrjú ár.“ Sérfræð- ingur kvað það sama eiga við í tannréttingum og öðrum lækningum að mikið ylti á sam- starfi sjúklings og læknis. Auðvitað vildu sérfræðingar ekki hætta við aðgerð í miðjum kliðum, því þar með kæmi fyrri hluti aðgerð- arinnar ekki að fullum notum fyrir sjúkling- inn. Víst er, að það er engin leið fyrir sjúklinga sjálfa eða aðstandendur þeirra að meta lækn- isfræðilega þörf aðgerða. Ógjörningur er fyrir þá að sjá hvort tannrétting sé nauðsyn- leg fyrir tannheilsu viðkomandi eða einungis fegrunaraðgerð. Því er augljóst hversu baga- legt það er, að á íslandi, ólíkt til dæmis Nor- egi, skuli ekki vera starfandi óháðir ráðgjaf- ar á vegum sveitarfélaga, sem skera úr um þörf aðgerða á þegnum viðkomandi sveitar- félags. Tannréttingasérfræðingur kvað þetta atr- iði fráleitt og fullyrti, að aðgerð væri hverju sinni borin undir marga aðila. Oftast kæmu sjúklingar samkvæmt tilvísun og leiðbein- ingu frá almennum tannlækni til sérfræðings. Séfræðingar í tannréttingum ræddu saman um öll álitamál og aðgerðir og væri um víð- tækt faglegt samráð að ræða. Sjúklingar gætu sem hægast leitað til fleiri en eins sérfræðings til að leita af sér allan vafa og það væri oft gert. Aðstoðarmenn á sérfræðings- taxta Sérfræðingum í tannréttingum er, eins og öðrum læknismenntuðum sérfræðingum, heimilt að hafa eins marga aðstoðarmenn í vinnu og þeir vilja og þeir treysta sér til að hafa ábyrgð á. Greiðslur fyrir alla þá vinnu, sem framkvæmd er á stofunni, eru síðan miðaðar við taxta sérfræðinga. Dæmi munu vera um það, að aðstoðarfólk, sem enga tannlæknamenntun hefur, vinni ýmis störf sérfræðilegs eðlis. Samt er tannlæknataxti með 32 prósent sérfræðingsálagi innheimtur af sjúklingnum. Einn af sjúklingur tannrétt- ingafræðings í borginni staðhæfir, að aðstoð- arfólk hafi framkvæmt nánast alla hluti að- gerðarinnar. „Sérfræðingurinn leit á mig í mesta lagi eina til tvær mínútur áður en ég yfirgaf stofuna, sem yfirleitt var einu sinni í mánuði. Það kom líka fyrir að hann leit alls ekki á mig og var jafnvel erlendis. Aðstoðar- fólkið setti spangirnar í og herti á þeim, en ekki sérfræðingurinn sjálfur.“ Þjóðlíf hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að meiriháttar aðgerð eins og að fjarlægja tannspangir sjúklings hafi verið gerð af að- stoðarfólki að sérfræðingnum fjarstöddum. „Þetta er atvinnurógur," sagði sérfræðing- ur í samtali við Þjóðlíf. „Ef til eru slík dæmi þá eiga þau ekki við alla stéttina. í öllum tilvikum skoðar læknirinn sjúklinginn og læt- ur aðstoðarfólk vinna létt störf undir sínu eftirliti. Það er ekki hægt að fordæma heila stétt vegna annmarka sem komið hafa upp hjá einum aðila", sagði þessi sérfræðingur í tannréttingum. „Okkur hafa borist kvartanir vegna þess, að sérfræðingur í tannréttingum hefði marga aðstoðarmenn í vinnu, sem sinntu þá mikl- um hluta þess, sem fram fer á stofunni," segir Guðjón Magnússon. „Þetta var athug- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.