Þjóðlíf - 01.09.1988, Qupperneq 72
Að kröfu umhverfisstjórans hefur verið dregið verulega úr mengun frá Supra og
öryggiseftirlit hert.
Högna þykir greinilega miður að þurfa að
lenda í stælum við Valfrid Paulsson. Hann
segist hafa reynt að flytja mál sitt málefna-
lega á opinberum vettvangi og forðast að
gera persónur manna að aðalatriðum máls-
ins.
Áðurnefndur Westerlund, dósent í um-
hverfislögum, segir um starfshætti Náttúru-
verndarráðsins, að það hafi komið þannig
fram í málinu, að réttlætanlegt sé að leysa
marga yfirmenn þess frá störfum. Wester-
lund segir að lénsstjórnin í Malmö og sænska
Náttúruverndarráðið hafi ekki sinnt þeirri
lagalegu skyldu sinni að hafa eftirlit með
rekstri ScanDusts. Þessar stofnanir hafi ekki
einu sinni tekið við sér þegar Högni Hansson
og samstarfsmnn hans bentu á að ekki væri
allt með felldu í rekstri fyrirtækisins.
Framtíð mannkyns í húfi
En því hefur verið haldið fram að umhverfis-
verndarmenn fái litlu áorkað. Ætli menn í
Landskrona hafi fengið öðru áorkað en því
að fá ítarlega umræðu um hluti sem eru
miklu verri annars staðar?
„Jú, mér finnst að við höfum fengið ein-
hverju áorkað. Mengun hefur minnkað
verulega í bænum, en kannski ekki endilega
fyrir okkar verk. Hins vegar hefur þekking
I almennings og áhugi á náttúruvernd aukist
gífurlega mikið. En það er greinilegt að nú-
verandi eftirlit dugar ekki. Fyrirtæki geta
samið við yfirvöld þegar eitthvað bjátar á.
Það væri sambærilegt við það að lögregla
færi að semja við þá sem ækju um á bremsu-
lausum bílum! Pað þarf að herða eftirlitið
verulega, því það er einfeldni að halda að öll
fyrirtæki fylgi reglurn, þótt flest þeirra geri
það.“
En Högni lætur sér annt um fleira en nán-
asta umhverfi íbúa í Landskrona. Samtalið
berst að þeim þáttum umhverfismála sem
verið hafa í deiglunni síðustu misseri. Högni
segir að það sé ekkert skrýtið að fólk sé
órólegt þegar ósonlagið í himinhvolfinu eyð-
ist eða þegar gróðurmold fýkur burt, ekki
bara á Islandi, heldur einnig í Himalajafjöll-
um og í Afríku. Eyðimerkur breiðist út og
regnskógur eyðist af manna völdum. Mögu-
leikar til að brauðfæða jarðarbúa séu hrein-
lega minni nú en áður.
„Pað má líka líta á útrýmingu dýra- og
jurtategunda. Útrýmingin er hraðari í Norð-
ur-Evrópu nú en þegar ísöldin kom. Og þá
voru geysilegar náttúruhamfarir. Það efast
enginn lengur um tilvist súrs regns í Svíþjóð
sem leysir kvikasilfur úr jarðvegi og eyðir
vatna- og skógarlífi. Sjávardauðinn í Eystra-
salti, dönsku sundunum og Kattegat er raun-
veruleiki. Enginn hafði látið sér detta í hug
að tala um þetta fyrir tíu árum. Um aldamót
voru um hundrað þúsund selir í Eystrasalti.
Núna eru aðeins um eitt þúsund selir eftir,
þar af um hundrað frjósamar urtur. Það sem
fer svona með selinn er að hann étur sama
fisk og menn snæða! Það er fyrirsjáanlegt að
selur deyr út í Eystrasalti ef ekki tekst að ala
þá í kvíum. í hnotskurn snúast umhverfis-
málin um það hvort maðurinn muni geta
lifað áfram á jörðinni í nánustu framtíð.“
Það er greinilegt að Högni sinnir starfi
sínu af lífi ogsál. Hann segist vilja ganga eins
langt í umhverfisvernd og lögin leyfa. Hon-
um fannst í fyrstu mjög erfitt að þurfa að
lenda í deilum á opinberum vettvangi. En
skrápurinn hefur þykknað. Honum hefur
tekist að vera starfsskyldu sinni trúr og nú
getur hann horft um öxl með ró.
„Þetta var erfitt þegar byrjað var að starf-
rækja ScanDust, á árunum frá 1983 til 1985.
Þá átti ég í útistöðum við sterk öfl bæði í
Landskrona og annars staðar. En ég hef haft
góðan stuðning samstarfsmanna minna. Við
erum sjö á umhverfis- og hollustuverndar-
skrifstofunni og mannabreytingar hafa verið
litlar. Auk þess hafa allir fulltrúar í umhverf-
isnefnd bæjarins alltaf fylgt okkur í Scan-
Dust-málinu, þótt bæjarráðið hafi verið á
móti okkur. Svo höfum við fengið mikinn
stuðning bæði samtaka og almennings í
Landskrona.“
Það er greinilegt að þótt Högna sé ekkert
um sviðsljósið gefið, er hann ófeiminn við að
segja skoðun sína umbúðalaust. Það, og fag-
leg vinnubrögð hans og undirmanna hans,
veldur því að fjölmiðlafólk leitar gjarnan til
hans. En þrátt fyrir hógværðina geri ég ráð
fyrir að Högni sé síður en svo skaplaus. Mér
virtist honum hitna svolítið í hamsi er sam-
skiptin við Náttúruverndarráð bar á góma.
Eg geri ráð fyrir að maðurinn sé fremur fast-
ur fyrir og fylginn sér. Hann er alvarlega
þenkjandi, en gefur sér samt tíma til að hlæja
að þeim broslegu hliðum sem hann sér á
tilverunni. Og honum finnst stundum bros-
legt hvað aðrir geta æst sig yfir því sem hann
segir eða gerir.
Hann var ungur og óreyndur þegar hann
hleypti heimdraganum. Reynslu fullorðins-
áranna hefur hann öðlast á erlendri grund.
Hann hefur fundið starfi sínu farveg og er
virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni í
Svíþjóð. Og hann hefur meiri áhrif á þróun
mála í sínum málaflokki en margir aðrir. En
þótt hann hafi mótað starf sitt, þá hefur starf-
ið ekki síður mótað hann sjálfan. Hann hefur
tengst Svíþjóð fjölskylduböndum. En hugur-
inn leitar oft heim. I þau skipti sem við höf-
um hist hafa umræður okkar endað á ís-
landsmálum. Þar fylgist hann vel með og er
ekki skoðanalaus um gang mála. Þótt hann
hafi búið í Svíþjóð í 23 ár, á ísland hug hans
og hjarta. Hann er oft á heimleið, íhuganum
að minnsta kosti. En hann telur sig hafa verk
að vinna í Landskrona. Þar má ekki hætta í
miðjum klíðum.
Viðtal og texti:
Stefán Jóhann Stefánsson.
72