Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 31
ERLENT komulag málamiðlun. Margir Grænlending- ar eru ósáttir við að Danir fái allar leyfis- greiðslur þar til þær nema sömu upphæð og öll Grænlandsútgjöld Dana, sem á árinu 1987 námu um 17 milljörðum íslenskra króna. Þeir sjá því ekki fram á að Grænlendingar sjálfir hafi beinar tekjur af auðlindavinnslu í bráð. Talsverð umræða er nú á Grænlandi um það hvaða kostir í sambandi við nýtingu jarð- efna séu heillavænlegastir. Margir óttast stórtækar framkvæmdir með þátttöku stórra alþjóðlegra auðhringa, eins og t.d. olíu- vinnsla hefði í för með sér. Nú stendur yfir olíuleit í Jameson-landi á Austur-Græn- landi. Fyrir henni stendur fyrirtækið ARCO Greenland A/S. Það er að nærri tveimur þriðju hlutum í eigu norður-amerísks olíufé- lags og að einum fjórða í eigu Nunaoil A/S sem er sameign danska ríkisins og græn- lensku heimastjórnarinnar. Kostnaðurinn við þessar rannsóknir nemur þegar rúmlega 1,6 milljarði íslenskra króna og er ljóst að ef til framkvæmda kemur þarf að hugsa stórt svo að þessar fjárfestingar skili sér. Slíkar framkvæmdir hefðu ekki þau miklu áhrif á grænlenskt efnahagslíf eins og margur gæti haldið því allur búnaður og öll tækniþekking yrði innflutt. Einu Grænlendingarnir í vinnu yrðu líklegast ófaglært verkafólk frá Skores- bysundi en auk þess hefðu Grænlandsversl- unin og Grænlandsflug tekjur af þjónustu. Bæjarfélagið í Skoresbysundi yrði algjörlega háð olíuvinnslunni en grænlenska hagkerfið fengi ekki nema brot af auðnum því að stærsti hluti greiðslnanna rynni í danska rík- issjóðinn. Auk þess er Grænlendingum það ljóst að hagsmunir þeirra væru léttvægir í samanburði við útlenska olíufyrirtækið því ársvelta þess er 43 sinnum hærri upphæð en árleg opinber útgjöld á Grænlandi. Græn- lendingar eru því alls ekkert fullir eftirvænt- ingar vegna olíuævintýrsins, — hins vegar gera þeir sér grein fyrir því að vart verður aftur snúið. Eina náman sem nú er starfandi telja margir einnig víti til varnaðar. Ibúar í nær- liggjandi byggðarlagi eru algjörlega háðir henni. Laun þeirra eru um 3% af launa- greiðslum í landinu og af því dregur hið opin- bera í launaskatt sem nemur 4% af launa- skattstekjum heimastjórnarsjóðsins. Náman hefur mikið að segja fyrir grænlenskt efna- hagslíf og ef henni yrði lokað, sem ávallt vofir yfir, hefði það ekki einungis mjög nei- kvæð áhrif á efnahagslífið, heldur yrði heilt byggðarlag atvinnulaust. Margir Grænlend- ingar telja því að grænlenskt efnahags- og þjóðlíf sé ekki undir það búið að takast á við stórtæka jarðefnavinnslu. Aðrir valkostir sem margir telja fýsilegri eru námuvinnsla f smærri stíl þar sem stuðst yrði að mestu við það samgöngu-, efnahags-, mennta- og menningakerfi sem fyrir er í hin- um dreifðu byggðarlögum og það þróað áfram jafnt og þétt. Dæmi um þetta er sam- vinna bæjarfélagsins í Narssaq á suð-vesturs- tröndinni og íslenska fyrirtækisins Icelandic Alloys. Um er að ræða mulning á kvartsi og ef þetta reynist hagkvæmt verður íslenska fyrirtækið viðtakandi mulningsins. Fjárfest- ingar vegna þess næmu ekki nema tæpum 100 milljónum íslenskra króna og atvinna skap- aðist fyrir um 12 manns. Atvinnurekstur af þessu tagi breytti ekki miklu fyrir grænlenskt efnahagslíf á einni nóttu. Ef áþekkur at- vinnurekstur gæti hins vegar fest rætur í flest- um byggðarlögum á Grænlandi gæti safnast saman innlend reynsla og þekking sem ásamt efnahagslegri og menningarlegri framvindu skapaði forsendur fyrir stórtækari jarðefna- vinnslu. Þegar tíðindamaður Þjóðlífs var á ferð um Grænland virtist andinn vera sá að ekkert lægi á í sambandi við nýtingu auðlindanna því ekki eyddist það sem ekki væri tekið. Jarðefni eins og olía og úraníum falla að líkindum ekki í verði á næstu áratugum. Hins vegar var það augljóst að þrýstingur um stór- iðju eykst stöðugt. Þrýstingurinn er bæði pólitískur og efnahagslegur. Neysla almenn- ings hefur aukist á Grænlandi eins og annars staðar og ljóst er að Grænlendingar verða í bráð að færa út kvíarnar vilji þeir viðhalda henni. Það er því mjög erfitt að segja til um hvert stefnir í þessum málum á Grænlandi. Ásgeir Friðgeirsson. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.