Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 30
ERLENT vinnslumálum á Grænlandi að erfitt er að meta hvort hugmyndir af þessu tagi eru raun- hæfar. Henrik Lund sagðist óska þess að Islend- ingar og Grænlendingar gætu haft samstarf um skipaflutninga. Hann sagði að flutningur á vörum til Grænlands væri óhemjudýr og að það stafaði fyrst og fremst af því að Græn- landsverslunin einokaði skipaflutninga. Samkeppnin er því engin og innfluttar vörur eru svo til allar fluttar inn í gegnum Kaup- mannahöfn, sem Lund sagði að væri ákaf- lega óhagkvæmt. „Dönsk skip sigla framhjá Islandi á leið til Grænlands og íslensk skip sigla framhjá Grænlandi," — sagði Lund með spurnarsvip. Hann taldi að það yrði hagræðing af því að samræma þessa flutn- inga að einhverju marki. Hann var þó ekkert sérlega bjartsýnn á að það væri hægt í bráð því það væri erfitt að losna úr klóm einokun- ar. Henrik Lund fagnaði mjög samstarfi Flug- leiða og Grænlandsflugs. Hann sagði að samstarfið auðveldaði allar flugsamgöngur á Grænlandi því sætanýting yrði fyrir vikið betri og reksturinn þar með hagkvæmari. Auk þess gætu þjóðirnar unnið betur saman að ferðamálum. Flestir þeir sem kæmu til Grænlands dveldu einnig á íslandi um ein- hvern tíma. Það væri því beggja hagur að fá sem flesta í heimsókn norður undir heim- skautsbaug. Lund benti hins vegar á að Grænlendingar vildu hafa fulla stjórn á ferðamálum og að eins og málum væri háttað í dag væri takmarkaður áhugi á að auka ferðamannastrauminn til muna, því það gæti raskað enn frekar grænlenskri náttúru og mannlífi. Hann sagði að grænlenska heima- stjórnin hefði markað ákveðna stefnu í þess- um málum og að henni væri framfylgt. Lund sagði að hinar auknu flugsamgöngur ykju einnig persónuleg og menningarleg tengsl íslands og Grænlands, — íbúar land- anna ferðuðust meira á milli. Raunar hélt hann því fram að það væri helst á sviði menn- ingarmála sem þjóðirnar gætu átt farsælt samstarf. Hann minntist þess hversu vel Grænlendingar tóku á móti íslensku Sinfón- íuhljómsveitinni þegar hún var í heimsókn nýverið. Hann taldi að í sameiningu ættu þjóðirnar að halda á lofti minningu Eiríks rauða sem fyrir rúmum þúsund árum hóf fyrstur norrænna manna búsetu á Græn- landi. Lund, sem er bæjarstjóri í bænum Qaqortoq á Suð—vestur Grænlandi, benti á Norræna menningarhúsið í Qaqortoq sem dæmi um farsælt menningarsamstarf. Lista- mönnum hvaðanæva frá Norðurlöndum eru boðin afnot af því og hýsir það tvo listamenn í senn. Hann sagði að enn hefði enginn ís- lendingur búið þar og að hann vonaðist inni- lega eftir umsókn frá Islandi. Lund vildi einnig koma því að að þegar væru sterk tengsl á milli íslands og Grænlands því ís- lendingar á Grænlandi skiptu hundruðum. Það er augljóst að samskipti íslands og Grænlands eru talsverð og þau fara vaxandi. Möguleikarnir eru fyrir hendi, en mestu skiptir að þau séu gagnkvæm og hagsmunum beggja til framdráttar. „Okkur vantar ekki viljann,“ — sagði Henrik Lund. „Við tökum Islendingum með opnum örmum.“ Tíðinda- maður Þjóðlífs sem var þar nýverið getur staðfest það. Ásgeir Friðgeirsson. Ovissa ríkir um nýtingu nátt- úruauðlinda Grænland er auöugt af málmum og jarðefn- um. Margir telja að þegar fram í sækir þá verði námugröftur og jarðefnavinnsla einn helsti atvinnuvegur Grænlendinga. Græn- lendingar gera sér fulla grein fyrir þessu og eftir fremur bitra reynslu af örum breyting- um á atvinnuháttum virðist vera pólitískur vilji fyrir því í landinu að fara rnjög hægt í sakirnar. Grænlendingar óttast félagslegar afleiðingar skyndilegrar námuvæðingar og auk þess er þeim það Ijóst að efnahagslegur máttur þeirra er hverfandi í samanburði við þau alþjóðlegu stórfyrirtæki sem eru best til þess fallin að nýta auðlindir landsins. Þeir eru því tregir til að fylgja ráðum sem byggja einvörðungu á efnahagslegum forsendum. Á sama tíma er erfitt að sjá hvað þeir vilja sjálfir í þessum efnum og hvort þeir hafi efni á að draga það lengi að nýta þessar miklu auðlindir. Um þessar mundir er full vinnsla í einungis einni námu, blý og sinknámu í Maarmorilik í norð-vesturhluta landsins. Auk hennar eru í gangi um þrjátíu tilrauna- og rannsókna- verkefni. Ýmist umfangslitlar tilraunir smá- fyrirtækja eða olíuleit auðhringa og allt þar á milli. Um leið og grænlenska heimastjórnin tók við völdum árið 1979 gengu í gildi lög um grænlenskar auðlindir. Þar er sagt að hinir föstu íbúar Grænlands hafi réttinn yfir græn- lenskum náttúruauðlindum. Þeir hafa þó ekki einir ákvörðunarvald varðandi rann- sóknir og vinnslu. Danska ríkisstjórnin og grænlenska heimastjórnin hafa sameiginlegt ákvörðunarvald varðandi rannsóknir og nýt- ingu jarðauðlinda á Grænlandi sem þýðir að báðir aðilar hafa neitunarvald, — báðir aðil- ar verða að samþykkja. í þessum lögum er einnig tekið fram að beinar greiðslur vinnslu og rannsóknafyrirtækjanna fyrir réttinn til athafna renna í danska ríkissjóðinn upp að því marki sem framlög hans til Grænlend- inga nema. Greiðslur umfram það skiptast til helminga milli Dana og Grænlendinga. Grænlensk sveitarfélög og heimastjórnin hafa síðan skattatekjur af vinnslu- og rann- sóknafyrirtækjum eins og öðrum fyrirtækj- um. Að sögn embættismanna grænlensku heimastjórnarinnar, þegar tíðindamaður Þjóðlífs hitti þá að máli, þá er þetta fyrir- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.