Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 20
INNLENT Barist til síöasta manns: Jóhann teflir við tékkneska stórmeistarann Ftacnik á Olymp- íumóti fyrir fjórum árum. Helgi Ólafsson, sem hefur nýlokið við að sigra Hort, fylgist með. helsta styrk Jóhanns sem skákmanns, þ.e. mikið baráttuþrek og hæfni til að „bíta á jaxlinn“ og bjarga sér úr erfiðleikum. Þó má gæla við þá hugsun að hann eigi erfitt með að einbeita sér að verkefni þar sem reiknað er með auðveldum sigri hans. Hvort Karpov er eins viss sjálfur má draga í efa, a.m.k. tók hann ekki í mál að tefla einvígið á heimavelli Jóhanns, bar fyrir sig þau rök að í janúar væri of kalt hér á Fróni fyrir sig. Má þó telja víst að hann hafi vitað betur, enda vitna veður- skýrslur um að þá er töluvert hlýrra hér en á heimaslóðum Karpovs sjálfs! Jóhann óhræddur Hvernig skyldi Jóhann kunna við þessa að- stöðu — að undirbúa sig fyrir einvígi sem flestir telja fyrirfram tapað? Honum er vita- skuld kunnugt um spádóma fræðinganna og finnst þeir eðlilegir. „Ég er í rauninni í frekar þægilegri aðstöðu. Karpov verður að vinna svo hann teflir undir meiri pressu en ég,“ segir Jóhann þegar þetta er borið undir hann. Hann sér einnig ýmsa ávinninga af þátttöku sinni í áskorendamótinu, jafnvel þótt hann kunni að tapa fyrir Karpov. Sjálfur öðlast hann mikilvæga reynslu og í því efni vegur einvígi við margefldan fyrrum heims- meistara að sjálfsögðu þungt. Vinni hann sér sæti í áskorendakeppni að nýju mun þessi reynsla verða honum ómetanleg. Enginn vafi er á að Jóhann hefur með árangri sínum aukið stórlega veg íslenskrar skákhreyfingar og sýnt með fordæmi sínu hvers við erum megnug. Hann hefur að vissu leyti rutt brautina fyrir aðra stórmeistara okkar sem munu setja stefnuna á áskorenda- keppnina þegar ný umferð hefst í keppninni um heimsmeistaratitilinn snemma á næsta ári. Skákstríð við Eyjahaf Fram að einvíginu í Seattle bíða Jóhanns og íslenskrar skákhreyfingar tvö stórverkefni. Næsta ólympíuskákmót fer fram í borginni Þessaloníku í Makedóníu í nóvember og þá verður mikils vænst af sveitinni sem varð í fimmta sæti í Dubai fyrir tveimur árum. A Olympíumótum gefst okkur tækifæri til að bera okkur saman við aðrar þjóðir stórar sem smáar. Þetta mót skipar sérstakan heið- urssess í íslensku skáklífi, enda er almenn- ingur hér heima jafnan vel með á nótunum þegar „litla—Island“ spjarar sig vel í slíkum samanburði. Sveitin verður væntanlega í átt- unda sæti í styrkleikaröð þátttökuþjóða og gæti ef vel byrjar barist um veðlaunasæti. Jóhann Hjartarson mun að sjálfsögðu tefla á fyrsta borði og „fjórmenningaklíkan" skipa aðalliðið. Það verður því harðsnúin og ekki síður þrautreynd sveit sem þar teflir undir merki íslands. Stjörnustríð í Reykjavík í næsta mánuði hefst í Reykjavík þriðja heimsbikarmótið í skák. Hin tvö fyrri hafa farið fram í Brussel og frönsku borginni Bel- fort fyrr á árinu. Mót þessi voru sett á lagg- irnar af nýstofnuðu sambandi stórmeistara þar sem Kasparov er forseti en belgískur fjármálamaður, Bessel Kok, framkvæmda- stjóri. Þátttökurétt í mótunum, sem verða sex talsins, eiga 25 sterkustu skákmeistarar heims. Verðlaun eru geysihá og miklar kröf- ur gerðar um aðbúnað allan og framkvæmd, enda aðalmarkmið stórmeistarasamban- dsins að auka veg skáktaflsins sem„ hágæða- sports“. Þeir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson rnunu kljást við sextán erlenda „ofurstórmeistara" í þessu móti og fer þar fremstur heimsmeistarinn Garrí Kasparov. Karpov verður hins vegar fjarri góðu gamni eins og Bjarni Fel. mundi segja. Þegar áætlun um heimsbikarkeppnina var hleypt af stokkunum fékk bandaríski stór- meistarinn Kavalek það hlutverk að finna aðila sem vildu standa fyrir þessum „ofur- mótum“ og gátu kostað því til sem þurfti, en mót af þessu tagi kostar vart undir 30 millj- ónum. Þar sem honum er vel kunnugt um skákáhugann hér á landi, spurði hann Frið- rik Ólafsson um möguleika á að halda slíkt mót hér. Friðrik vissi um brennandi skák- áhuga Páls Magnússonar fréttastjóra Stöðv- ar 2 og færði málið í tal við hann. Éftir nokkr- ar bollaleggingar þar á bæ var ákveðið að slá til og gengið til samninga við stórmeistara- sambandið í byrjun þessa árs. Sú staðreynd að mót þetta fer fram hér á íslandi er því engin tilviljun, heldur afleiðing af sterkri stöðu okkar í skákheiminum og um leið stöðu skákarinnar í okkar litla landi. Mótið verður í 144. styrkleikaflokki og án tvímæla sögulegastur skákviðburður á íslenskri grund síðan Fischer og Spassky elduðu hér grátt silfur saman fyrir sextán árum. Fréttaflutningur af mótinu verður meiri og beinni en áður hefur þekkst og það er e.t.v. tímanna tákn að sjónvarpsstöð sem miðlar afþreyingu til fjöldans skuli nú standa fyrir skákmóti. í tíð Kasparovs hefur andrúms- loftið breyst á hinu alþjóðlega skákheimili. Hann brosir framan í fréttaljósin og baðar sig ófeiminn í skini frægðarinnar. Heimur skák- arinnar og diskótekanna hafa færst nær hvor öðrum. Hvort sem það verður Kasparov, Jóhann Hjartarson eða einhver annar sem stelur senunni í Borgarleikhúsinu á næstu vikum er víst að íslenskir skákunnendur eiga veislu í vændum á komandi vetri. Áskeil Örn Kárason. Keppendur á heimsbikarmóti Stöðvar 2, í röð skv. Elo-stigum: Garrí Kasparov (Sovétr.) 2760 Alexander Beljavskí (Sovétr.) 2655 Jonathan Speelman (England) 2645 Jan Timman (Holland) 2640 Lajos Portich (Ungverjal.) 2635 Zoltan Ribli (Ungverjal.) 2630 Ulf Andersson (Svíþjóð) 2625 John Nunn (England) 2625 Jóhann Hjartarson 2620 Artúr Júsúpov (Sovétr.) 2615 Predrag Nikolic (Júgósl.) 2610 Mikhaíl Tal (Sovétr.) 2610 Gyula Sax (Ungverjai.) 2600 Andrei Sókolov (Sovétr.) 2600 Viktor Kortsnoj (Sviss) 2595 Jaan Ehivest (Sovétr.) 2580 Boris Spassky (Frakkland) 2560 Margeir Pétursson 2530 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.