Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 59
VIÐSKIPTI búakaupendur hafa lent í kaupmáttarskerðingu —þeir eiga von á skerðingu til viðbót- ar. Stefnubreyting ríkisins? I kjölfar þeirra viðhorfsbreytinga til hús- næðis sem orðið hefur hjá lífeyrissjóðunum, virðist ríkisvaldið vilja fylgja á eftir. Á veg- um Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra situr nú nefnd að smíða frumvarp um enn eitt húsnæðiskerfi eins og áður sagði og eru hugmyndir um vaxtahækkun tendar við hana í umræðu í fjölmiðlum. Kjartan Jó- hannsson veitir einnig þessari nefnd forstöðu en aðrir í nefndinni eru Ásmundur Stefáns- son ASÍ, Gunnar J Friðriksson VSÍ, Júlíus Sólnes Borgaraflokki, Kristín Ástgeirsdóttir Samtökum um kvennalista, María Ingva- dóttir viðskiptafræðingur, Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi, Guðmundur Gylfi Guðmundsson Framsóknarflokki, en þeir sérfræðingar Bolli Þ. Bollason, Ingi Val- ur Jóhannsson og Ingvi Örn Kristinsson vinna með nefndinni. Þessi nefnd er skipuð í framhaldi af störf- urn fyrri nefndar og í erindisbréfi er henni falið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu í niðurstöðum fyrri nefndarinnar. í niðurstöðum fyrri nefndarinnar sagði m.a. að hver svo sem framtíðarskipan lánamál- anna yrði, þyrfti að láta útlánsvexti Bygging- arsjóðs ríkisins fylgja vöxtum á lántökum sjóðsins, þannig að margir gera ráð fyrir að vaxtahækkun sé ein forsenda núverandi nefndarstarfa. Kjartan Jóhannsson segir í samtali við Þjóðlíf, að í leit að meira fjármagni inn í sjóðinn hafi menn orðið sammála um að það væri einna helst til ráða að búa til húsbréfa- markað. Þeir sem væru að selja íbúðir gætu átt trygg seljanleg bréf og þeir sem héldu þessum bréfum væru að hjálpa til að fjár- magna kerfið í heild sinni. „Auk þess gæfi þetta möguleika til þess að bankar og pen- ingastofnanir kæmu í ríkari mæli inn í fjár- mögnun kerfisins ef þeir keyptu svona bréf. Grunnhugsunin er auðvitað sú að við gætum náð meira fjármagni inn í húsnæðismálin. Þegar málin eru skoðuð út frá þessu, eru það rök fyrir því að vextirnir séu markaðsvextir. Hin rökin fyrir hærri vöxtum eru einfaldlega þau að Byggingarsjóðurinn sé að fara á haus- inn, hann getur ekki fármagnað þennan mikla mun sem nú er á fjármagni inn og út úr sjóðnum“, segir Kjartan Jóhannsson. Kjart- an kvað hins vegar fráleitt að fara út í vaxta- hækkun meðan á niðurfærslu, verðstöðvun eða öðru slíku stæði, en hugmyndirnir næðu lengra. „Það er alveg augljóst að sjálfseign- arstefnan er dauð ef menn ætla að láta hús- næðiskaupendur standa undir háum mark- aðsvöxtum. Það þýðir að ef vextirnir verða hækkaðir upp í markaðsvexti þá verður að greiða þá til baka í gegnum skattakerfið“. Kjartan kveður það betra að greiða vexti til baka í gegnum skattkerfið heldur en að vera með niðurgreidda vexti á einhverjum til- teknum lánum, „það er einfaldlega vegna þess að þá er hægt að sníða þá betur eftir eignastöðu manna og tekjustöðu þeirra, -vaxtabæturnar yrðu mismunandi háar og þá yrði tekið tillit til vaxtabyrði af öllum lánum fólksins". Margir telja að óeðlilegt sé að breyta miklu í formi núverandi kerfis, það þurfi fremur að bæta fjáröflun þess, kerfið sjálft hafi ekki fengið að reyna sig . Sjálfsagt eru mismunandi skoðanir um þetta innan nefn- darinna og nefndin er ekki heldur á einu máli um vaxtamál. T.d. segir Kristín Ástgeirs- dóttir í samtali við Þjóðlíf að vaxtahækkun hafi aldrei verið rædd í nefndinni og hún muni aldrei samþykkja vaxtahækkun á hús- næðislán. Kjartan Jóhannsson kvað hugmyndir nefndarinnar og nýtt frumvarp vera væntan- legt áður en árið rynni í aldanna skaut. Ótal leiðir færar Þær fullyrðingar að húsnæðiskaupendur verði ekki varir við vaxtahækkun, er tor- tryggð af mörgum. Húsnæðiskaupandi: „Auðvitað leggur ekki nokkur maður í ein- lægni trú á að eitthvert aukaskrifræði hjá fjármálaráðherra verði til bjargar í þessu efni. Venjulegur húsnæðiskaupandi greiðir nú af lánum sínum; tilfallandi bankalán, lí- feyrissjóðalán og húsnæðisstjórnarlán. Hann greiðir afborgun af lánunum verðtryggðu, yfir 10% í vexti af bankaláninu, um 10% af lífeyrissjóðaláninu og síðan 3.5% af húsnæð- isstjórnarláninu. Það segir sig auðvitað sjálft að hækkun vaxta af einhverju eða öllum þessara lána leiðir til aukinnar greiðslubyrði. Ef hann ætti von á vaxtabótum, kæmu þær fram á næsta ári. Þær drægju ekkert úr greiðlusbyrði lánanna núna“. Segjum nú sem svo, að það væri einhver pólitísk samstaða um að ríkið legði ekki meira út til húsnæðislánanna en það aflaði til þeirra mála. Menn væru sammála um stefnu- breytingu ríkisins. Af hverju í ósköpunum þarf það þá endilega að hjóla í síðasta lið fjármagnsstreymisins? Ríkinu er auðvitað í lófa lagið að ákveða að greiða ekki meira en 3.5% í vexti af skuldabréfunum sem það seldi lífeyrissjóð- unum. Þá væri munurinn orðinn núll. Reyndar væri verkalýðshreyfingunni sömu- leiðis í lófa lagið að létta þessari ógnun af lánþegum húsnæðisstofnunar með því að ákveða einhliða lækkun á þessum vöxtum! Ríkið gæti einnig sem hægast tekið erlent lán með Libor-vöxtum og endurlánað hús- næðiskaupendum í gegnum byggingasjóðina og þannig lækkað vexti. Reyndar myndi slíkt einnig leiða almennt til vaxtalækkuna, því hávextir eru m.a. til komni vegna ónógs framboðs á fjármagni í íslenska efnhagslíf- inu. Og þannig á bæði ríkið og verkalýðs- hreyfingin ótal leiðir til að lækka vexti og koma í veg fyrir þá vaxtahækkun á húsnæðis- lánum sem vaxtahækkunarmenn ríkisstjórn- arinnar ætlar að koma á. Aðrar leiðir en að auka byrði einstaklinganna. Alveg eins og fyrirtækin geta ekki staðið undir háum fjármagnskostnaði geta heimilin það ekki heldur. Vaxtahækkun á húsnæðis- lánum þýðir að sjálfsögðu ekki annað en gjöld heimilanna séu aukin og það væri þá gert á tíma þar sem fyrirsjáanlegt er, að sam- dráttur verður á teknahlið heimilanna. Er ekki nóg samt? Mörgum þykir og skjóta skökku við þegar þjóðarsamstaða er að nást um lækkun vaxta og fjármagnskostnaðar að sérfræðingar rík- isvaldsins skuli leggja til hækkun á vöxtum heimilisskulda. Það eru til aðrar leiðir. Óskar Guðmundsson 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.