Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 34
ERLENT við gamla,, córdoba“ fyrir milligöngu óbreyttra borgara. Samhliða myntbreytingunni var tilkynnt um nýja launatöflu ríkisstarfsmanna, löggilt hámarksverð á ýmsum nauðsynjavörum og hert verðlagseftirlit. Jafnframt hófst mikil hagræðing í ríkiskerfinu og svonefnd „þétt- ing“ átti sér stað. Ráðuneytum var ýmist slegið saman eða þau hreinlega lögð niður og starfsfólki í ríkiskerfinu fækkað um allt að þriðjung. Hjá almennum launamönnum mæltist myntbreytingin yfirleitt nokkuð vel fyrir. Menn voru ánægðir með að sjá illa fenginn auð spákaupmannanna verða að engu og glöddust yfir nýjum kauptöxtum, sem juku kaupmáttinn um allt að 200% í einu vet- fangi. Petta var þó mest á pappírnum, því hámarksverð á nauðsynjum sem ákveðið var samhliða þessu, stóðst engan veginn próf reynslunnar. A þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá hinum viðburðaríku febrúar- dögum fram að fundinum, hefur kaupmáttur launafólks hrapað niður fyrir það sem var fyrir myntbreytingu. Forsetinn hefur því ýmislegt að útskýra fyrir fólkinu og má búast við fjörugum fundi. Tuttugu mínútum á eftir áætlun gengur Ortega í salinn í fylgd öryggisvarða og hátt- settra embættismanna. Eins og aðrir leiðtog- ar sandinista heldur hann ekki fastri áætlun til þess að gera hugsanlegum árásarmönnum erfiðara fyrir. Menn rísa úr sætum og þjóð- söngurinn hljómar um hvelfinguna. „Comandante“ Ortega hefur aðeins um klukkustund til umráða og biður menn því að vera stuttorða. Fyrsti spyrjandinn stendur á fætur, en það er ungur verkamaður. Erindi hans er að gera forsetanum grein fyrir þeim usla, sem stöðugar rafmagnstruflanir valda á framleiðslu verksmiðjunnar. Að hans sögn hverfur rafstraumurinn í allt að 4 klst á dag en þó er verra að ekki er alltaf hægt að treysta skömmtunaráætlunum. Hvernig er hægt að ætlast til þess að framleiðslan sé stöðug og jöfn við þessar aðstæður spyr hann Ortega, sem hlustar af athygli og grípur framí með spurningar. Annar kvartar yfir skorti á nauðsynjavörum á borð við hrísgrjón og baunir. Hann segir að opinbera dreifinga- kerfið starfi ekki eins og til sé ætlast og oft sé hægt að fá matvörur ódýrari annars staðar en í gegnum Enabas, ríkisstofnun sem sér um dreifinguna. Nýju efnahagsráðstafanirnar gera m.a. ráð fyrir auknu svigrúmi ríkisrek- inna fyrirtækja til þess að hækka kaup starfs- manna sinna í takt við framleiðsluaukningu og menn spyrja nánar út í þetta. Verkakona sem komin er yfir miðjan aldur stendur upp og flytur skrifaða spurningu af blaði. Hún stamar dálítið, en góðar viðtökur samstarfs- manna hennar hleypa í hana kjarki og forset- inn brosir uppörvandi til hennar. Verkakon- an hefur áhyggjur af því að erfitt verði að framfleyta fjölskyldu eftir síðustu hækkanir á nauðsynjavörum. (Reyndar hækkuðu launin stuttu áður um 30% en sú hækkun hvarf í ólgusjó nýrra verðhækkana). Síðasta fyrirspyrjanda mælist skörulega og veltir hann upp ýmsum grundvallaratriðum í efnahagslífinu. M.a. setur hann stórt spurn- ingamerki við þá stefnu stjórnvalda að greiða framleiðendum í útflutningsgreinum auknar uppbætur í dollurum. Ræðumaður- inn telur að ekki sé gert nóg til þess að kom- ast fyrir svartamarkaðsbrask og spákaup- mennsku. Hann leggur til að því sem fram- leitt er af nauðsynjavörum sé fortakslaust beint inn á öruggar brautir og á þar við opin- bert dreifingakerfi matvæla. Síðan minnist hann á nýlega gengisfellingu sem hann telur að hafi slæm áhrif á lífskjörin. Að lokum biður hann menn um að líta í kringum sig. „Allur okkar vélakostur er orðinn úreltur," segir hann, „og framleiðendur vélanna löngu horfnir. Við verðum að búa sjálfir til okkar varahluti og þetta sífellda rafmagnsleysi ætl- ar allt að drepa.“ Ortega forseti hefur setið undir þessum ræðuhöldum og hlustað af athygli, meðan fréttaþyrstir fréttamenn smella myndavélun- um án afláts. Stundum skýtur hann inn stuttri spurningu eða athugasemd. „Daniel“ eins og flestir kalla hann, er fjarska alvöru- gefinn maður, honum stekkur varla bros á opinberum vettvangi. Samt er ekki laust við að hann kími, þegar einhverjum mælist vel og þá er eins og bros færist yfir augun. Nú er röðin komin að honum, hann stend- ur hægt á fætur og styður báðum höndunum á borðið fyrir framan sig. Hann byrjar á því að slá því föstu að tvennt tryggi góða fram- leiðni: í fyrsta lagi vélakostur og góð vinnu- skilyrði og í öðru lagi þroskuð meðvitund verkafólksins. Ortega hrósar fólkinu fyrir góða frammistöðu, og segir það hafa slíka meðvitund til að bera. Hann minnist því næst á orkumálin og játar, að mikið vandræðaást- and hafi skapast, sem síðan hafi aftur áhrif á framleiðsluna. Ásakanir um trassaskap í við- haldi á orkuverum ber hann til baka. Ástæð- an sé einfaldlega sú að efnahagurinn leyfi ekki nema nauðsynlegasta viðhald. Heildar- kostnaður við það að koma raforkumálum í gott lag er um það bil 50 milljónir dollara, en„ við höfum ekki efni á þessu. Við veitum eina milljón í dag, tvær á morgun o.s.frv.“ Ortega segir að skömmtunin verði áfram í gildi, en samt geti menn átt von á rafmagns- skorti á öllum tímum sólarhringsins. Iðnað- urinn eigi ekki annars úrkosta en að búa sig sem best undir þetta. Næst snýr Daniel sér að kaupinu. „Félag- ar, kaupið er ekki hátt, en yfirgefið samt ekki vinnustað ykkar. Ég veit að það er ómögulegt að sjá fyrir fjölskyldu á þeim launum sem ykkur eru greidd (algengt mán- aðarkaup erum 60$), en ég treysti því að pólitísk meðvitund ykkar sé svo þroskuð að þið þraukið. Ef við hækkum bara kaupið, fylgja verðhækkanir í kjölfarið, svo við reyn- um frekar að fara þá leið að sjá ykkur fyrir m'« \ tj j ff “ nauðþurftum á skaplegu verði. Nú hefur líka opnast sá möguleiki að hækka kaup verka- fólks á þeim vinnustöðum sem auka afköst sín.“ Ortega gerist ekki langorður í þetta sinn um stríðið við kontrasveitirnar og viðskipta- bann Bandaríkjamanna á Nicaragua. Lang- flestir landsmenn gera sér grein fyrir áhrifum þessara þátta á efnahagsástandið (rúm 80% skv. nýlegri skoðanakönnun) og áreiðanlega óþarfi að rekja það frekar á þessum fundi. En hver ber þá ábyrgð á hinum sífelldu verðhækkunum, þegar litið er framhjá áhrif- um stríðsins? Ortega skellir skuldinni fyrst og fremst á þau andfélagslegu öfl, sem braska með nauðþurftir almennings á svört- um markaði. Hann ítrekar svo að nýjustu efnahagsráðstafanirnar séu ekki til merkis um að leiðin liggi aftur til kapítalismans. Verið sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að rétta af efnahaginn í erfiðri stöðu og sósíalisminn sé enn höfuðmarkmið bylting- arinnar. Hann lýkur síðan rúmlega hálftíma langri ræðu sinni með aðvörun til gagnbylt- ingarsinna. „Þið sem gagnrýnið allar okkar ráðstafanir vegna pólitískra eiginhagsmuna, allir þeir sem eru á móti byltingunni, þið skuluð vara ykkur. Við munum ekki láta það 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.