Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 61
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL O Símaþjónusta Guiu bókarinnar 62 42 42 O Hvað varð Fyrirtœki í sjávarútvegi áttu að fá milljarð — báðu um sjö milljarða. Ríkiðfékk 75 milljónir. Bankarn- ir styrktu lausafjárstöðu sína. Fyrirtæki „útflutningsfyrirtæki og sam- keppnisiðnaðar“ sem áttu að njóta „fjár- hagslegrar endurskipulagningar“ með er- lenda iáninu að upphæð 1 mill jarður fengu yfirleitt endurskipulagningu. Gagnrýnendur segja að ríkið og bankarnir hafí grætt á þessu láni frekar og ekki síður en fyrirtækin sem hjálpar urðu aðnjótandi. Þegar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar voru gerðar kunnar í maí, var glæsileg- asti þáttur þeirra heimild til fyrirtækjanna í sjávarútvegi og samkeppnisiðnaði um að taka einn milljarð króna til „fjárhagslegrar endurskipulagningar“ og gefa átti fyrirtækj- unum kost á að skuldbreyta vanskilum í lengri lán. Ætlunin var að staðið yrði „faglega“ að þessu máli og áttu bankarnir að fjalla um umsóknir frá fyrirtækjum. Með því hefur rík- isvaldið væntanlega ætlað að knýja bankana til að ábyrgjast,, sín fyrirtæki" og koma þeim á faglegri grunn en áður. Vildu 7 milljarða Umsækjendur sóttu bæði til viðskipta- ráðuneytisins og bankanna og þurfti umsögn beggja áður en ákvörðun var tekin. Eftir- spurnin var meiri en nokkurn óraði fyrir — beiðni barst um 7 milljarða króna. „Mikið af þessum umsóknum var algerlega óraunhæft, út í bláinn. Þetta var þá einhvers konar óska- listi oft á tíðum“, segir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Stærstur hluti þessara umsókna fóru í um milljarðinn? gegnum Landsbankann. Fyrir lántakendur voru lánin hagstæð, þau voru til 9 ára með afborgunarfrelsi fyrstu 2 árin, vextirnir voru rúmlega Libor-vextir (millibankavextir). Lántökugjald Landsbankans var 0.4% og er- lenda bankans var ríflega 0.3%. Mest í gegnum Landsbanka Landsbankinn tók að láni 1056 milljónir króna erlendis og mun hafa náð mun hag- stæðari kjörum en aðrar peningastofnanir. Af þeim milljarði sem ríkisstjórnin veitti heimild fyrir munu um 600 milljónir hafa komið í hlut viðskiptavina Landsbankans. En þá átti Landsbankinn ríflega 400 milljónir afgangs af láninu sem bankinn tók. 600 mill- jónirnar fóru í ýmiss fiskvinnslufyrirtæki en ríflega 400 milljónir í samvinnufyrirtæki af þeim rúmlega 1000 milljónum sem Lands- bankinn aflaði. Hinir bankarnir hafa þá sótt um lán fyrir sín fyrirtæki, og þá á ef til vill lakari kjörum en Landsbankinn. í raun var sama hvort fyrirtækin sóttu um hjá ráðuneytinu eða bönkunum, því um- sóknin þurfti að koma til umsagnar á báða staðina. Síðasta orðið um heimildina átti við- skiptaráðuneytið samkvæmt upplýsingum hagdeildar Landsbankans. „En ráðuneytið kom ekki nálægt skiptingunni", segir Þór- hallur Ásgeirsson. Bankarnir hafi skipt upp- hæðunum sem þeir máttu ráðstafa og hún því bankanna en ekki ráðuneytisins í hverju ein- stöku tilfelli. Hann kveður bankana hafa skilað listum og ráðuneytið hefði ekki farið í saumana á því, enda engar forsendur til þess. En þegar í Ijós kom að þörfin var sjö millj- 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.