Þjóðlíf - 01.09.1988, Blaðsíða 69
UMHVERFISMÁL
Skandalfyrirtækið ScanDust. Braggarnir voru reistir að kröfu Högna Hanssonar til að koma í veg fyrir að hættulegt ryk bærist yfir
bæinn.
bær þeirra hefur oft verið dreginn inn í um-
ræðuna um umhverfismál: í bænum eru stór
fyrirtæki sem eru miklir umhverfisspillar og
svo er þar vel menntuð og samtaka sveit ungs
fólks á umhverfis- og hollustuverndarskrif-
stofu staðarins.
Auk ScanDusts skuiu hér nefnd tvö fyrir-
tæki sem hafa valdið verulegum umhverfis-
spjöllum í Landskrona: Supra er eina áburð-
arverksmiðjan í Svíþjóð, en hún framleiðir
auk þess fosfórsýru. Fosfór, flúor, köfnunar-
efnisoxíð og fleiri efni berast frá fyrirtækinu
og hafa valdið gífurlegri sjávarmegnun. í
sambandi við fyrirtækið stendur mönnum þó
mestur stuggur af slysahættu vegna risa-
stórra ammoníaksgeyma. Stór leki gæti
drepið alla bæjarbúa, þrjátíu og fimm þús-
und manns. Eftir ábendingar frá umhverfis-
skrifstofu bæjarins hafa geymarnir verið
styrktir verulega og viðvörunarkerfi hefur
verið sett upp. Þá hefur sérþjálfuð björgun-
arsveit verið sett á laggirnar.
Boliden Bergsöe er eina verksmiðjan á
Norðurlöndum sem endurvinnur blý úr raf-
geymum bfla og blýköplum. Frá fyrirtækinu
hafa borist ýmis efni, meðal annars sink,
kopar og kadmíum. Þá hefur fyrirtækið á
síðustu áratugum hleypt hundruðum tonna
af blýi út í andrúmsloftið og á það stærstu
sökina á mikilli blýmengun í bænum. Hvergi
í Svíþjóð hefur mælst meira af blýi í blóði
barna en einmitt í Landskrona.
Blý getur haft áhrif á taugakerfi og líffæri
sem mynda blóðfrumur. Ymsar rannsóknir
benda til þess að jafnvel þótt hlutur blýs í
blóði sé mjög lítill, geti það haft neikvæð
áhrif á andlega getu og hegðun fólks. Konur
úr hverfinu næst verksmiðjunum fæða börn
sem eru að meðaltali tvö hundruð grömmum
léttari en börn úr hverfum fjærst iðnaðinum.
Þá sýnir athugun umhverfisnefndarinnar að
hætta á vansköpun er þrisvar sinnum meiri
hjá börnum kvenna sem búa næst iðnfyrir-
tækjunum en hjá börnum kvenna í nærliggj-
andi sveitum. Börn sem fæðst hafa án stóra
heila eru öll úr hverfinu næst þessum fyrir-
tækjum. Blýmengun er nærtækasta skýringin
á þessari vansköpun. En það er ekki bara
Boliden Bergsöe sem hefur dreift blýi yfir
bæinn, því árlega berast um tvö tonn af blýi
úr útblástursrörum á bifreiðum bæjarbúa.
Niðurstöður umhverfisrannsókna í Lands-
krona hafa vakið athygli um alla Svíþjóð. En
er mengun þá hvergi meiri?
„Jú, jú. Astandið er álíka í mörgum borg-
um og bæjum. Við höfum hins vegar átt
frumkvæði að rannsóknum á mengun í sjó,
lofti og jarðvegi. Heilbrigðisstofnanir í öðr-
um bæjum hafa kannski ekki sinnt þessu í
sama mæli. Þar hefur verið of mikið tómlæti í
þessum málum. Þessar rannsóknir okkar
hafa líka sýnt verulega mengun, bæði í lofti,
vatni og sjó. Við vörum fólk til dæmis við því
að rækta grænkál vegna blýmengunar."
Umhverfis- og hollustuverndarskrifstof-
an, sem Högni veitir forstöðu, hefur rekið
hvert málið á fætur öðru, drifið bæjarbúa á
námskeið um umhverfismál og nú síðast lét
hún draga fimm stjórnendur ScanDusts fyrir
rétt.
Réttarhöld í máli fyrirtækisins fóru fram í
vor og voru þau ^óður fréttamatur fyrir fjöl-
miðla landsins. I nokkra daga voru þau eitt
helsta fréttaefni blaða, útvarps og sjónvarps.
í leiðara Suðursænska Dagblaðsins (frjáls-
lynt borgaralegt blað) var sagt að málið væri
hneyksli bæði í umhverfis- og réttarfarsmál-
um. Málið var sagt snúast um þrennt: Um-
hverfisspjöll, vafasama saksókn og opinber-
ar stofnanir sem ættu að vinna að umhverfis-
vernd en gerðu það ekki.
Áfangasigur
Blaðið sagði Högna Hansson hafa komið
upp um ScanDust. Þá sagði það að líf hafi
69